Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.05.1955, Blaðsíða 23
AÐ FINNA TIL Smásaga eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur Stelpunóran stóð í flæðarmálinu og lék sér að því að fleyta kerlingum eftir sléttum sjón- um. Hiin var stuttklædd og berfætt, en ljós hárlubbinn var fléttaður í tvo tíkarspena, sem stóðu út í loftið ofan við eyrun. Ahð og við hljóp Iiún léttfætt um fjöruna og leitaði að flötum smásteinum til að flevta. Hún liló þegar volgur sandurinn kitlaði hana í iljarnar og gaf sér tíma til að láta hann renna milli útglenntra tánna. Það skríkti í henni af gleði yfir því að vera til og leika sér. í malarkambsbrúninni teygði baldursbrá blómin upp úr mölinni og breiddi þau ljóm- andi hvít móti ágústsólinni, en nokkrir máf- ar flögruðu letilega yfir ströndinni, telpan henti steini á eftir einum þeirra, en hitti ekki. Henni var alveg sama, hún ætlaði í rauninni ekki að gera fuglinum neitt, það var aðeins leikur í henni. Alltal' er einhver strákanna meiddi máf fannst lienni það ljótt. Máfurinn fann víst til rétt eins og fólk, það hafði að minnsta kosti alltaf verið sagt við hana. Þó gat hún ekki ímyndað sér livernig það væri að finna til sársauka, því að hún mundi ekki eftir að hafa nokkurn tíma fund- ið tih Kannski hafði hún aldrei m'eitt sig? Eða var luin bara búin að gleyma hvernig það hafði verið? Hún hætti snöggvast að leika sér og horfði hugsandi út í loftið. Hún var eittlivað svo undarleg þessa daga og henni datt svo margt skrítið í hug, sem aldrei áður hafði livarflað að henni. Eins og í gærkveldi, þegar hún var á leiðinni út á Grýtareyri, fannst henni himinninn allt í einu svo falleg- ur — öðruvísi en nokkru sinni fyrr — skvin voru líka græn. Hún hafði staðiðkyrr í lang- an tíma og liorft á þau og eitthvað heitt fór um hana. Aldrei áður hafði hún fundið slíka tilkenningu eða vitað hve það er gott að horfa á það sem er fallegt. Þegar hún kom heim reyndi hún að segja systur sinni frá því, að hún liefði séð svo falleg ský. Fagurgrænt ský, sem Idykkjaðist áfram og teygði sig eftir rauðu skýi, senr var svo þungt og stórt að það var eins og það gæti ekki lengur svifið svona uppi í loftinu, en myndi hrapa niður þá og þegar. En systir lrennar liafði gert grín að öllu saman og sagt að ský væru ekki græn og þetta væri ekki fyrsta vitleysan, sem ylti upp úr henni. Þá hafði stelpunóran skamnrast sín og lrugsað sér að tala ekki oftar um fegurð lriminsins. Nú konr hún auga á baldursbrána í malar- kambsbrúninni og andlitið á lrenni ljómaði af áhuga meðan hún stakk fimunr fingrum milli steinanna og losaði blómið upp með rótunr. Síðan lianrpaði lrúír því í lófa sér og talaði við það í gælutón: „Nú á ég þig, litla blónr, og ætla að fara nreð þig lreim og láta þig niður f garðinn nrinn — ég skal passa þig mjög vel.“ Hún velti vöngum og gerði sig góða í franr- an á meðan hún talaði við blómið og aftur fór undarlegur hiti um hana, svo liana lang- aði til að hlæja og gráta í einu og til að vera góð — mikið góð. Svo lagði hún blómið var- lega frá sér á stein til að geyma það og fór aftur að leika sér að kasta steinum í sjóinn. Hún gleymdi blónrinu sínu. Ofar í fjöruborðinu sá hún góðan stein, senr myndi vera gott að fleyta. Það var áreið- anlega hægt að fleyta lionunr tíu skellur eða MliLKORKA 55

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.