Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 16

Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 16
LAUSARABB Eftii Drlfu í'iðar Vetur er úr bae. Sumarið er að koma þegar þetta er skrifað. Það er kom- in græn nál og heyrzt hefur í lóu. Við getum farið að taka aftur fram vetrarfötin okkar til að klæða af okkur kuld- ann á suinardaginn fyrsta. Veturinn hefur ekki verið í merki atburðaleysis; á hafa skipzt skin og skúrir. Þjóð- leikhúsið virtist ætla að gerast róttækt í haust og framan af vetri og vekja menn til umhugsunar. Margar bækur ftafa komið út á árinu, til gagns og gamans og þroska, líka hellingur af leiðinlegum bókunt og blöðum og tíma- ritum koma hér i búðir, og tel ég alltaf ,.Reáders Digest" þar fremst í flokki. Um leiðinlegan mann heyrði ég eitt sinn sagt, að hann væri einhver bezt ..Readers Digest“-menntaður maður er nú væri uppi. Málverkasýningar hafa verið frekar fáar of veturinn, og sakna ég þess mikið að s\ ningarskáli As- mundar Sveinssonar skuii ekki halda áfram og það fyrir fullum seglum eins og stundum hefur verið. En þær sýn- ingar sem verið liafa voru flestar merkar og heildarlegar, sýning Schevings, Kjarvals, Harðar Agústssonar, Rómar- sýningin svo kallaða, sem var góð yfirlitssýning yfir ís- lenzka nútímalist, sýning tveggja ungra málara sem ef- laust eiga eftir að koma meira við sögu seinna meir. Allt'- af er jafngaman að fá Tímarit Máls og menningar upp í hendurnar. Fróðlegt verður að vita, hvernig Birtings- mönnum tekst að halda sínu nýja tímariti á flugi svo arnsúg dragi af. Skuggai' vetrarins hvíla þó yfir og eun eru fannir í hlíðum og sumstaðar ófærur. (Verkfallið er enn óleyst og var ekki nema við |>ví að búast af vinnuvcitendum að þcir vildu halda lífskjörum vinnandi fólks niðri. Allir þykjast þó vilja alþýðunni vel og vilja fá hana til að kjósa sig). Sitthvað hefur líka heyrzt um það, að menn lifðu á okri, byggðu dautt fé á leigu. Kuldi og vatnsleysi hafa þjáð þá í vetur, sem verst eru komnir í húsnæðismálum. Stéft ef stétt skyldi kalla. Einn þeirra sem færir í letur, segir svo vel frá sjómönn- um, annar frá bændum, en enginn segir frá húsmóður- stéttinni, líklega af því þær eru engin stétt, eru hvorki stéttvísar né geta verið ]>að. Konitr munu seint standa saman bara af þvf þær tilheyra húsmóðurstétt. Við eigurn saminerkt í því. að koma kjagandi á grjót- hörðum götunum með mjólkurflöskurnar cina ferðina, nýlenduvörur aðra, í soðið þriðju ferðina. Við hittumst í sífellu á þcssu rambi, heilsumst hressilega fyrst, kinkum síðan kolli, lítuin loks niður. Einni húsmóður mæti ég alltaf á þessu vakki mínu. Við heilsumst og verður henni á orði: „Ætli við séum ekki bráðum gengnar upp áð hné eins og Móri." Húsmóður þekki ég sem vinnur titi, en tekur húsverk- in með áhlaupi við og við. Stundum er inni hjá henni eins og eftir loftárás. En hún er alltaf í góðu skapi, mun- ur en margar sem eru alltaf að pússa og fægja og verða illar ef stigið cr inn á gólf hjá þeim. Konu j>ckki ég sem býr með þrjú börn í sumarbústað skammt frá Reykjavík, J>ar sem ekki er rennandi vatn frckar en í bröggunum og algjörlega þægindalaust, hún fer út og þénar J>rjá daga vikunnar. Margar veit ég um sem hafa heimavinnu fyrir utan hin venjulegu heimilisstörf og J>essar konur segja allar: mun- ur en í gamla daga. Hvað sein þær eiga við með J>ví. Oft býr |>essi óstéttvísa stétt ekki við nein sældarkjör. Flestum J>ykir nóg að hugsa um sitt heiinili, og allar vilja eiga þokkalegt heimili og kaupa sér fallega muni til að umgangast og sumar vilja bara vera stofustáss innan um þessa muni og eru að stytta sér daginn með J>ví að bóna og pípóla og kalla J>að gjarnan skyldustörf. Konur gera sér allt að vinnu. Til dærnis getur ekki um- komulausara en karlmann í fríi, en kona á aldrei frí. Hún notar |>á friið til að leggja á sér hárið, megra á sér kálf- ana eða þvíumlíkt. Þær sem vilja hafa tíma til þess. Þessi óstéttvísa stétt stendur alltof lítið saman. Þó að samtök þeirra gætu valdið ýmsum þægindum, t. d. heim- sendingu mjólkur, aukinna nauðsynja eins og t. d. inn- flutningi á gönguhæfum skóm, ganga J>ær sig fyrr upp að hnjám á kvarthælum lil þess að þrisækja mjólk og tvf- sækja nýlenduvörur heldur cn að snúa bökum saman og mynda með sér samtök. En sumar geta ekki kvartað fyrir sig og er ]>á sama um hvað hinum líðtir. Öskjuhlíðin. I fyrra voraði snemma. Þegar ég gekk Jrangað einn góð- viðrisdag, voru komnir fíflar, ljónslappi, blóöberg og lambagras og fleiri lágvaxnar jurtir, sem enginn sér né veit um, fyrr en komið er alveg að þeiin, og Öskjuhlíðin ilmaði móti mér og var ilmurinn frá þessum litlu jurtum. 48 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.