Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 20

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 20
Um sérsköttun allra giftra kvenna Eins og lesendur Melkorku muna, birtist ýtarleg grein um \>essi mál i 3. hefti blaðsins 1930, eftir Onnu Sigurðardóttur, Eskifirði, og liefur þessum málum vart verið gerð belri skil frá sjónarmiði konunnar. Þœr kon- ur sem ekki hafa lesið grein þessa œttu að kynna sér hana vel, þar sem shattamál kvenna eru tnikið rrcdd um þessar mundir i kvennasamtökum landsins. Á landsfundi kvenna 1948 fær krafan um sérsköttun allra giftra kvenna fyrsta svipmót sitt — við skulum aldrei hengja okkur í gamlar tillögur, en við skulurn í það minnsta gleðjast af því þegar kvennasam- tökunum tekst sameiginlega að móta ákveð- ið og á jákvæðan Iiátt tillögur sínar til lög- gjafans um úrbætur. 75% af konum giftast. Það er því mikill meirihluti allra lands- manna, sem hafa ótvíræða hagsmuni af þess- ari breytingu á skattalögunum. I nefndinni sem fjallaði um þetta mál á landsfundi 1948 áttu sæti: Katrín Tlioroddsen, Rannveig Kristjánsdóttir, Soffía Ólafsdóttir, Soffía Ingvarsdóttir og Margrét Sigurþórsdóttir. Nefndin hafði verið sammála um tillögurn- ar og hafði Katrín Tlioroddsen orð fyrir nefndarkonum — hún var þá búin að bera fram frumvarp sitt um sérsköttun giftra lega saman, breitt út heldur þunnt og skorið í nokkuð langar, nærri 4 cm breiðar stengur og ræmur, sem eru bakaðar ljósgular. Látnar kólna. Ofan á er borin sykur- bráð, sem er búin til úr kg. flórsykri 14 kg. möndlum 3 eggjahvítum Hýðið er tekið af möndlunum, þær saxaðar og látnar saman við sykurinn og stífþeyttar eggjahvíturnar, og hrærðar saman við. Þetta mauk er lagt ofan á kökurnar, og þær þurrkaðar við vægan hita inni í ofninum. Terta Hér fer á eftir uppskrift af góðum tertubotnum, sem gott er að geyma og ágætt að eiga til jólanna. Þcyttur rjómi er látinn á milli og ofan á tertuna. 250 gr. hveiti 2 matsk. kakó 250 gr. smjörlíki 1 tesk. kanel 250 gr. sykur I matsk. kartöflumjöl 4 egg Smjörlíkið, sykurinn og eggin er hrært saman góða stund og síðan hveiti, kakó, kanel og kartöflumjöl látið saman við og hrært um stund. Úr þessari uppskrift má fá 8 þunna tertubotna. Rjóminn er látinn á milli 2—3 klukkustundum áður en kakan er borin fram. Það er einnig liægt að hafa smjörkrem á miili og skreyta kök- una einungis með þeyttum rjóma. Smjörkrem 150 gr. smjör t/ó vanillustöng 150 gr flórsykur 1 eggjarauða Smjöri og flórsykri er hrært sarnan unz kremið er létt og mjúkt. Vanillan og eggjarauðan hrærð út í. Loks er hér uppskrift af ávaxtasalati og jarðaberja- búðing, sem á heima á jólaborðinu. Avaxtasalat 3 epli og 3 appelsínur (ef þær skyldu konta). 4 matsk. jarðaberjasulta, hnetur eða möndlur. 4 matsk. niðursoðinn appelsínusafi, ef appelsínur fást ekki. Brytja skal epli, appelsínur og hnetur smátt og blanda því saman við sultuna og ávaxtasafann. Berið salatið fram með lítið sætum kökum og þeyttum rjóma. JarSaberjabúðingur 1 ds. jarðaberjasulta 3 dl. rjómi 1 dl. hvítvín, ribsberja 1i/2— I 'ýá br. matarlím eða rabarbarasaft Blanda víni eða saft saman við sultuna. Stífþeytið rjóm- ann og blandið honum út í. Leysa matarlímið upp og bæta því í síðast. Ef bera á búðinginn frant í skál er nægilegt að taka li/2 bréf af matarlími, en ef á að hvolfa honum er bezt að taka stærri skammtinn. Skreytt með rjóma. 66 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.