Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 19

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 19
niðurstigningin til licljar, greftrunin og niðurtakan a£ krossinum. Þrátt fyrir £ornlegt útlit mun dúkurinn saumaður um 1700. Neðii myndin á fyrri blaðsíðu er af hinu fagra altar- iskla-ði úr dómkirkjunni á Hólum; það er sennilega ekki yngra en frá 15. öld. Saumurinn er refilsaumur, aðferð sem á sór langa sögu. Hinir lieilögu biskupar, Guðmundur góði, Jón og Þorlákur standa í fullum skrúða, en tveir englar veifa reykelsiskerum um þá. Til hægri er mynd af ábreiðu sem er saumuð með ullarbandi í gisofna einskeftu. Saumurinn cr að mestu leyti fléttusaumur, cn augnasaumur er notaður í Iiekk- inn meðfram jöðrunum og í „blómin" milli hring- anna. í hringunum eru myndir úr afi Krists: fæðing frelsarans, skírn hans, krossfestingin og greftrunin, en skýringarletur við allar myndirnar. Neðst eru tveir hálfhriugir; til vinstri hið gamalkunna mótíf „lífsins tré“, einhvers konar trjáplanta i miðjunni en andhverf dýr, hér fuglar báðum megin við tréð. T hálfhringnum lil hagri er mjög samanþjöppuð mynd af örkinni hans Nóa, en áletrunin í kringum örkina tekur af öll tví- mæli. , Safnið keypti ábreiðuna af Sigurði Vigfússyni forn- fræðingi 1876; hún var talin frá Hólum í Hjaltadal og Ofin ábreiða. Ábreiða saumuö með ullarbandi. saumuð af Halldóru dóttur Guðbrands biskups Þor- lákssonar, en hún dó 1658. Engar sannanir ertt fyrir þessti, en tímans vegna gæti það vel staðizt. I bekknttm ntá lesa: hier ntun hiinna styrer hvyltt med blessan skyla eingill guds ad gangi gl, — en þessi áletrun sýnir að um ábrciðu er að ræða. Myndin til vinstri sýuir ábreiðu frá síðari hluta 18. aldar eða byrjun hinnar 19. Abreiðan er sögð „austan a£ lattdi". Hún er krossofin, úr marglitu ullarbandi, en grunnurinn dökkblár. Þjóðminjasafnið á sex krossofnar ábrciður, en tvær þeirra, sem eru mjög svipaðar þessari ábreiðu, cru örugglega ofnar af Guðrúnu Jónsdóttur, konu Rustikusar Björnssonar, bónda á Fossvöllttm í Jökulsárhlíð, ertt því allar líkttr til að hún hafi einnig ofið þessa ábreiðu. Af þessum örfátt sýnishornum ntá sjá að kostur hefur verið á tnargskonar saumum og mörgum mótífum á fyrri öldum. Síðari árin hafa ýmsar íslcnzkar koitttr fengið áhuga á hinum gömlu dúkum og endurskapað ýmislegt nteð smekkvísi á skemmtilegan liátt. Það væri ekki úr vegi þó að fleiri sæktu þangað innblástur. Það mætti t. d. útrýma hittuin erlcndu sntckkleysum sent hafa smokrað' sér inn á rammfslenzk veggteppi, og endurnýja munstur og sauma með því að leita til hinna fornu hannyrða. Gret/ie Benediktsson. Mklkorka

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.