Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólajsdóttir, ReykjahlíÖ 12, Reyhjavik, simi 3156 ■ Þóra Vigfúsdóttir, Þing/ioltsstrœti 27, Reykjavik, simi 5199 Útgefandi: Mál og menning AVARP frá Menningar- og friðarsamtökum íslenzkra kvenna íslenzkar konur og mœður! Sívaxancli framleiðsla kjarnorkuvopna hef- ur að dómi stjórnmála- og vísindamanna viðsvegar uni heim aukið óhugnanlega hœtt- una á að til kjarnorku-styrjaIdar kunni að draga milli stórþjóðanna, þarsem kjarnorku- og vetnissprengjum yrði kastað á borgir og bæi, jafnt sem þýðingarmiklar hernaðar- stöðvar. Og enginn spyr um hvor aðili beri sigur úr þeim hildarleik, heldur hvort nokk.ru yrði bjargað, mönnum eða menn- ingu. íslenzka þjóðin verður að horfast i augu við þá staðreynd að höfuðborg hennar meö þriðjungi landsmanna er í fárra kilómetra fjarlœgð frá einum stœrsta liernaðarflugyelli heims, sem myncli að dómi hernaðarsérfrceð- inga verða eitt af fyrstu skotmörkum i nýjum styrjaldarátökum og Reykjavik því óhjá- kvœmilega ofurseld dauðaregni kjarnork- unnar, ef sprengju yrði kastað á Keflavikur- flugvöll. Því er lif okkar allra sem Island byggjum undir þvi komið að friðaröflin sigri i heiminum, og hœgt verði að knýja stórveld- in til aðsemja um deilumálin. Heimsfriðarhreyfingin — en innan henn- ar starfar m. a. Alþjóðasamband lýðrœðis- sinnaðra kvenna með 130 milljónir kvenna i samtökum sinum — ncer orðið með áhrifum sinum til mikils meirihluta mannkyns, og er það trú forystumanna hennarað með nógu voldugum samtökum og mótmœlum megi skapa svo sterkt almenningsálit móti styrj- öldum að stórveldin verði knúin til þess að taka upp samningaleiðina i stað þess að láta vopnin tala. Þvi er nú hafin i hverju landi jarðar og einnigá íslandi undirskriftasöfnun aðávarpi þvi sem Heimsfriðarráðið samþykkti í Vin 19. jan. 1955 þarsem þess er krafizt að birgð- ir kja.rniorkuvopna i öllum löndum verði eyðilagðar og framleiðsla þeirra stöðvuð. Það eru einkum konurnar, mceður kyn- slóðan na i öJlum löndum, sem beita sér með eldmóði hugans fyrir undirskriftasöfnun þessari, konurnar sem sáu heimili sin lögð i rúst i siðustu styrjöld og syni og eiginmenn MELKORKA 35

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.