Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 17

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 17
sem bókum ann, svo að útgáfan getur borið sig. Tilviljanir verða nægilega margar í fjölmenninu, svo að úrvalið skapast. Allt öðru máli gegnir lijá okkur. Þegar okkur hefur tekizt með nútíma uppeldisaðferðum okkar að venja stóran hluta af æskufólki okkar af bóklestri, en kennt lionum í stað- inn að lesa vikuritin, þýddar glæpa- og saka- málasögur og að gína við hverri flugu, sem að honum er haldið til dægrastyttingar, þá mun þyngjast hér fyrir fæti hjá peim bóka- útgefanda, sem gefa vill út sígildan skáld- skap og þjóðleg fræði. Eða hvers vegna skyldum við ekki fara sömu leið og frænd- ur okkar, ef við gerum ekkert til að koma í veg fyrir það? Meðan við, sem þykjumst unna góðnm bókum og dýrum skáldskap, gerum ekkert, koma aðrir með sín áhugamál og tala við bernsku og æsku um sín áhugamál. Við ætt- um að heyra til þeirra, ekki er hávaðinn svo lítill. Ekki ern skemmtanaauglýsingarnar svo fáar, ekki er aðsókn að kvikmyndum og leikhúsum með öllu þögult vitni og ekki tala óskalagaþættir óskýru máli. Þannig mætti lengi telja. Allt talar sama máli: Það er hending ein, það er tilviljun, ef ein og ein ung sál gerist iineigð til þess að lesa skáldskap eftir aðra menn. Það er staðreynd, að barna- og unglinga- bóka útgáfa áNorðurlöndum svo og í ensku- mælandi lieimi hefur um þessar mundir lít- inn uppeldislegan tilgang og alls ekki í þá átt að kenna ungu fólki að meta skáldskap. Og því miður virðist heldur ekki að því stefnt að aia upp góðhjartaða menn og fél- agsverur. Meira að segja hinn kunni barna- bókaliöfundur Enid Blyton er næsta laus við ábyrgðartilfinningu í þessu efni. Góðir menn eru góðir og vondir vondir. Svo er ekki meira um það lijá henni. Um hitt þarf ekki að ræða, sem segir sig sjálft, að í þess- »m löndum, sem liér eru nefnd, eru undan- tekningar margar og góðar. En stefnan er greinileg í höfuðdráttum og hún er áreiðan- lega hættuleg. Það væri ekki nema sjálfsagt, mf.lkorka að íslendingar kæmu fyrstir auga á hætt- una. Þeir eiga mest í húfi. Svo að enn sé á vikuritin minnzt, þá er það um þau að segja, að enn eiga þau að því er virðist allmarga andstæðinga, sem halda uppi áróðri gegn þeim. Hins vegar hef ég fáa liitt, sem sjá nokkuð athugavert við allt það þvaður, sem bernskunni er ætlað til lestrar í sagnaformi. Margar þeirra sagna, sem hin illræmdu vikurit flytja eru þó í nánu hugmyndasam- bandi og eðlilegu framhaldi af unglingasög- unum. Eða liver er annars munurinn? Nú skal ég slá þann varnagla að láta þess getið, að fram til þessa hafa fáir íslendingar frum- samið þessháttar sögur, en þeir liafa ýmsir þýtt þær. Auðvitað eiga þýðingarnar líka sína góðu undantekningar. Ég mundi t. d. telja bók Björns Rongen „Bergteken í rise- hola“ mjög jákvæða bók, en þá bók hefur ísak Jónsson skólastjóri nýlega þýtt. Ég get þessarar bókar, vegna þess að hún er ágætt dæmi um það, hvernig góðir höfundar fara með efni sitt, enda þótt það gefi ekki tæki- færi til skáldskaparlegs meistaraverks. Björn Rongen er nefnilega mjög snjall höfundur og liefur skrifað margar skáldsögur fyrir þroskaða lesendur. Þó telur hann ekki eftir sér að skrifa fyrir börn og unglinga. Hvar eru verk okkar fremstu iiöfunda unglingum og börnum ætluð? Ungir, íslenzkir höfundar skrifa ekki fyr- ir almenning. Það er áður sagt. Þeim finnst, að með því tækju þeir niður fyrir sig. Það er rétt hjá þeim. En þeir skrifa heldur ekki fyrir börn og unglinga. Þeim finnst, að með því tækju þeir einnig niður fyrir sig. Það er ekki rétt hjá þeim. Að vísu fylgir Jrví starfi enn sem komið er lítil virðing hinna eldri, en aðeins vegna þess ófremdarástands, sem ríkir í heimi barnabókmennta. Það ófremd- arástand á sínar rætur meðal annars í því, að Jrar getur hvaða klaufi sem er þotið fram á ritvöllinn átölulaust, en góðir höfundar láta ekki sjá þig á þeim velli. Vilji ungir höf- undar stækka lesendahóp sinn, verða þeir Framhald á bls. 64. 53

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.