Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 22

Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 22
móðurskyldum sínum. Heimilið var eins og stundaklukka, allt varð að vera á sínum stað, gerast á réttum tíma, ekkert mátti vanta, hún vildi sjá til þess, að ryk og skrælnuð blóm vörpuðu ekki ellihjúp á sam- vistir okkar. Hjá okkur voru blómin alltaf lifandi og borðdúkurinn alltaf hreinn. Ég þurfti ekki annað en ganga að þessu eins og einhverju sjálfsögðu, því að fyrir mér var það sjálfsagt, ég tók ekki eftir því, hve mikil ást lá á bak við það. Við karlmennirnir tök- um aldrei eftir slíku, fyrr en það er um seinan. Við sjáum ekki þá, sem næstir okkur standa, horfum langt yfir skammt. Ég botna ekki í þér, sagði ég einn dag hlæjandi. Það var versta veður og ég hafði villzt í skóginum og hríðinni og kom heim tveim tímum seinna en ég hafði gert ráð fyrir. Ég var hræddur um að kona mín væri farin að óttast um mig. En hún tók á móti mér hin rólegasta eins og ég hefði komið ná- kvæmlega á tilsettum tíma. Og á borðinu stóð maturinn, nýinnborinn, heitur og ilm- andi. Hvað áttu við? Það er eins og einliver ósýnileg vera láti þig vita um ferðir mínar. Hver veit! Kona mín var alvarleg á svipinn og horfði fast í augu mín, en einkennilegt blik var í augum hennar. Við töluðum ekki meir um það í þetta skipti, en skömmu seinna bar það aftur á góma. Hver það er, sem lætur mig vita? sagði hún. Það gerir þú. Þú sjálfur. Ég?.................. Já, einmitt þú, ungi vinur. Ég.heyri alltaf til þín einni klukkustund áður en þú kem- ur. Þú hrindir upp hliðinu, dustar af þér snjóinn eða sandinn á tröppunum. Þannig hefur það verið alla tíð síðan við giftum okkur. Ég hef ekki kært mig um að segja þér frá því. Ég hafði gaman af að bíða og sjá, hvort þú mundir ekki að lokum taka eft- ir því. Það eru nærri liðin tvö ár, karl minn Og hún kyssti mig ákaft. En ég hlýt að hafa litið skringilega út, því að allt í einu fór hún að hlæja. Hún hló lengi og hjartan- lega eins og barn, sem hefur gert velheppn- að prakkarastrik. Sjálfur þorði ég ekki að láta undrun mína í Ijós með orðum. Ég hafði aldrei gefið mig neitt að ofheyrnum og því um líku, og nú stóð ég þarna and- spænis einu slíku fyrirbæri, og það var sjálf konan mín, sem hafði lieyrt ofheyrnir. Hefur þú orðið vör við nokkuð slíkt áð- ur, ég á við áður en við giftum okkur? Nei. Veiztu nokkur dæmi um það í þinni ætt? Ekki hef ég heyrt talað um það. En, elsku vinur minn, ekki þarftu að standa eins og þrumulostinn vegna þess arna. Ég hef aldrei velt neitt vöngum yfir Jrví. Fyrir mér hefur það allt verið einkar eðlilegt. Hvað er merkilegt við það að tvær manneskjur, sem elskast, eins og . . . ég elska þig, geti komizt í samband hvor við aðra án Jress að standa beinlínis augliti til auglitis? , Jæja, ég lét þetta kyrrt liggja. Ég bar reyndar spurningar fyrir nokkra kunningja mína, en þeir gátu enga fræðslu veitt mér, Ogi'þaf sem heilsa konu minnar varð nú æ bétri, varð mér einnig smám saman rórra. Ég hélt áfram að vera sjálfs mín fylgja, og Jrað var óvenjulega áreiðanleg fylgja. Hún brást hér um bil aldrei. Þá komu erfiðir tímar fyrir mig, drepsótt brauzt út í héraðinu. Héraðssjúkrahúsið var yfirfullt. í mánuð tjóaði engum að hugsa til hvíldar. Ég virti fyrir mér hjúkr- unarkonurnar, þær voru næstum eins hvítar og svunturnar þeirra, og þær unnu hetju- starf. Við höfðum fengið áukið starfslið frá Stokkhólmi, þar á meðal var Ijóshærð stúlka, sakleysisleg í andliti eins og guðs- móðir. Hún púlaði eins og þræll og hún virtist búa yfir ótæmandi orku. En allt, sem hún snerti við, vann hún hljóðlega og létti- lega, hún heyrði til þeirra fáu, sem vinna þannig, að starfið verður að söng. Það eitt Framh. i nœsta hefti (nóp.). 48 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.