Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 8

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 8
kennt er, að sízt séu of háar, upplýsa okkur m. a. um það, að i Italíu einni, eru nú 35 þúswid örkumla börn af völdum síðustu liéimsstyrjaldar. En af þessum 35 þúsundum örkumla börnum séu 94% umhirðulaus með öllu. Ennfremur segja þessar sömu skýrslur okkur, að í Indlandi deyji árlega tvær og hálf milljón barna undir 5 ára aldri. í rykugum og daunillum verksmiðjum er- lendra auðhringa, þar sem indverskar mæð- ur vinna dag og nótt við hin ómannúðleg- ustu kjör, veslast börn þeirra upp á unga aldri. í hinu umdeilda ríki Persa (íran) er barnadauðinn, samkvæmt skýrslum Sam- einuðu þjóðanna, 80%. í illa upplýstum teppaverksmiðjum sitja lítil persnesk börn, bogin yfir vefstólnum við framleiðslu á hin- um þekktu og dýru persnesku teppum, sem prýða oft stofugólf efnamanna um heim all- an og oft hafa þessi fallegu teppi kostað lít- inn dreng eða telpu lífið. Á Spáni eru nú yfir 20 þúsund konur, margar þeirra ásamt börnum sínum, lokaðar inni í fangelsum Francos. Svona mætti lengi telja. En öll er þessi harmsaga ýmist afleiðing af undan- förnum styrjöldum og núverandi stríðsund- irbúningi, samfara því mannúðarleysi, sem kaldrifjaðir heimsvaldasinnar beita alþýðu nýlendulandanna og þeirra landa, sem enn stynja undir nýlenduokinu, þrátt fyrir frels- ið á pappírnum. Þessar hörmungar allar eru svo fjarri okk- ur sem búum hér. á útkjálka veraldar og auk þess allt gert til þess að fela fyrir okkur þessa ljótu sýn. En minna má á þá staðreynd, að þær íslenzku eiginkonur og mæður eru til, sem enn bera sár eftir síðustu heimsstyrjöld og eins það, að manntjón okkar íslendinga var á stríðsárunum jafnmikið og manntjón Bandaríkjamanna, miðað við mannfjölda þjóðanna. En það tjón, sem íslenzka þjóðar- sálin beið af völdum langvarandi hernáms landsins er enn ómœlt. Með hverjum deginum sem líður fer vax- andi sá skilningur hjá konum allra landa heims, að sameinaðar eru þær máttugt afl, ekki aðeins í baráttunni fyrir auknum rétt- indum sér til handa, heldur einnig í hinni miklu og fórnfúsu baráttu, sem nú er háð í heiminum fyrir friði og sönnu lýðræði. Á Norðurlöndum er þátttaka kvenna í alheimsfriðarsamtökunum mikil og fer stöð- ugt vaxandi. En sú Norðurlandaþjóðin, sem um langan aldur hefur haldið liæst á lofti merki friðarins, hefur þó enn ekki sýnt sem skyldi þann áhuga og skilning á þessu þýð- ingarmesta máli mannkynsins — varðveizlu friðarins. Á þeim hættutímum, sem nú bíða ís- lenzku þjóðarinnar, vegna setu erlends hers í landinu og þeirrar hættu, sem bíður okkar allra ef til þriðju heimsstyrjaldarinnar kem- ur, er það heilög skylda hverrar íslenzkrar konu og móður, að standa vörð um æsku landsins, menningu og tungu þjóðarinnar — og vinna að því af öllum mætti, að endur- heimta þann öndvegissess, sem fslendingar hafa fram að þessu skipað í friðannálum heimsins. --------------------------------------- Ditta mannsbarn eftir Martin Andersen Nexö er saga konunnar á öllum öldum, saga a£ lí£s- baráttu hennar, sigrum og ósigrum og framar öllu fórnarlund liennar. Fáar persónur heimsbókmenntanna hafa orðið eins vinsælar og Ditta. Hún hefur farið sigur- för um heiminn. Allar konur ecttu að lesa þessa einstœðu fögru skáldsögu. Bókaútgáfan Heimskringla 54 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.