Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 22

Melkorka - 01.12.1951, Blaðsíða 22
að hún yrði þeirra ekki vör á nokkurn hátt. Innra með mér voru þær samar og áður. En starfið kom í veg fyrir allar vangaveltur, og þar sem ég þurfti ekki að ásaka mig fyrir neitt, tók ég ekki heldur sérstaklega eftir þeirri breytingu, sem var að verða á konu minni. Mér sýndist hún einungis ofurlítið hljóðari en vanalega. Að lokum varð mér þó ljóst, að henni lá eitthvað þungt á hjarta. Tímunum saman gat hún setið og horft á mig, og þegar ég leit upp, leit hún þegar undan. Það var eins og hún leitaði svars við spurningu — eða réttara sagt eins og hún hefði þegar fengið svarið, en veigraði sér við að trúa því. Ef ég spurði, hvernig henni liði, fékk ég alltaf sama hljómlausa svarið, að henni liði vel. Hún fór undan í flæmingi. Ósýnilegur og óyfirstíganlegur múr reis á milli okkar. Mér flaug vitanlega í hug, að við áttum ekkert barn, það gæti verið orsök- in. En þegar ég stakk upp á, að við tækjum barn i fóstur varð hún bálreið. Ég vil ekki sjá neitt, sem ég á ekkert í, sagði hún. Enga ókunnuga á mínu heimili. Hvorki sýnilega né ósýnilega, bætti hún við. Ég bauð henni að ferðast eitthvað með mér. Hún hristi höfuðið. Hvort hún vildi þá ekki fara ein? Til hvers væri það, hún var nógu einmana hvort sem var. Hún megnaði einskis lengur. Húsverkin, sem áð- ur höfðu verið gleði hennar og stolt, voru skyndilega orðin henni kvöl. Rykið féll og blómin visnuðu og hún lét allt liggja, þar sem það var niður komið. Nú kom fyrir, að ég varð að bíða eftir einu og öðru að ástæðu- lausu. Það var greinilegt að eitthvað var að. skorið hafði verið á taug, en hinu gat ég ekki trúað, að ég hefði skorið á þá taug. Hún vissi ekki neitt um skyndilöngun nrína til annarrar konu. Og allt var þar að auki hjá liðið — líkt og söngur, er hefur komið blóðinu á hreyfingu nokkrar hverfular stundir og skilur tæpast eftir vott af berg- máli. Það var óhugsandi, að hana hefði get- að rennt grun í nokkuð. En eina nótt lieyrði ég, að hún fór á fæt- ur og gekk út í setustofuna. Mig furðaði á því, að hún skyldi ekki koma inn aftur, og mér varð ekki um sel. Hún sat í hnipri á legubekknúm í síða, hvíta náttkjólnum sín- um, eins og lítið, hrætt, umkomulaust barn. En hún lét enga undrun í ljós, þegar ég kom. Hvað er að þér? spurði ég. Ertu veik? Hún svaraði ekki. Þú getur þó að minnsta kosti svarað mér einhverju. Er það eitthvað sérstakt, sem am- ar að þér? Hvers vegna spyr þú? Þú veizt ofur vel hvað það er. Þú ert ekki lengur minn. Vitleysa. Ég heyri ekki lengur til þín. Heyrirðu ekki? Þú kemur ekki, áður en þú kemur. Því er lokið. Og hvers vegna? Ég er söm og áður. Það hlýtur að vera þú, sem hefur breytzt. Hugur þinn er ekki hjá mér. Nú er mánuð- ur síðan þú fyrst komst án þess ég fengi vitn- eskju um það .. . í einu vetfangi sá ég fyrir mér daginn, þegar drengurinn lét lífið á skurðarborðinu. Það var einnig mánuður síðan það var. En upphátt sagði ég: Þú ert sjúk, vina mín. Við skulum ekki ræða þetta frekar. Ég skal tala við sérfræð- ing. Konan mín brosti aðeins. Ég get ekki gleymt brosi hennar. Það var engin beiskja í því, en ekki heldur neinn efi um, að hún hefði fengið vissu sína. Hún dó ekki þá þeg- ar. En samt bar hún aldrei sitt barr eftir þetta. Nú er hún farin og heimilið er farið, ég einn ráfa ennþá um og þvaðra. En svona erum við. Þeir, sem við vildum láta lífið ti! að lækna, eru ólæknandi. Læknirinn renndi sér niður úr sæti sínu og fór að ganga um gólf. Verkfræðingurinn rétti honurn hönd sína en hann tók ekki í hana. í gráu hauströkkrinu reikaði liann fram og aftur um herbergið eins og lítill, vansæll álfur. Og þögnin féll á meðal mann- anna tveggja. 68 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.