Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 5
aft“) eru einkennishúfur stjórnarflokksins (congress-flokksins). Shikarnir eru í átt við það sem á reykjavíkurmáli er kallað gæa- legur. Þeir klippa ekki hár sitt af trúará- stæðum, en vefja það upp í hnút undir stóra og litfagra vefjarhetti og alskeggið vinda þeir einnig upp og hafa utanum það hálrnet, mjög snyrtilega. Þegar komið er útúr miðbænum eru flestir berfættir, kven- fólk með rauðmálaðar iljar og marga þykka silfurhringi á öklum og hringi á tám, en táhringir eru giftingahringir, eyrnalokka, armbönd upp eftir öllum handlegg og stundum nefhringi. Þær eru yfirleitt laglegri, beinvaxnari og mýkri í göngulagi en stallsystur þeirra í Evrópu. Börnin striplast alsber á götunni, fallega sköpuð með stór ógleymanlega svipmikil augu en oft átakanlega mögur. Þetta ber- fætta fólk á kannski ekki allt eins bágt og maður heldur, en mikið eru sprungnir og sárir á því fæturnir og margir bera merki sjúkdóma. Sumt af þessu fólki virðist búa búi sínu á gangstéttunum, eða eiga heima á bersvæðum hér og hvar í borginni; það er að rísa úr rekkju af svolitlum bleðlum á stærð við handklæði, og konurnar fara að elda mat í örlitlum pottum eða dósum, við eld sem logar í nokkrum tágum, það er einsog börn væru í mömmuleik. Þennan sama morgun förum við í heim- sókn til landstjóra Bombayfylkis. Vopnaðir verðir eru á strjálingi meðfram öllum veg- inum gegnum hallargarðinn og við garðs- hliðið. Við hallardyrnar tekur á móti okk- ur urmull hvítklæddra þjóna með gríðar- rnikla hárauða túrbana og gylt skraut. Loks kemur landstjórinn einsog aldraður góðbóndi og býður okkur til stofu. Strax er komið með kaffi og húsbóndinn hellir sjálfur í bollana, því hann er ekkjumaður, segir hann, en alls ekki piparsveinn; og bætir því við að sem betur fer séu ekki aðr- ir piparsveinar í indversku stjórninni en Krishna Menon. Þeir Halldór ræðast við í tæpan klukkutíma. Melkorka Auður og Halldór Laxness, Halla liergs og frú Gafoor frá Bombay Nú rekur liver veizlan aðra, og alskonar samkomur þar sem ætlazt er til að Halldór flytji ræður og fyrirlestra, t. d. í PEN- klúbbnum, Blaðamannaklúbbnum, út- varpinu o. s. frv., og líka er farið í ferða- lög. Hvenær sem við skreppum heim í hótel okkar bíða einhverjir við herbergis- dyrnar, blaðamenn, ljósmyndarar, teiknar- ar, skáld, rithandasafnarar og líka stund- um spekingar og sérvitringar. Halla Bergs hefur nóg að starfa að sinna erindum sem Halldór kemst ekki yfir. Indverjar eru sannarlega ekki afturúr í auglýsingastarf- semi nútímans, blaðamennsku og því sem henni fylgir. Einn daginn erum við boðin til veizlu hjá forsætisráðherra Bombay sem haldin er Sokamó forseta Indónesíu og einum ráðherra hans. Þetta var fámenn veizla og ekki aðrir útlendingar en heið- ursgestirnir og við þrjú frá íslandi. Sok- arnó er snaggaralegur maður, hann var klæddur í ljósan herforingjabúning með svart fes á höfði, sólgleraugu og greyptan gullbúinn marskálksstaf. Á meðan á mál- tíðinni stóð skipti hann um gleraugu í sí- fellu og hafði mörg pör af þeim í hrúgu fyrir framan sig. Hann er sléttmáll, hlátur- mildur og þægilegur. Síðasta veizlan að sinni í Bombay var á heimili frú Sofíu Wadiu; maður liennar er af þjóðerni parsa 41

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.