Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Xtinna Ólafsdóttir, Skeggjagutu 1, Reykjavik, síini 3156 ■ Svafa Þórleifsdóttir, Rúnargötu 19, Reykjavik Þóra Vigfiisdóttir, Þingholtsstrœti 27, Reykjavili, simi 5199 Útgcfandi: Múl og Menning HUGREKKI Eftir Aðalbjörgu SigurOardóttur Hugrekki er gamalt hugtak og gömul dyggð. Svo gömul dyggð, að reynt var i'yrir nokkrum árum að telja okkur hér á íslandi trú um, að luin væri úrelt orðin og óþörf. Síðasta styrjöld og árin eftir þá styrjöld hafa þó fært okkur heim sanninn um, að líklega hefur mannkyninu aldrei verið meiri þörf liugrekkis, en að horfast í augu við lílið hér á jörð, eins og það er í dag. Ekki ætla ég að fara að flytja hugrekkinu neina lofgerð, enda óþarfi, ]jað liefur jafnan notið viðurkenningar og verið vegsamað af mannkyninu. Á ribbalda- og róstutímum hafa menn jafnvel viðurkennt og virt and- stæðinga, ef þeir sýndu óvenjulegt hugrekki og óttuðust hvorki sár né bana. Þó er slíkt hugrekki frumstæð eðlishvöt, sem kemur jafnvel fram lijá æðri dýrategundum, ef á þær eða afkvæmi þeirra er ráðizt. Andlega hugrekkið, sem svo mætti nefna, er að vísu ekki alltaf jafnvel séð. Menn njóta svo sem ekki mikillar viðurkenningar fyrir það, þó að þeir séu trúir hugsjónum sínum, samvizku og sannfæringu, að minnsta kosti ekki fyrr en þeir eru dauðir, eða hugsjón þeirra hefur sigrað í samfélag- inu. Verkamaðurinn, sem heldur sveltur en að beygja sig fyrir atvinnukúgaranum, vís- indamaðurinn eða listamaðurinn, sem ekki lætur kaupa sig gulli, frumherjar frjálsrar hugsunar, sem láta ekki ráðandi yfirvöld skipa sér að þegja, þetta eru svo sem venju- lega ekki taldar neinar hetjur. Þó eru þeir sjálfsagt ekki svo fáir nú orðið, sem taka þessar hetjudáðir andans jalnvel Iram ylir hið líkamlega hngrekki, og mun ég heldur ekki ræða þessa tegund meira hér. Ástæðan til þess að ég skrifa þessa grein er sú, að upp á síðkastið hefur að mér sótt oftar og oftar sýn um þriðju tegund hug- rekkis, svo ægilegt í afleiðingum sínum, svo lamandi allan andans kraft, að betra myndi að þola allar aðrar þjáningar en gefa sig því á vald. Þvx að hér er, þegar komið er út vfir vissan punkt, ekki um val að ræða, heldur neyðir líl'ið þessu hugrekki upp á þær manneskjur, sem brotið liafa lög þess í stói'- um stíl, ella lilýtur sálarlíf þeirra að myrkv- ast í sinnuleysi eða brjálsemi. Hvað er það fyrst og fremst, sem gerir muninn á manni og dýri? Svar biblíunnar stendur óhaggað þann dag í dag, er hún MliLKORKA 49

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.