Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 4

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 4
Úr Indlandsdagbók Eftir Anði Sveinsdóttur Eftir tíu daga siglingu frá Honkong kjomum við til Bombay. Sjóferðin er á enda, um Kínahaf, Bengalflóa og Arabíu- haf, með viðkomu og ferðalögum í Singa- pore og Ceylon. Indverska samferðafólkið átti sinn þátt í að varpa ævintýraljóma á þessa ferð. Síðkvöldin sem við hlustuðum á Indverjana syngja og segja sögur, þar sem þeir sátu í hring á þilfarinu undir silfur- birtu tunglsins í búddastellingum eða flöt- um beinum og búnir að draga skó af fót- um sér, verða okkur minnisstæðari en dansleikir og bíó í samkvæmissölunum. Áður en skipið er komið að bryggju koma sendimenn frá indversku ríkisstjórn- inni að taka á móti okkur. Þeir bjóða okk- ur velkomin með því að hengja um háls okkur gríðarstóra og litfagra blómsveiga, hnýtta úr ferskum rósum með gylltum böndum. Svona skreytt förum við frá borði, samferðafólki okkar til mikillar undrunar og skemmtunar. Okkur er ekið á Taj Mahal hótel. Lögreglubíll með sírennublæstri ekur á undan okkur en fylgdarlið í öðrum bíl á eftir. Taj Mahal hótel er ein af þessum stóru austurlenzku gistihöllum og stendur við Indlandshliðið svonefnda, Gate of India, á einum fallegasta stað í Bombay með útsýn yfir flóann. Herbergin okkar eru loftkæld og mjög smekklega búin. Ganggólfin fyrir framan eru úr hvítum spegilgljáandi mar- mara. Þar sitja þjónar með túrbana á víð og dreif um gólfin, hreyfingarlausir einsog myndastyttur, en spretta upp um leið og gengið er framhjá. Strax eftir komuna á hótelið var stofnað til blaðamannafundar. Okkur kvenfólkinu er fengin í hendur dagskrá um næstum hverja mínútu þeirra daga sem dvalið er í Bombay, og um leið og blaðamannafund- inum lýkur er ekið af stað eftir áætluninni uppá Malabarhæð, þar er skrautbústaða- og skemmtigarðahverfi og útsýni yfir borg- ina. Hérna uppá hæðinni veita fylgdar- menn okkur ýmsan fróðleik um Bombay, borgina og ríkið. Borgin er mesta hafnar- og iðnaðarborg indverska lýðveldissins, hér búa unr þrjár miljónir manna, enBombay- ríki sjálft er eitt af 29 ríkjum lýðveldisins og hefur yfir 40 miljónir íbúa. Um kvöld- ið heldur menntamálaráðherra Bombay- ríkis okkur veizlu þar sem boðnir eru menntamenn og skrifstofustjórar og em- bættismenn, ásamt nokkrum gömlum kunningjum Halldórs í Bombay, svo sem hinni fallegu og aðlaðandi frú Wadia sem er formaður indverska PEN-klúbbsins, og nokkrum útlendingum. Morguninn eftir er okkur sýnd borgin, lielztu byggingar, garðar og marínlífið á götunum. Fólkið streymir úr sporvögnum og strætisvögnum til vinnu. Ljósklætt og litskrúðugt, flest klætt á indverska vfsu. Kvenfólkið er aldrei í kjólum, heldur vaf- ið dúkum, sex metra löngum, sem kallað- ir eru sarí. Karlmennirnir eru með ýmsu móti, sumir nokkuð evrópulegir, snögg- klæddir í Ijósum skyrtum og buxum, aðr- ir í hnésíðum jökkum hnepptum uppí háls og hvítum mjög þröngum buxum; enn aðrir liafa aðeins mittisklæði úr lrvítum dúk vöfðum ekki óáþekkt því sem barns- reifar eru vafðar. Hvítir bátar („fore and 40 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.