Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 24

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 24
(22i4) frá fit er prjónað stuðlaprjón, ein sl„ ein br. Eftir 1% era. er prjónaður gataprjónn: *1 sl., 1 br. Bregðið bandinu um prjóninn, prjónið saman 2 br. Endurtekið frn * og endað á 1 sl. I’rjónið síðan 114 cm. Fellt af. Bakslykkið prjónist eins og frainstykkið, nema þá er fellt af geiranum sjötta hvern pr. í staðinn fyrir annan hvern. Pegar buxnastykkið mælist 20(4 (22%) cm. frá fit er prjónað eins og nú segir til þess að bakstykkið verði nógu stórt: Prjónið einn pr. þar til eftir eru 4 1„ snúið þá við og prjónið næsta pr„ þar til eftir cru 4 1. Snúið þá aftur og prjónið þar ti) eftir eru 8 1. Snúið og prjónið þar til eftir eru 8 aftur. Haldið svona áfram fram og aftur og prjónið alltaf 4 1. minna í hvert sinn. Þegar 16 1. eru eftir á pr. hvorum megin, er prjónað stuðlaprjón 1 sl„ 1 br„ eftir 1% cm. er gataprjón, eins og á framstykkinu. Síðan 1% cm. og fellt af. Frágangur: Hinir ýmsu hltitar eru prcssaðir lítillega á röngu. Saumið kjólinn saman og hneppið á öxluin með hekluðum lykkjtim og hnöppum. Saumið upp faldinn. Saumið buxurnar saman í hliðum og í klofi og takið síð- an upp.85 1. á pr. nr. 2% í kringum hvorn fót og prjónið 2 cm. stuðlaprjón, 1 sl„ 1 br. Fellið síðan af og látið teygjuband í liuxurnar að ofan. t Úoalj? Jjía jaj>önslzum konum til allía Izúenna í Leimi Snemma morguns 1. marz 1954 var bandarískri vetnis- sprengju varpað í tilraunaskyni á Bikinieyjar í Suður- Kyrrahafi. Þrem stundum eftir að sprengingin var gerð, tók geislavirk aska að falla í sjóinn. Tuttugu og þrír jap- anskir fiskimcnn á skipinu Fukuryu-Maru, sem höfðu verið að veiða túnfisk um 150 sjómílur frá eyjunum, fcngu yfir sig þessa geislavirku ösku. Suzue, kona Shinzo Suzuki, sem var á Fukuryu-Maru, hefur skýrt frá líðan hans eftir að hann kom heim, þann 14. marz. „Maðurinn minn var nærri óður af kláða um- hverfis eyrun og f hnakkanum. Morguninn eftir var hann þakinn útbrotum og þjáðist af kláða um allan lfkamann. Hann bylti sér fram og aftur f rúminu, eins og maður með hitasótt og hl jóðaði af viðþolslausum kvölum." Hin- ir sjómennirnir voru einnig illa haldnir af magaverk, niðurgangi, þreytu og öðrum sjúkdómseinkennum, sem er greinilegt mcrki geislaverkunar. Engin lækning ó sjúkdómnum Nú sem stendur eru sjómennirnir undir læknishendi á ríkisspítala og þeir eru enn, jafnvel eftir 120 daga, hættulega veikir. Þeir hafa hita, lystarleysi, hárlos og sár um líkamann. Alvarlegasta afleiðing sjúkdóms þeirra er samt sem áður skemmdir á blóðmyndunarlfffærum, meðal annars á beinmergnum. Á húðinni voru ekki ein- ungis brunasár, heldur voru húðfrumurnar einnig eyði- lagðar af geislavirku ryki og drep hlaupið í holdið. Þetta leiddi til þess að rauðu og hvftu blóðkornunum hafði fækkað að miklum mun. Læknavísindi nútfmans hafa ekki fundið ráð við sjúkdómnum. Sjúklingarnir eru rúm- fastir og mega ekki umgangast fjölskyldur sínar. Þeim hefur verið sagt að þeir verði að vera undir læknishendi á meðan þeir lifa. • . ■ Fjórtán af þessum tnttugu og þrem sjúklingum eru ó- kvæntir menn. Vegna geislasjúkdómsins hafa þeir misst löngun til að kvænast, þar sem þeir eru hræddir um, að þeir eignist vansköpuð börn. Einn þeirra hefur í örvænt- ingu sinni látið þau orð falla, að hann hefði viljað varpa vctnissprengju á Bandaríkin, til þess að Bandaríkjamenn gætu gert sér ljóst, hvflfka eymd og kvalir hann og félag- ár hans þurfa nú að þola. Samt segja flestir þeirra, að þeir álíti að enginn maður ætti að líða slíkar andlegar og líkamlegar þjáningar, og að þeir óski þess af heilum hug, að atóm- og vetnissprengjur verði bannaðar. Við, þorum varla að snerta mat Það eru ckki einungis þessir 23 sjómenn, sem verða að gjalda þessarar hræðilegu sprengjutilraunar. Vetnis- sprengjutilraunirnar hafa valdið ósegjanlegum kvfða, og ógna bæði lífi og neyzluvöru Japana. Japanir lifa aðal- lcga á fiski. Það var því mikið áfall fyrir þá, þegar þeim var sagt að ýmsar tegundir þess fiskjar, sem veiddur hef- ur verið, sé geislavirkur. Ástæðuna er ekki að rekja til geislavirks ryks, heldur stafar hún frá sjónum og geisla- virkri átu, sem fiskurinn hefur nærzt á. Við erum mjög hrædd um að gcislaverkun hafi áhrif á fiskistofninn og leiði til þess, að ýmsum fiskitegundum fækki og að fiski- mið hverfi. Grænmeti, ávexlir og drykkjarvatn sýna einnig mikla geislaverkun og það veldur okkur áhyggjum að þurfa að neyta þcirra. Eftir að heilbrigðismálaráðuneytið hafði rannsakað aflann með geiger-mælita:kjum, fleygðu sjó- mcnn þúsundum tonna af túnfiski og öðrum fiskiföng- um. Margir hafa neitað að kaupa fisk til matar. Af þcssti leiðir efnislcgt og andlegt tjón, sefn orð fá ekki lýst. Végfia þessarar ægilegu reynslu hafa Japanir lýst skelf- ingu sinni oggreinju yfir tilraunum mcð vetnissprengjur og framleiðslu þeirra. 24 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.