Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 17

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 17
HANNYRÐIR Taska, hekluð úr gróíu seglgarni Hotn og lok er heklað með fastamöskvum, tvöfalt og pappi lagður á milli. Botninn er 6x15 cm. Á þrjár hliðar loksins er hekluð 2 cm brún mcð fastamöskvum. Lokið er saumað við Prjónaðir inniskór í 2 litum Afgangar af grófu sokkagarni, í 2 mismunandi litum, má nota hér tvöfalt með góðum árangri. Prjónað er á fremur grófa prjóna, nr. 3 eða 3]/s. Af ljósara garninu eru fitjaðar upj) 35 1. (lykkjur) og síðan er prjónað slétt fram og aftur ca. 25 cm. Fellið þá af 15 1. og prjónið út prjóninn. Á næsta prjóni eru fyrst prjónaðar 20 1. I'ví næst eru teknar upp 20 1. á uppfit- inni, þ. e. á J)eim hluta sent veit niður að sólanum. Þegar þessar 40 1. eru komnar á prjóninn eru 2 prjónar prj. sl. Framskór í 2 litum: 1. prj.: 2 sl., 1 óprj. tekin af, 3 sl„ endurtekið frá v. 2. prj.: Brugðinn nema hinar óprj. 1. eru aftur teknar óprj. af. 3. prj.: Eins og fyrsti prj. 4. prj.: Brugðinn, en nú eru allar 1. prjónaðar. 5. prj.: Skipt um lit. 4 sl. svo til skiptis 1 óprj. tekin af og 3 sl. ' 6. prj.: Eins og 2. prj. 7. prj.: Eins og 5. prj. 8. prj.: Eins og 4. prj. Þessir 8 prj. eru endurteknir þar til mynstraði hlutinn er orðinn 5 cm. og prjónaðar eru saman 2 1. við enda hvers prj. þangað til 20 1. eru eftir, þá er fellt af. Prjón- ið er saumað við filtsóla og lálið hafast við í tána. Með einföldum þræði af dekkra garninu eru hekluð latif utan mcð brotinu. Að endingu cr búinn til Skúfur úr ljósara garninu og festur á, eins og myndin sýnir. Hjartabekkur (jallegxir i handklœÖi, einlitar svuntur og borðrenninga). Dragið fyrst 2 samhliða línur með tæpl. 8 cnt milli- bili þar sem bekkurinn á að vera. Notið venjulegan blý- ant á ljóst efni, en hvítan á dökkt. Hið einfalda mynzt- ur er tekið upp á glæran pappír og teiknað á efnið gegnum kalkipappír. Eins og myndin sýnir eru hjörtun sett saman tvö og tvö, en cndið helzt á stöku hjarta. Síðan eru hjörtun klippt út og mynztrið á milli þeirra, fyrst í pappír og svo úr efninu, sem á að applikera með. Munið eftir mjóu saumfari, sem brotið er inn þegar þrætt er. Eins og sýnt er á litlu vinnuteikningunni er notaður grófur þráður (í sania lit og hjörtun) og lagð- ur meðfram öllum útlínum og festur niður með smáum sporum og jöfnu millibili. Saumað með þræði samlitum efninu. MELICORKA 63

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.