Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 6
Randarikjakonan Gene Weltfisli, prófessor í mann- fncði. Ein af vara■ forsetum Alpjóða bandalags kvenna lieim allan — að það verði ekki lengur á valdi tiltölulega fámennrar klíku karl- manna, að steypa heiminum út í blóðugar styrjaldir. Hernaðarsinnum um heim allan er vel lj<>st ltve hættulegt afl þessi milljónasamtök kvenna eru orðin gegn heimsvaldastefnu þeirra og stríðsáformum .Og því reyna þeir alls staðar að bregða fæti fyrir það mikla og fórnfúsa starf, sem konur leggja nú til frið- armálanna. Þeir óttast baráttukjarkinn, sem felst á bak við þetta starf kvenna — og þeim er farið að skiljast, að mœðurnar muni aldrei gefast upp, i baráttunni fyrir pví, að börrtin peirra fdi að lifa — en verði ekki lim- lest eða myrt á hryllilegan hátt með morð- tækjum, sem þessir sömu menn láta nú framleiða af miklu kappi í hergagnaverk- smiðjum sínum og græða offjár á. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna, sem Félagsmála- og elnahagsráð Sameinuðu þjóðanna lét framkvæma síðastliðið haust, um ástand það, sem ríkir í heiminum af völdum síðustu heimsstyrjaldar og þeirra styrjalda, sem enn eru háðár víðs vegar um lieim, eru nú 6 hundruð milljónir barna í heiminum, sern liða neyð. 230 milljónir þessara barna bíða hungurdauðáns, en í Ev- rópulöndunum einum eru mi, samkvæmt niðurstöðum fyrrn. rannsóknarnefndar, 13 52 milljónir munaðarlausra barna, sem svipt eru allri þeirri umhyggju, sem hvert barn í heiminum á ftdlan rétt á. í Kóreu hefur ntt verið háður sá hildar- leikur í meira en eitt ár, sem allir voru farnir að óttast að úr yrði meiri hármleikur, en mannkynið til þessa hefur orðið vitni að. Þó að sú von hafi nú glæðzt nokkuð síðustu daga, að Jíeim ljóta leik verði lokið á næst- unn.i. í ])eim fréttum, sem okkur berast frá Sameinuðu Þjóðunum, er okkur sagt m. a., að Kóreustyrjöldin sé mjög þýðingarmikill páfhtr i tilraunum Sameinuðu þjóðanna að varðveita friðinn i heiminum. Og f ræðu, er Trúmann bandaríkjaforseti hélt í gær, 4. júlí, í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkj- anna, sagði hann m. a., að þátttaka Banda- ríkjanna í Kóreustyrjöldinni sé eingöngu til eflingar friðinum i heirninum! Þannig eru röksemdirnar, sem daglega eru á borð born- ar fyrir almenning allra landa, í útvarpi, blöðum og tímaritum. Ætli Jrað sé ekki tor- skilið Jreim mæðrum og eiginkonum, sem skyldaðar eru til þess að senda syni sína og eiginmenn yfir lönd og höf, til J^ess að kasta Napalsprengjum yfir saklaust fólk, að J:>etta sé aðferðin sem þjóni bezt málstað friðar- ins? Rauði krossinn í Kóreu hefur nýlega birt skýrslu yfir fórnardýr Kóreustyrjaldar- innar, en sú skýrsla sýnir okkur og sannar. Forseti Kvcnasnm- bands Kina, Tsai Chang, og ein i stjórn Alpjóða- bandalagsins MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.