Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 12
urnar og skikkjurnar, sem þyrluðust um kring eins og hvirfilbylur, komu allir kóng- arnir, sem höfðu verið að leita að konungs- ríkjunum sínum; liver á eftir öðrum í langri halarófu. Já, hérna var rétti staðurinn til að leita að þeim, ef nokkurt þeirra væri annars eftir, hugsaði gamli kóngurinn. Hraðar og hraðar þyrluðust kórónurnar og skikkjurnar. En kóngarnir héldu áfram inn í húsagarðinn mikla að geysimiklum tröppum og upp þær. Hvað var fyrir ofan tröppurnar? Gamli kóngurinn skyggði fyrir augun og reyndi að sjá. Jú — eitthvað var þarna uppi. Það var að sjá eins og skínandi vog. Og hjá henni grillti í feiknarlega stóra veru. — Hvað getur það verið? liugsaði gamli kóngurinn. í sama vetfangi kom skjór fljúgandi. Hann þaut um kring í rokinu og nartaði í skínandi kórónurnar. — Ha-ha-ha! hló hann. Veiztu það ekki? Það er vogarmeistarinn og vogin hans, lags- maður. Og burt var hann þotinn. Vogarmeistarinn og vogin hans? hugsaði gamli kóngurinn. Urðu kóngarnir að láta vega sig áður en þeir fengju að ná aftur taki á konungsríkjunum sínum. Það var skemmtilegt, hugsaði hann og fór sjálfur að fika sig upp tröppurnar miklu. En hvað það var, sem í rauninni fór fram þarna uppi gat hann ekki vel greint. Allir hinir kóngarnir stóðu fyrir framan hann og skyggðu á. Þegar hann loks var kominn upp, steig hinn síðasti af hinum kóngunum á vogina. En einkennilegt var það. Vogin haggaðist ekki. Kóngurinn þarna uppi á voginni sýnd- ist ekki vera þyngri en tittlingsfjöður. Svo heyrðist rödd vogarmeistarans úr rok- inu. Þú vegur ekkert heldur en hinir. Ég blæs á þig. Vindgustur — og kórónan hentist út í loftið og konungsskikkjan hentist einnig út í loftið til hinna kórónanna og skikkjanna, sem þyrluðust um í rokinu. Og kóngurinn hentist sjálfur út í loftið. Það var eins og hann hefði aldrei verið til. Nú er röðin komin að mér, hugsaði gamli kóngurinn. Og svo steig hann einnig á vog- ina. í sama vetfangi var eins og lítilli hendi væri stungið í lófa lians. Og hægt, hægt seig vogin. Þá hló vogarmeistarinn. — Þú liefur verið skynsamur, karlinn, sagði hann. Þú hefur séð svo um, að til væri einhver, sem hugsaði til þín og þætti vænt um jrig. Það höfðu hinir ekki gert. Þess- vegna voru þeir of léttir. Þessvegna fékk ég að blása á þá. Á þig fæ ég ekki að blása. Nú, nú — gamla ríkið þitt er horfið. Það fær þú aldrei aftur. En þri hefur skapað þér annað. Það er ekki stórt. En ég hygg, að það nægi þér. í sama bili var vogarmeistarinn horfinn. Og vogin var horfin og rokið og kórónurnar og skikkjurnar, sem þyrlazt höfðu um kring. Garnli kóngurinn var í nýja ríkinu sínu. Stórt var það ekki. En þar var hlýtt, þar var gott að vera. Því að þetta ríki var í hjarta lítillar stúlku. ---------------------------------------N Forn jólavísa Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum. Lýðurinn tendri Ijósin hrein, liður að tiðum, liður að helgum tiðum. \_________________________________) 58 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.