Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 17

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 17
— Þið eruð alltoi: rómantísk, hvein í pen- ingabuddunni. Þið teljið ykkur trú um að enginri þekki hana betur. En hún er meira komin upp á mig en ykkur. Það eru fjárhags- áhyggjur, sem ama að henni, get ég sagt ykk- ur, þið sjáið að ég er ekki beinlínis úttroðin. Vitið þið kannski ekki að það er hræðilega dýrt að lifa. . . . — Hún er að minnsta kosti afskaplega taugaóstyrk, sagði naglaþjölin. Hún var næst- um búin að brjóta mig í morgun. Nú fór einhver að hlæja háðslega. Það var vegabréfið. — Þið eruð mjög skemmtileg, en þið vitið ekkert um hana. Ég er eina persónan sem get gefið nákvæmar upplýsingar um hana. Vitið þið til dæmis hvað hún heitir. Nei, auðvitað ekki. Hún heitir Yvonne og hún er 23 ára. Ógift, lagleg, björt yfirlitum, hefur lítinn munn, brún augu og dökkbrúnt hár.... — Æ, æ, sagði varaliturinn. Það mætti lialda að maður væri kominn á lögreglustöð. Hvað veiztu svo sem. Veiztu hvort hún er ást- fangin? Nei, það veiztu ekki. Það er ég einn sem veit það. Ég man fyrir nokkrum vikum, þá handlék hún mig alltaf svo ástúðlega, tók mig út úr hulstrinu og strauk mér yfir var- irnar. Og það get ég sagt ykkur, að það gerði hún af nákvæmni. — Þetta er allt rétt sem hann segir, sagði púðurdósin. Nú heyrðist allt í einu pappírsskrjáf i töskunni, það voru nokkur bréf sem heyrð- ist í. — Þið skuluð ekki vera svona mikil með ykkur, við ein vitum nokkuð. — 12. febrúar. Kæra Yvonne, ég var svo hamingjusamur yfir að hitta þig í gær. — 7. marz. Ástin mín, ég vona að þú hafir ekki ráðstafað sunnudeginum. — 5. apríl. Yvonne, elskan mín, ég vil að þú vitir það að ég mun aldrei gleyma því sem gerðist í gær. — . . . . Nú heyrðist önnur rödd: En ég er það fegursta. Ég er bréfið þar sem hann játar henni ást sína. Horfið þið bara á mig. Sjáið hvað ég er þvælt og kryplað. Hún er búin að lesa mig tíu sinnurn, hurrdrað sinnum. Ég er dásamlegt bréf. Lesið þið mig og þið nrunuð ekki efast um að þetta hérna er hin eina sanna ást. . . . N ú var það vasaklúturinn sem tók til máls: — Hún hefur grátið á hverjum einasta degi undanfarið. Það er rétt að hún hefur lesið þig upp aftur og aftur, en ekki hefur hún neina gleði af því. Síðan hún fékk bréfið lrefur lrúrr bögglað mig saman milli þess sem ég lref verið að þurrka af henni tárin. Hún getur ekki haldið neinu leyndu fyrir mér. Hún er óhamingjusöm. — — Æ, segðu ekki þetta, sögðu hin einum rónri. Er hún óhamingjusöm! En hvað það er raunalegt. — Hann hefur yfirgefið hana, uppástóð varaliturinn. — Hann lrefur ekki viljað standa í því að láta lýsa með þeim, sagði vegabréfið. — Ægilegur maður er þetta, sagði nagla- þjölin. — Heyrið mig, sagði púðurdósin. Getum við ekki gert fyrirspurn til bréfanna? Hvern- ig er það, náðugu bréf, er nokkurt uppsagn- arbréfi innan um ykkur? Það varð andar- taks þögn. Svo heyrðist aftur skrjáfa í bréf- unum. — Nei, hér eru aðeins góð, vingjarnleg og ásiúðleg bréf. — Fyrirtak, þá er ekki allt vonlaust. — Ef til vill eru foreldrarnir móti hjóna- bandinu, sagði lyklakippan. Peningabuddan tók fram í: — Þeim finnst auðvitað þau vera of fátæk til þess að fara að stofria heimili. Þarna höf- um við ástæðuna. Við vitum að smjör, mjólk og brauð hefur hækkað enn þá einu sinni og íbúð er alls ekki hægt að fá. . . . — Þetta eru auðvitað alvarlegir hlutir, sagði púðurdósin, en þau geta haldið áfram að láta sér þykja vænt livort um annað fyrir því.... — Kærleikurinn sigrar allt, sagði varalit- urinn, lágri ástríðuþrunginni röddu. — Ef til vill er hún afbrýðisöm út í ein- MF.I.KORKA 17

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.