Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 13
ar myndir vilja sjá en þær, sem sneyddar eru öllum menntandi tilgangi. Séu þær myndir sýndar hér, sem annaðhvort að efni eða búningi eru með listrænu sniði, standa sæti kvikmyndahúsanna auð cftir fáar sýningar aðeins. Myndir Chaplins eru þó undantekning, því að fjöldinn getur hlegið að þeim. Er það reyndar ágætt dæmi um það, hvers hanu er megnugur, þegar hann getur afgreitt myndir Chaplins með hlátrinum einum. Hvernig skyldi það svo vera með aðsókn fjöldans að þeim leikritum, sent liér eru sýnd? Um það þarf engum orðum að eyða.Hér er allt á sömu bók lært og sama hvort litið er til bóka eða blaða, kvikmynda eða leik- húsa eða útvarpsefnis. Almenningur nennir ekki að hugsa, Injóta til mergjar. Vndi sitt út fyrir dagleg störf og daglegar þarfir getur hann ekki sótt til neins þess, er reynir á andlega liæfileika hans. Fólk af þessari gerð er venjulega hið hvatvísasta og óbilgjarnasta um hverja nýjung og er það von, því að þeir, sem lítið hugsa, eiga aldrei til umburðarlyndi. Annað mál er það, að stundum getur því fólki ratast satt á munn um nýj- ungar, jrví aö svo margar eru þær audvana fæddar eða þá að fyrirsjáanleguí er ósigur þeirra við fyrstu göngu. Skipsfélagar Jónasar Arnasonar hafa sýnilega verið full- trúar hins stóra hóps almennings og það er gjörsamlega þýðingarlaust fyrir unga höfunda, sem og eldri, að ætla að fara að elta uppi þessháttar menn. f'að er sem sé orðið um seinan. bað er stundum talað um síðustu og verstu tfma. I’að getur svo sem vel verið, að segja megi það um yfirstandandi tfma. Hitt er vfst, að fáfróður almenning- ur hefur verið fil á öllum tímum, en það er fskyggileg staðreynd, að nú fer hann mjög vaxandi hér á landi að því er varðar listrænt mat á bókmenntum. Við því er líka að búast. Skal nú frá þessu vikið og að öðru, en skyldu þó. Svo sem mörgum er kunnugt, eru nú Ujftpi háværar raddir um það, að stafsetning- ar og málfræðikennslan í skólum landsins sé orðin til bölvunar við nám í móðurmálinu og taki þar allt of mikið rúm. En hér er um tvennt að ræða, sem að vísu er skylt, en þó uæsta ólíkt. Stafsetningamám er ekki móð- urmálsnám, nema að litlu leyti, heldur að- eins nám í vissri tækni til að rita orð eftir þem reglum, sem þá og þá eru í gildi þar að lútandi. En nú er það svo, að stafsetningar- °g móðurmálskennslan er í skólum höfð sem ein og sama námsgrein, þó að þær séu raunverulega tvær. En úr því að svo er, þá oru þessar greinir í höndum sömu manna Melkorka og er það algjörlega undir þeim komið, hvernig tekst og hvort móðurmálskennslan fer þar með skarðan hlut frá borði. Mér er ekki grunlaust um, að svo sé a. m. k. í fram- haldsskólum. Hitt held ég vafalaust, að þeir sem um þetta hafa ritað, viti ekki nægilega vel, hve hér er vandratað. Það þýðir ekki lengur að vitna í gamla sveitamenn, sem skrifa rétt og tala vel, þó að þeir liafi enga málfræði lært og í engan skóla gengið. Þeirra tímabil er liðið og annað tekið við. Þeir, sem um þetta vilja hugsa af einlægni, ættu að kynna sér réttritun í t. d. tíu ára bekkjum í skólum hér í Reykjavík, hvað þá heldur í yngri bekkjum. Það, sem þá kem- ur í ljós, er, að mörg börn geta ekki gert sig skiljanleg á rituðu máli vegna stafsetningar- villna. Þar er ef til vill meirihluti orða skrif- uð samhljóðum aðeins. Sveitamennirnir okk- ar gömlu þurftu aldrei við þann erfiðleika að etja og liefði heldur aldrei dottið þessi aðferð í hug. Hins þarf svo auðvitað ekki að geta, að kunnátta í móðurmálinu og orða- forði er hliðstæða við stafsetninguna. Sé þetta athugað, kemur einnig í ljós, að fjöldi þessara barna er ótrúlega mikill, þó að und- antekningar séu margar og góðar. Ekki er því til að dreifa, að umrædd börn séu svo heimsk, að ekkert þýði við þau að eiga. Mörg eru þau sæmilega greind og víst er hægt að kenna þeim stafsetningu með langri æfingu. Það, sem veldur getuleysi jDeirra fram eftir öllum aldri, er algjört áhugaleysi þeirra fyrir því, hvernig íslenzkt orð er sett á blað og sljóleiki þeirra fyi'ir því, að það varði nokkru. Mörg börn, sem ég myndi telja fremur sljó, kunna betur að stafsetja nöfn bandarískra kvikmyndaleikara en ég er fær um að gera. Sést af þvf, að þar sem áhuginn er vakandi, má árangurs vænta. Við stöndum hér frammi fyrir þeirri staðreynd, að jafnvel meirihluti barna liefur engan á- huga fyrir námi og hefur reyndar aldrei haft, allra sízt nú, jtegar svo margt býðst girnilegra fyrir unga hugi og námið auk þess skylda. Þegar vel tekst leiðist börnum 49

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.