Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 12
Um barnabækur og fleira 1' Í! i] Stefán Jónsson í öndverðum scptembermánuði 1957 skrifaði Jónas Arnason, rith. grein í Þjóðviljann um haus þann, scm fór til tunglsins og fleira nokkuð út frá iiausi þeim. Grein Jónasar fæddi af sér aðrar greinar margar, vakti mikla eftirtckt og umtal mikið. Meðal margs þess, er bar á góma í grein Jónasar, varð þar séð, að tómlátir um íslenzkar bókmenntir höfðu honum þótt gamlir skipsfélagar sínir og lásu þó mjög. Ástæðuna fyrir tóm- lætinu taldi Jónas þá einkum, að íslenzkir höfundar og séstaklega hinir yngri þeirra væru vaxnir frá lífi al- þýðunnar, þekktu ekki lífsviðhorf hennar og kynnu því ekki að skrifa að liennar skapi. Síðan komu þeir hinir, urðu margir og andmæltu þessari kenningu Jónasar, sumir með þykkju, aðrir af steigurlæti, nokkrir af hógværð. Til voru þeir, sem með upptalningu vildu sanna, að skoðun Jónasar væri röng. Bentu þeir á þennan og hinn meðal ungra skálda og rithöfunda, unz flestir voru taldir, sögðu, sem satt var, að allir þessir hefðu unnið fyrir brauði sínu í sveita sfns andlitis með alþýðunni og hlytti að þekkja sjónar- mið hennar og lífskjör. Þetta sögðu þeir satt, en skoðun Jónasar varð ekki röng vegna þeirra sanninda. Skoðun hans er röng að því leyti, að það er ekki fyrst og fremst alþýða manna, sem sýnir íslenzkum bókmenntum tóm- læti. Stéttaskipting hér á landi er fremur óljós, og ekki eru það nein ný sannindi. í andlegum efnttm hefur hún af eðlilegum ástæðum ávallt verið einhver, en ekki takmarkast þar við ytri kjör. En þegar talað er um alþýðu landsins, skilst mér, að fyrst og fremst sé átt við þá, sem erfiðisvinnu stunda, þá, sem ekki hafa lagt fyrir sig langskólanám og þá, sem ekki hafa rýmri fjárhag en svo að nægi til hnffs og skeiðar. Skipsfelagar Jónasar kunna að hafa tilheyrt þessari stétt manna, en dæmi þeirra sannar ekkert um hókmenntamat alþvð- unnar, því að scm slíkir hafa þcir ekki verið fulltrúar hennar. Af frásögn Jónasar er ljóst, að þcir voru full- trúar miklu stærri hóps. Þeir voru fulltrúar almennings, fólks allra stétta, fjöldans. Nú er ekki fyrir það að synja, að i röðum almennings kunni, hvað viðvíkur þeim skoðunum, sem félagar Jónasar höfðu, að finnast flest fólk úr alþýðustétt. Það væri mjög eðlilegt, en er önnur saga. Það er næstum barnalegt af talsmönnum ungra höf- unda að fara að telja upp, hve margir þeirra hafi unn- 48 ið í sveita síns andlitis fyrir brauði sínu. Það breytir engu. Eins og sakir standa, vinna Jreir ekki að ritstörf- um fyrir almenning. Ástæða þess er tnjög skiljanleg og einföld. Þeir geta ekki sætt sig við það, geta ekki gert svo lítið úr sér. Listrænar kröfur alinennings eru ekki á því stigi, að ungur höfundur, sem nokkurs metur list sína geti orðið við þeim. Ungir höfundar kjósa fremur að reyna krafta sína og hæfileika á öðrum sviðum, Jró að samkeppnin sé harðari Jrar. Enda Jjótt tilburðir jx'irra við að vekja þar á sér athygli, séu stundum æði broslegir, jafnvel fáránlegir, skyldi það engan undra. Ungir höfundar skrifa ekki fyrir almenning. Það er staðreynd. Ef til vill hugsa Jrcir sumir hverjir ekki svo mjög um líf hins almenna manns, að þeir fái notað það í verk sín, en Jró að svo væri, myndi Jiað ekki stoða. Almenningur er Jjeim nefnilega fjandsamlegur. Sann- leikurinn er sá, að almenningur les hvorki bækur Jón- asar Árnasonar né greinar hans. Það gerir aðeins viss hópur manna og sá hópur er úr öllum stéttum. Vcl veit ég Jrað, að Jónas Arnason mun eiga sér stærri lesanda- hóp en flestir aðrir ungir höfundar, en ]>ó takinarkast sá hópur af þeim aðeins, sem hafa yndi af velskrifuð- um bókum. Sjálfur þekki ég fjölda fólks, sem ekki hef- ur veitt Jjví athygli, hve góður stílisti Jónas er og aðra, sem ekki vita, að hann hefur gefið út bækur. Þannig er almenningur. Ég átta mig annars illa á þessu með hausinn, sem fór til tunglsins. Ég held, að eitthvað annað í sögunni hafi komið illa við piltana. Ef ég þekki þá rétt, held ég, að Jrað hafi getað átt prýðilega við smekk þeirra, að haus færi til tunglsins. Illa þekki ég líka vikuritin, sem þeir l.ásu, hafi ekki þar verið meiri fjarstæðu að finna. Eftir því sem eitthvcrt efni er fjarstæðufyllra og sett fram af meiri lágkúruskap er meiri von til að almenningur gefi Jrví gaum. Vel á minnzt. Vikuritin. Hvers vegna skyldi slíkur fjöldi þeirra vera gefinn út hér? Vegna þess eins, að þau eru mikið keypt og mikið lesin. Efni þeirra svarar til bókmenntasmekks almennings, það er að segja Jress hluta hans, sem yngri er að árum. Sá eldri hlut- inn finnur sína Guðrúnu frá Lundi og hennar líka. En Jrað er fleira en Jjetta tvennt, sem er til vitnis um smekk almennings eða Jress hóps, sem fjölmennastur cr f hverri atvinnugrein. Mætti í því sambandi minna á kvikmyndirnar. Mikill meirihluti fólks virðist ekki aðr- MELKORKA J

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.