Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 15
milli arkitekta, cn síðan velja htísgagnameistarar tir bezlu teikningarnar, og eru þær notaðar til að smíða eftir. Þá er og haldin sýning, þar sem almenningi er gefinn kostur á að sjá árangurinn af samvinnu meistara og arkitekta. NÚ ER VÍST tími til kominn, að ég fari að snúa mér að vandamálunum hér heima. Ástæðan fyrir því að ég hef rakið þróunina í Evrópu, er sú, að ég vildi sýna fram á, hve miklum reynsluforða við höfum af að taka og hversu lítill gaumur þvf hefur verið gefinn af hús- gagnaframleiðendum hér, eða hversu lítið þeir hafa notað sér margra alda reynslu annarra þjóða. Mér finnst það skammarlegt, hve við hér heima eig- um langt í land, samanborið við hin Norðurlöndin, því að á mörgum öðrum sviðum höfum við verið sérstak- lega fljótir að tileinka okkur nýjungar, sem til fram- fara horfðu. Ég hef leitað upplýsinga hjá Hagstofu íslands um það, hve mörg hjónabönd eru stofnuð ár- lega á íslandi. Útkoman er ca. 1100. Og auðvitað er gift fólk ekki eina fólkið, sem þarf á húsgögnum að halda. Ég reyndi einnig að afla mér upplýsinga um það, hversu hárri upphæð framleidd verðmæti af húsgögnum hafa numið á undanförnum árum. En hagskýrslur lágu ekki fyrir nema um bólstruð húsgögn. Og þar uam uppliæðin 4,9 milljónum á þrem árum, svo að maður getur gert sér í hugarlund, hversu liá upphæð það er, sem liggur í húsgagnaframleiðslunni. En hvaða möguleika hefur fólk til þess að eignast fallegt heimili með góðum og nothæfum munum fyrir skaplegt verð. Að mínum dómi enga. Við skuluin ganga búð úr búð og athuga, hvaða möguleikar eru fyrir hendi. í flestum liúsgagnaverzlun- um í Reykjavík er yfirfullt af máluðum húsgögnum í eikar, mahogny eða birkilíkingu, og einnig mikið úr- val af lélegum stíleftirlfkingum. Því miður lief ég cngar tnyndir af þessari framleiðslu. Þegar maður heldur á- fram að athuga möguleikana til húsgagnakaupa, verður útkoman skammarleg fyrir margan framleiðandann. Annað, sem hafa verður hugfast, þegar á að reyna að finna eitthvað nothæft, er, að dýrmætum gjaldeyri er eytt i hráefnakaup og úr þeim framleidd vara, sem í rauninni er einskis virði eftir stuttan tíma. HVERJAR eru ástæðurnar fyrir þessari þróun? Þær eru deginum ljósari. Verkstæðin, sem framleiða þetta, þurfa að hylja ýmislegt, sem er ábótavant í viðnum, því að hinn innflutti viður er ekki neinn kjörviður og sannar- lega ekki ætlaður í húsgögn, heldur er hann oftast nær hrár byggingarviður, og tilviljun látin ráða, livort hann er þurr eða blautur, þegar verkið er hafið. Hver sæmi- lcgur gerfismiður er fær um að reka saman kassa, ef nóg er fyrir hendi af nöglum og kassajárni. Ýmsa galla í smíðinni má hylja með ríflegu magni af sparzli og niálningu. Sýnilega kunna málararnir vel til verka, úr því að allt glampar og gljáir eins og gerfikóróna á leik- sviði. En þegar liðinn er dálítill tími, fara oftast að sjást greinileg merki þess, sem hulið er. Viðurinn þornar og dregst saman, skælist og snýst, öll kvista- og naglaför koma greinilega í ljós. Ef kantar eða horn verða fyrir minnsta hnjaski verða eftir livítar skellur. Þá hlýtur að vakna sú spurning, hvers vegna sé verið að framleiða þetla skítti. Svarið er augljóst. Framleiðandinn þarf sannarlega að hagnast, og þá er bezt að hafa sem minnst fyrir því. Hitt er aukaatriði, hvort kaupandinn eignast þau húsgögn, er hafa það notagildi og þau gæði, sem er sjálfsögð krafa, þegar fólk þarf að kaupa liluti, sem eiga að endast fjöldamörg ár, og húsmóðirin verður að um- gangast og hirða daglega, og frekar ættu að létta henni tilveruna en vera henni til leiðinda. Þetta verður út- koman, þegar fjöldinn þarf að eignast húsgögn fyrir skaplegt verð, og þó er verðið of hátt. Ég er sannfærður um að hægt væri að lækka útsölu- verð liúsgagna um helming og samt bæta gæðin að miklum mun. En til þess verður að skipuleggja fram- leiðsluna nákvæmlega. Hvers vegna ættum við ekki að geta gert það sama og gert hefur verið bæði í Svíþjóð og Danmörku. KRINGUM 1940 var aðstaða húsgagnaframleiðenda í þessum löndum orðin nákvæmlega hin sama og hér er að stinga upp kollinum. Kaupgeta almennings var orðin mjög takmörkuð. Hvað var þá annað að gcra en að athuga af hverju þetta stafaði? Útkoman varð sú, að framleiðslan var skipulögð, og þeir framleiðendur, sem ekki voru vakandi, en hjökkuðu í gamla farinu, fóru á hausinn. Eftir urðu þeir, scm gátu fullnægt kröfum fjöldans, bæði hvað gæði og verðlag snerti. Mér er óhætt að fullyrða, að það mun fara alveg eins hér heima, ef framleiðendur ekki vakna í tfma af gróða- draumum sínum. Þegar ég sagði áðan, að hægt væri að lækka verð húsgagna um helming, var það ekki gripið úr lausu lofti, heldur er það byggt á mjög nákvæmum útreikningi, sem ég hef gert. Ég tók venjulegan borð- stofustól sem verkefni, eftir að hafa farið búð úr l)úð og spurzt fyrir um verð á borðstofustólum. Reyndist meðalverð á borðstofustólum í 6 húsgagnaverzluiium í Reykjavík vera 241 kr. og 70 aurar. Annars var verðið frá 190 og upp í 300 krónur. En útkoman í útreikning- um mínum sýndi, að ef gert var ráð fyrir skipulagðri fjöldaframleiðslu, ca. 300 stk. í senn, varð verðið 1 hæsta lagi um 120 krónur. Ég hirði ekki að skýra ná- kvæmlega frá tölunni hér. Þessar 120 krónur samsvara ca. 10 stunda vinnulaun- um iðnaðarmanns á fslandi. í Danmörku getur iðnað- armaður, sem hefur 150 krónur á viku, unnið fyrir and- virði eins borðstofustóls á 10 klukkustundum. En ef iðaðarmaður hér þarf að vinna sér inn andvirði borð- stofustóls og gcrt er ráð fyrir meðalverði 241,70, þá tck- MELKORKA G1

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.