Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 15
JListclanssýiiingin á veguin Þjóðleikhússins i aprilmánuði siðasti. vakti verð- skuldaða athygli. Sýndir voru þrir ballettar, sem Erili Bidsted balletmeistari og kennari við ballettskóla Þjóðleikhussins liefur samið. Hópmyndin er i'n einum ballettinum, sem nefnist „Tchaikovski-stef', gerður við tónlist eftir Tcliaikovski. Hin myndin er úr „Urúðubúðinni". A undanförnum árum hafa orðið þvílík- af gjörbreytingar á öllum þjóðlífsháttum Iiér, að allur samanburður við eldri tíma er út í bláinn. Sé til þess litið og eins til hins, hve margt það er, sem kallar á áhuga bernsku og æsku nú til dags, þá er það mesta furða, að ástandið varðandi bóklegt nám skuli ekki vera verra en það er, með öðrum orðum, að það skuli víða vera með þeinr glæsibrag sem það er. Án alls efa er það skólum okkar að þakka, þrátt fyrir allt. Segir sig sjálft, að án þeirra myndi almenn- ingur ekki geta lesið vikuritin sín, hvað þá heldur annað. Margvíslegar eru þær kröfur, senr gerðar ern til skólastarfseminnar. Áhugamál manna eru margvísleg, og er reyndar þakkarvert, ef nienn eiga þau einhver. Þeim mun duglegri, sem menn eru, og því sannfærðari, sem þeir eru um ágæti áhugamála sinna, þeim mun háværari eru þeir um það, að áhugamál þeirra séu í heiðri höfð í skólunum. Prestar og aðrir þeir, sem guði þjóna, tala gjarnan á þá leið, sem áhugamál þeirra eigi að ve(fa þar alls ráðandi. íþróttafrömuðir og unn- endur líkamsræktar ota þar sínum totum og hafa liátt um sitt. Unnendur hljómlistar og myndlistamenn einnig benda rnjög á gildi þessara tveggja listgreina til aukins þroska fyrir skólaæskuna. Síðan allir hinir, hver með sitt. AUir munu þessir hafa nokkuð til síns nráls, enda lætur skólastarfsemin engan þessara með öllu synjandi frá sér fara, þó að hlutur tón- og myndlistar sé ekki stór. Ein er sú listgrein, sem er næsta feimin í kröfum og hljóðlát mjög í skólum. Þó er sú listin elzt á íslandi og hefur þar einna lengst verið stunduð. List orðsins. Skáld og rithöfundar þegja. í barnaskólum okkar sé ég ekki betur en þessi list sé með öllu fyrir borð borin. Skólarnir kenna börnum lestur, en lestrarkennsla er að því leyti hliðstæða við réttritunarkennslu, að báðar eru þær aðeins æfing í vissri tækni. Ef sæmileg lestr- artækni næst, láta barnaskólarnir það duga. Sumir kennarar og ef til vill flestir, segja neraendum sínum að vísu frá helztu skáld- um þjóðarinnar og þó helzt þeim, sem eru dáin. Einnig láta þeir nemendur sína læra nokkur kvæði eldri skálda. Þetta er sjálfsagt góðra gjalda vert, en hefur lítið að segja. Nemendum er miklu meiri þörf á að vita, melkorka 51

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.