Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 14

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 14
reyndar ekki í skólum og þau læra töluvert, en mest af þægð. Um úrvalið þarf ekki að ræða, en sennilega hefur það aldrei verið glæsilegra en einmitt nú. Ef við lítum í kringum okkur, vantar sízt, að við sjáum mikinn fjölda dekurbarna foreldra sinna. í samanburði við það, sem áður var, eru þau það öll. Það sýnist svo, sem nú sé það orðið metnaðarmál flestra foreldra að veita börnum sínum allt, sem þau óska sér, sé hægt að kaupa það fyrir peninga. Börn óska sér sjaldan meiri fróð- leiks en að þeim er haldið í skólum, og fáir virðast þeir foreldrar vera, sem gefa börnum sínum tíma sinn til að æfa þau í réttritun eða til að temja þeim kjarngott og þrótt- mikið mál. Margir foreldrar láta börn sín læra á hljóðfæri og margir láta þau einnig læra dans, er að því mikill menningarauki fyrir þau og getur varðað miklu um ham- ingju þeirra síðar meir. Eins er þó vant, ef stefnt skal til alldiða menningar, en á það minnist ég síðar. Allt liefur eðlilegar orsakir, áliugaleysi nútímabarna við nám, ekki hvað sízt. Það er ekki svo fátt, sem kallar á athygli þeirra hærri og sterkari rómi en skyldan. Hennar rödd er okkur mörgum veikróma og leiði- gjörn. Sú staðreynd, að mörgum Reykjavík- urbörnum er ósýnt um stafsetningu sína og að hún er fjarri öllu viti lijá þeim á fyrstu skólagönguárum þeirra, segir einnig til tim joað, að til réttritunaræfinga muni þurfa langan tíma. Sumir halda því fram, að rétt- ara væri að láta stafsetninguna eiga sig fyrst í stað, kenna „málið sjálft“ og treysta því að einhver sæmileg stafsetning komi af sjálfu sér. Þetta getur verið. Það er órannsakað mál. Ég get gert þá hreinskilningslegu játn- ingu fyrir mig sjálfan, að þegar ég Itef kennt íslenzku í eldri barnaskólabekkjum, hef ég haldið mig að málfræði og stafsetningu, ef til vill um of. Ástæðan til þess er sú, að í Jreim greinum er hægt að fara eftir ákveðn- um reglum, stefna að ákveðnu marki. Hversu æskilegt sem það kynni að vera ,,að kenna málið sjálft“, svo sem Jrað er orðað, Joá er þar allt meira úr lausu lofti gripið og lítið til að styðjast við annað en smekkur Iivers og eins. Ég er hræddur um, að sú kennsla yrði nokkuð handahófsleg hjá mörgum fyrst í stað, þó að hún kynni að bera góðan árangur hjá öðrum. Það er líka með öllu rangt, ef einhverjir ímynda sér, að íslenzkukennarar geri ekki allt, sem J^eir geta til að glæða virðingu nemenda sinna fyrir góðu og blæbrigðaríku máli. Þeir gera það, Jiað er hafið yfir allan efa, en eins og áður segir, hafa þeir við ekkert að styðjast annað en eigin smekk. Ég hef ekki trú á, að neinar stökkbreytingar yrðu fram á við, þó að skipt yrði um og slakað væri á prófkröf- um t. d. varðandi réttritun, en sjálfsagt yrði engu glatað heldur. Allt er undir Jdví krim- ið, að Jrað sem gert er, sé að yfirlögðu ráði gert. Það er engin fjarstæða, þó að sagt sé, að á yfirstandandi tímum leyfist fjölmennum hópum manna að hafa af því b'fsframfæri sitt að draga hugi bernsku og æsku á tálar, okra á Joeim líkamlega og Jdó einkum and- lega. Auglýsingahreimur þessara manna læt- ur æði hátt í eyrum. Það er ekki fátt, sem upp er fundið í þessu efni og allt sömu ætt- ar, því að tilgangurinn er peningar. Jafnvel félög, sem notið hafa mikillar og verðskuld- aðrar virðingar eru ekki sómakærari en svo, að Jrau leggja út á þessa braut við peninga- öflun sína. (Samanber S.Í.B.S. og hljóm- sveit Tony Crombie) Það eitt gildir að kom- ast að því, hvað bezt lætur í eyrum og skær- ast hljómar í augum unglinganna og síðan er hægt að setja peningaskrúfuna af stað. Bernsku og æsku er í sífellu boðið upp á skemmtanir og dægrastyttingu og Jzað svo ákaflega, að hvergi er friður, hvergi næði fyrir skemmtunum og dægrastyttingu. „Segðu mér, hverja þú umgengst og ég skal segja þér, hver þú ert“, stendur þar, en það er líka hægt að segja: — Segðu mér, hver hefur alið Jzig upp og ég skal segja þér, hver þú verður. 50 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.