Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 23
inn er í sniðinu rúmur yfir brjóstið, fellur beinn niður, snertir lauslega mjaðmir en þrengist um hné. Pilsið er stutt, nær rétt niður fyrir hné, enda ekki lijá því komizt við þennan kjól, ella væri erfitt um gang. Pilsin liafa raunar stytzt almennt. Nú er svo komið að flestar konur hér í Reykjavík, a. m. k. ungu stúlkurnar, eru farnar að kunna vel við nýju línuna. Poka- kjóhinn er þægileg flík og venst vel, og hefur auk þess til síns ágætis, að hann er vel fallinn bæði fyrir grannar og feitlagnar konur. Hann getur dregið úr ýmsum h'k- amsgöllum og getur jafnframt undirstrik- að fagrar línur líkamans. Því eins og skáld- ið sagði: „Fegurð hrífur hugann meira, ef hjúpað er, svo andann gruni ennþá fleira en augað sér“. Reynslan er sú í verzlunum okkar, að fáist konan til að máta jaessa kjóla, þá er hún fljót að draga til baka for- dóma sína. Þá eru önnur afbrigði af þessari nýju tízku. „Brag“línan, sem einkum er notuð í samkvæmis- og síðdegiskjólum. Kjóllinn fellur að eftir brjóstlínunni og er aðskor- mn í mittið, en rykkingar koma fram í baki eða frá mitti og þá jafnframt í pils- faldi, þannig að hreinn poki myndast. Enn er ný lína „Trapeze". Þar kemur útsnið frá öxlum og niður, kjóllinn er mjög víð- ur að neðan.Trapezelínan hefur ekki kom- tð fram liér á landi, en ýmsir spá að hún tnuni ekki verða langlíf, vegna þess að hún er erfið og dýr í útfærslu. Þrátt fyrir þessar nýju línur, getum við enn leyft okkur að ganga í hinu gamla klassiska sniði, með mittið á réttum stað, °g verið samt í tízkunni. En livað framtíð- tn ber í skauti, þori ég engu að spá um, kannske eigum við eftir að fá „Sputnik“- línu, eða guð má vita hvað. Þ. E. „Bag"-línan ÚliLKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.