Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 13
LAUSARABB Eftir Drifu i’iOar Ferðalag Kertasníkis til útlanda Kg hef alltaf hugsað mér jólasveinana fjallamenn, og áður fyrr datt engum í hug að þeir gæfu neinum ncitt; frekar gekk sú saga unt þá og þeirra lið að þeir snfktu á bæjunum og voru frekar leiðir en ljúfir. „Varaðu jrig, annars kentur jólasveinninn," itef ég heyrt gamalt fólk segja. I>á voru þeir ekki þessir skrípakarlar sem þeir eru núna orðnir í útvarpi og frjálsri verzlun. I>á voru þeir ckki að syngja með annarlegri raust einhverjar skrípa- vísur, heldur skilst mér þcir hafi vcrið í felum og lcitað færis að krækja sér í bjúga eða hangikjöt í pottinn Grýlumömmu eða eitthvað þvilíkt. Nú er öldin önnur, nú fata þeir með hafskipum, eða taka sér far til útlanda og við sitjum eftir jólasveinalaus og má gott heita ef þeir kunna hreina íslenzku þegar þcir koma til ltaka. Mér er spurn livað íslcnzkur jólasveinn liafi til útlanda að sakja, þar sem ekkert cr hangikjöt og engin fjöll og ekkert er skjól, cn eilífur stonubeljandi? Ertt jólasvein- arnir aðeins að skreppa í söluferð lil að auglýsa súkktt- laði fyrir einhverja efnagerð eða eru þeir að auglýsa ljóðagerð okkar, þulur og sögur? Auglýsa það í útlönd- um, sem hontim láðist heima? Aldrei gæti jólasveinninn fslenzki lagt sailgæti í skó harna eins og í Hollandi, en þeim sið cr verið að reyna að troða inn hjá íslendingum. Jólasveinninn virðist apa allt cftir öðrum og álítur sig engum siðum né venjum hundinn, „enda á hann ekki til góðra að telja." Þær lág- markskröfur gerum við til hans, að hann haldi fast við sína gömlu siði, sem hann er sprottinn úr, það eru nógu margir aðrir sem tapa þeim niður. Ungu skáldin Það er ekki von mcnn lcsi eftii ungu skáldin, þau eru uppskafningar með makka og yrkja ekki, cða ef þau ytkja, þá yrkja þau atómljóð, og cf þau ekki yrkja atóm- Ijóð, hal’a þau sluðlasetningu og rím og aðrar hindranir. Allt sem skáldin gera er talið þeim lil lasts. Ekki nennir almcnningur að fylgjast með ljóðum þeirra, en lætur sér nægja þessa sleggjudóma og fær þá upphót við að skálda þctta. Allt kaupir fólk fyrr og fremur en ljóð ungra skálda, morðhækur, liasarhlöð, og enginn sér eftir aurun- um í það. Ljóð skáldanna eru öll tnæld á sama mæli- kvarða, úthrópuð á manhfundum og engin önnur tæki- fa'ri til að koma þeini á framfæri. En ef menn lesa ljóð ungra skálda leynast þar spírur, jafnvel hæfileikar, allt upp í snilli, og segja þeir flestir hrcinl ckki skilið við hið hefðhundna ljóðform. Sumir gera nýstárlegar tilraunir til að lcysa upp gömul form og smíða úr þeim ný. AllLaf miðar allt að formi, síðan upp- lausn og síðan formi á ný. lslenzkan er falleg á ljóðum þeirra. En þau ciga alls ekki sjö dagana sæla, sízt fjöl- skyldumenn, sem þurfa að grípa í ljóðagerðina í hjáverk- um. Því furðar mig á því, þegar þjóðskáldið Davíð segir almenningi frá því, að skáldunum líði miklu betur núna hcldur en þeim hafi liðið áður. Er það sökuin þess, að skáldin eru ekki ríkir húhöldar eða á sérstökum ríkis- styrk sem heiðursverðlaun að þeir fá sinn útlcgðardóm hjá almenuingi: ljóðin þeirra seljast ekki? Sætabrosið Nú er erfitt að segja að fólk lcsi þelta og liitt og vilji ekki lcsa iiitt og þetta. En hakurnar tala. Þegar scm minnst er keypt af íslenzkum hókum eftir ungu skáldin, selst hinsvegar mest af útlendum blöðum og tímaritum, t. d. Colliers, Look og Life. Ef maður hlaðar í þessum tímaritum verður fyrir manni svo rnikið af nryndum að honum skilst, að þau sé frekar til að skoða en lcsa. En ef menn glepjast á að lesa þau eru sögurnar alltaf um einhvern hrylling, það verður að vera nógu æsandi til þess að líma hug lesenda við lesmálið, því að cf hrjóta þarf heilann og skilja eitt- hvað, selst ekki hlaðið. Nú skal gera grein fyrir eintaki hins víðfletta Colliers: Greinarnar eru um mannsmorð, ógnir, vondan mann, sem er kommi. Það er djúp staðfcst milli þessara ógnar- sagna og hlæjandi mynda. Og þó. í myndunum ríkir al- gert smekkleysi hæði í teikningu og litavali. þarna á að auglýsa meira en teikna. Eyrst verður fyrir manni hjólharðaauglýsing: mynd af hlæjandi dýrum. Næst cr síminn að hringja, og koma fjórir fjölskvldu- mcðlimir hlaupandi, allir mcð sætabrosið. Þetta er aug- lýsing fyrir slmann. 3. Maður að raka sig hlæjandi, af því hann á góða rakvél. MELKORKA 13

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.