Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 22

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 22
ÓLI eignast litla systur Kftir Vibeke Dahl, lækni Óli hafði lengi vitað að hann myndi eignast litla systur eða bróður. Hann hafði fylgzt vel með því hvernig mamma varð feitari og feitari, og hann hafði hlakkað ósköp mikið til að eignast leikfélaga. Hann varð því fyrir miklum vonhrigðum. þegar hann komst að raun um að þetta var ekki „reglulegt" barn, heldur h'till böggull, sem alltaf þurfti að taka tillit til, nú vantaði hana mat, þá þurra bleyju, mamma var alltaf önnum kafin yfir litla barninu, svo að Ófa fannst hann alltaf settur hjá. Hann varð hraðilcga afbrýðisamur gagnvart litlu telpunni. Þegar mamma gaf henni að sjúga, þurfti hann líka að hanga utan í mömmu og það var dálítið þreytandi. Mamrna reyndi í fyrstu að halda honum frá sér með því að segja: „Farðu nú og leiktu þér að bílnum þínum" eða: „Láttu mig nú vera, það er ómögulegt að hafa þig hér rétt á meðan ég gef henni Lillu." Þetta hafði auðvitað cngin áhrif. Óli varð erfiður, hann varð fýldur, og vildi alltaf gera eitthvað annað en hin stungu upp á. Þegar honum datt eitthvað í hug var hann svo stífur að engin leið var að fá hann ofan af því aftur. Með þessum þráa og stffni varð hann allur annar drengur en mamma og pabbi höfðu vanizl, og ef maður vissi ekki hvað lægi að baki þessu, gæti óathugul móðir haldið að drengurinn væri „óþekkur" og þyrfti bara flengingu. Óli sýndi það hins vegar með ýmsu móti hver ástæðan var fyrir óþekktinni. Hann lézt vera smábarn og gat ekki lengur borðað hjálparlaust, hann var alltaí að biðja mömmu aðstoðar við allt sem hann áður hafði verið svo hreykinn af að geta sjálfur. Hann fór að sjúga puttann Iiinar þröngsýnu horgarlegu skoðanir á kon- unni í auðvaldsþjóðjélaginu. Við mætum sjaldan þroskaðri hyltingarkonu í liókum lians. Þegar hann skrifaði stærstu verk sín, var hún ekki ennþá vöknuð. En hann skildi hvers vegna hún var þræll og að það var að- eins víðsýni sem skorti til þess að einmitt hún tæki að neyta krafta sinna við að reisa frjálst og réttlátt þjóðfélag. Og í smásögunni Fri- hedens fe (Dís frelsisins) gerir Nexö jóhönnu að sjálfu tákni frelsisins. Fegurri traustsyfirlýsingu hefði Martin Andersen Nexö ekki getað gefið okkur. Finnst þessum alvarlegu snáðum nf litið liugsað um sig? aflur, og þó var tangt síðan hann hætti því. Nokkrum sinnum pissaði hann í buxurnar, aðcins til að fá mömmu til að hrópa upp yfir sig: „Er nú engillinn hennar mömmu blautur aftur," cins og hann hafði heyrt hana segja svo oft við litlu teliruna. Oft stakk hann upp á því við mömmu, að þau skyldu leika að hánn væri lítið barn og þyrfti bleyju. Kvöld nokkurt voru gestir og allir, jafnvel Páll frændi, sem annars var svo hrifinn af Óla, stóðu yfir rúmi litlu systur, en enginn tók eftir Óla þar sein hann sat á rúmi sínti, þá hrökk út úr honum: „Þykir þá enguin lengur vænt um mig?" Þá skyldi mainma að það þurfti að sýna Óla sérstaka nærgætni og ást á þessu tímabili. Það var farið með hann eins og litla barnið þegar honum fannst hann þttrfa þcss, og þegar hann heimtaði dag nokkurn að fá lfka að sjúga, var sagt: „Það er þér velkomið." Þegar hann hafði reynt það fannst honum það ekki nærri eins gott og liann hafði lialdið. Jafnframt hvxslaði mamma því að Óla hvað margt væri unnið við að vera stór. Þarna gat hann farið út með mömmu og pabba, en þurfti ekki að sofa allan daginn. Það var líka auðvelt að fá Ola til að passa litlu systur; það citt að gcta sýnt hvernig ætti að halda á henni, setja púður á litla bossann og þurra bleyju á hana, var honum mikið ánægjuefni og hann þurfti ekki lengur á stífni og fýlti að halda til að draga að sér athyglina. Það var auðvitað talsvert aukaverk fyrir mömmu að greiða þannig úr flækjunni, en það borgaði sig að gera það strax, áður en Óli hefði alveg gefið sig stífninni á vald og áður en samkomulagið milli hans og Lillu eyði- lagðist með öllu — en það hefði getað truflað heitnilis- friðinn svo árum skipti. , , (Þytt). 22 MÆLKQRKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.