Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 4

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 4
MELKORKA kemm út |>risvar á ári. Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 25 krónur. í lausasölu kostar Iivcrt hefti 10 krónur. Gjalddagi er fyrir 1. okt. ár hvert. Oll hréfaviðskipti varðandi innheimtu og af- greiðslu til áskrifenda og útsölumanna utan Reykjavíkur annast Svafa Þórleifsdóttir, Ránargötu 19 Reykjavlk. Afgrciðsla fvrir Reykjavík og nágrenni er í líókabúð Máls og menningar, Laugavegi 19. Nokkur cintök af fyrri árgöngum ritsins eru enn fáanleg. PltENTSMIÐJAN HÓLAR H-F V________________________________________________/ skýrir frá því, að maðurinn át af skilningstré góðs og ills og lærði að gera greinarmun á réttu og röngu. Þá fæddist samvizkan, sú af- staða til lífsins, sem hefur manninn upp yfir dýraríkið og mótar ákvarðanir lians og val af öðrum sjónarmiðum en því einu, að láta eftir augnabliks fýsnum og þörfum. Það lætur kannske undarlega í eyrum, að segja það frammi íyrir allri þeirri rang- sleitni, grimmd og yfirgangi, sem viðgengst í heiminum, að maður trúi því, að lífið stjómist af hinni hæstu siðspeki. Ég verð nú samt að gera það, því að það er óbifanleg sannfæring mín, að allt illt sem ég geri mæt- ir mér aftur og að ég verði að taka við Jress óhjákvæmilegu afleiðingum, annað hvort hér í lífi eða annarstaðar, auk Jjess sem það getur bitnað á afkomendum mínum. En hvað er þá illt, og hvað er gott? Því illt og gott eru auðvitað ákaflega breytileg hugtök. Mér virðist samvizkan vera á Jjað algildur mælikvarði, enda Jrótt hún sé breytileg hjá hinum ýmsu mönnum og breytist frá kyn- slóð til kynslóðar. En enginn maður getur gert betur en að fylgja þessu æðsta ljósi, sem honum er gefið, enginn getur liðið af Jrví sálarkvalir eftir á, að hann hafi gert Jrað, sem hann vissi réttast. Ég segi Jretta, vegna j>ess að ég Jjykist sjá það í kringum mig í stöðugt ríkara mæli, að menn breyti blátt áfram á móti betri vit- und. Til Jress liggja auðvitað ýmsar ástæður, kúgunar- og blekkingartilraunir flokka og einstaklinga við aðra menn, ýms hlunnindi, sem í boði eru og fleira og fleira. En lang- oftast held ég, að menn láti undan síga frá Jrví, sem samvizka þeirra og mat á verðmæt- um segir þeim að sé rétt, af hreinni leti og makindalöngun. Þeir nenna ekki að standa í þessu, |>að er svo miklu hægra að fylgjast með straumnum. Þessir menn, sem ég hér hef talað um, eru ekki nefndir hugrakkir menn. Þeir eru ]>að sjálfsagt ekki einu sinni í eigin vitund. En liafa J>eir í raun og veru ekki gert sér grein fyrir því, að lífið mun neyða upp á Jrá Jressu ofboðslega hugrekki, sem ég talaði um áðan, því að mæta sínum eigin gerðum og sjá af- leiðingar þeirra fyrir sjálfa sig og aðra, alda og óborna. Þarf' í sannleika nokkurt hug- rekki til þess að gera í hverjum hlut upp reikningana við sjálfan sig og gera það, sem samvizkan að undangengnu mati býður hverju sinni, samanborið við Jrað að mæta syndum sínurn í lífinu sjálfu, án þess nokk- urrar undankomu sé auðið. Ég vildi óska, að þjóð mín ætti sem allra minnst af slíku hugrekki. Meira um gullsmiði Eins og lesendur Melkorkti nmna, birtum við í síðasta hcfti mynd og viðtal við fyrsta útskrifaða kvengullsipið- inn á Islandi, frú Asdísi Thoroddsen. Nokkrar íslenzkar konur hafa stundað gúllsmfði hér á landi um langt ára- bil, en frú Ásdís er sú fyrsta, sem lýkur tilskildum próf- um. Nú höfum við' komizt að raun uin, að íslendingar standa sig ekki sérlega illa hér „að tiltölu við fólks- fjölda". í Danmörku eru -18 kouur að læra og þegar út- la rðir gullsmiðir, í Bandaríkjunuin 2G og í Kanada að- cins 1. Gullsmíðin virðist manni þó að vera sérlega vel við liæfi kvenna. 50 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.