Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 13
Mamma getur Mamma getur, sagði lítil stúlka, sem lá með háan liita og vildi ekki lilusta á móður- ina, sem reyndi að sýna henni fram á að lu'in gæti ekki rekið vonda verkinn burtu úr höfðinu osí bakinu á litlu stúlkunni sinni. fú, mamma getur! Mannna getur! hélt barn- ið áfrám að hrópa. Ef mamma ekki hjálpaði hlaut Jrað að vera af Jrví hún vildi jrað ekki, mamma gat alltaf allt. En til allrar ham- ingju kont nú læknirinn og tók að sér sjúkl- inginn. En ef sprengjuflugvélar hvína einhvern daginn í loftinu fyrir ofan höfuðin á okkur Jrá er engrar hjálpar að vænta, og engin nróðir er þess þá umkomin að vernda börn- in sín. Ef mamma ætlar að hjálpa verður það að vera nuna strax. Það er núna sem hún getur unnið móti styrjaldarhættunni. Styrjaldir eru ekki náttúrulögmál. Það eru mennirnir sem liafa hrundið styrjöldum af stað og það eru mennirnir sem geta afstýrt Jreim. Þeir eru ekki skapaðir til að hata og tortíma hver öðrum. Þjóðfræðingarnir vita það. Ennþá lifa frunrstæðir Jrjóðflokkar, sem aldrei hafa átt í ófriði. Hver einasta móðir veit Jrað. Er ekki bros- ið á vörum lítils barns fyrsta tilraun þess að komast í samband við umhverfi sitt? Sálfræðingarnir vita Jrað. Strax fyrir lok síðustu styrjaldar undirrituðu 200 amerísk- ir sálfræðingar skjal þar sem Jrví var lýst yfir að eðli mannsins væri andvígt styrjöldum. Þeir sem vilja hrinda mannkyninu út í stríð eru lítill hópur manna. Við senr viljum frið erum allir hinir. Sá hópur er svo fjölmennur á jörðinni að við erum almenningsálitið. Aljrýðan í öllum löndum þráir l’rið. Þessvegna neyðast stríðs- æsingaseggirnir til að reyna að telja fólki trú um að hervæðing og aðrar hernaðarráðstaf- anir séu gerðar til „að vernda friðinn“. Þjóðirnar þrá frið, það er ekki hægt að ota þeim lengur syngjandi út á vígvöllinn. Þessvegna Jrarf að blekkja okkur, svíkja okkur og tæla okkur til að taka þátt í styrj- aldarundirbúningi. Ef við látum gera það. Ef við beygjum okkur. Ef við gerum ekkert. Börnin okkar koma og leggja litla lófann í hönd okkar. Þau treysta okkur, og þau vita að við berum umhyggju fyrir Jreim, og sjá- um um að þau fái það sem Jrau þarfnast — en hvers virði er allt sem við látum í té — ef við leggjum ekki okkar krafta fram til Jiess að varanlegur friður komist á? Vilt þú taka á Jrig þá ábyrgð gagnvart barni þínu að bíða átekta, vilja ekki, þora ekki að hefjast lianda þegar Jrú veizt að Jrú getur lagt friðaröflum heims lið? MELKORKA 59

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.