Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 7
að „til eflingar friðinum í heiminum" eru það mestmegnis konur og börn, sem myrt hafa verið i Kóreustyrföldinni, eða 78% af öllum fórnardýrunum. íslenzku þjóðinni til lítils sóma liefur tals- vert borið hér á áróðri gegn alþjóðafriðar- hreyfingunni, sem eflaust á sinn drjúga þátt í afskipta- og áhugaleysi okkar fyrir jafn þýðingarmiklu máli sem varðveizla friðar- ins í heiminum er. Eitt algengasta og ef til vill sterkasta áróð- ursvopnið gegn því að ísland láti sig nokkru skipta friðarmálin, er sú staðhæfing, að ís- land geti ekki verið hlutlaust í ncestu styrj- öld. Og það er ekki farið neitt laumulega með það, hvorki erlendis né hér lieima, að landið okkar verði ein þýðingarmesta her- stöð í næstu heimsstyrjöld — Atómstvrjöld- inni. Þessar röksemdir nægja þó ekki þeim, sem eitthvað fylgjast með í alþjóðamálum. Þeir vita m. a., að í síðustu átökum þjóða í milli, tókst bæði Svíþjóð og Sviss að varð- veita hlutleysi sitt, þrátt fyrir smæð þeirra og mikla liernaðarlega þýðingu fyrir stríðs- aðila. Það hefur einnig bært nokkuð á þeirri skoðun, að þátttaka okkar íslenzkra kvenna í alþjóða-friðarsanitökum, hafi liila eða jafn- vel enga þýðingu, vegna þess hve fáar við Nina Popova, for- seti friðarnefndar Ráðstjórnarrikj- anna og fulltrúi sovétlwenna i stjórti Alþjóðahandalags kvenna Tugir púsunda kóreskra barna hafa misst for- eldra sina og heimili i loft- árásum banda- rislta innrásar- hersins séum. En ef við hugleiðum þá staðreynd, í fyrsta lagi, að ísland á fulltrúa á þingi Sam- einuðu þjóðanna, og að alkvœði hans þar gildir jafnmikið og atkvœði stórþjóðanna, fellur þessi röksemd um sjálfa sig. í öðru lagi er íslenzka þjóðin nú orðin þátttakandi í hernaðarbandalagi stórþjóðanna — og hef- ur þar með tekið á sig mikilsvarðandi skuld- bindingar. Til þess að draga úr þeirri almennu and- úð, sem hið nýja hernám lands okkar hefur í för með sér, er reynt að lauma alls konar áróðri í dálka sumra dagblaðanna, útvarp og í samtöl manna í milli. Það er jafnvel reynt að telja íslenzkum almenningi tr*ú um það, að með nýrri heimsstyrjöld muni hefj- ast hér ný gullöld og gleðitíðindi. Atvinnu- lausir verkamenn fái alla þá „guðsblessun“, sem síðasta stríðsbrjálæðið veitti jDeim og loks er því laumað að ungu stúlkunum okk- ar, að nú verði þær eins og fyrr, „heiðraðar" með heimboðum til „verndara" okkar. Slík eru rökin, sem íslenzkum almenn- ingi eru færð í gylltum umbúðum lýðræðis- ins, fyrir að íslenzku þjóðinni beri nauðsyn til þess að taka þátt í þeim hildarleik, sem yrði til þess að tortíma henni sjálfri, meðan sárin eru hvergi nærri gróin eftir hamfarir síðustu heimsstyrjaldar og milljónir bama og mæður þeirra lifa við hiri hörmúlegustu lífsskilyrði eða eru myrt á ómannúðlegasta hátt sem veraldarsagan þekkir „í nafni guðs og Sameinuðu þjóðanna“. Skýrslur Sameinuðu þjóðanna, sem viður- MELKORKA 58

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.