Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 24

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 24
T engdasonurinn Eftir Patrick Martin Það var búið að skrifa öll boðsbréfin út af væntan- legu brúðkauiri systur minnar — aðeins eftir að senda þau á stað þegar sannleikurinn um mannsefnið tilvon- andi Georg Ansson kom í ljós. Hamingjunni sé lof, sagði móðir mín, það hefði orðið til að fylla mælirinn. Ég skal sjá um að bréfin verði brennd. Eg álít réttara að tala við Georg áður en við ákveð- um eitthvað í fljótfærni. Tala við hann — urn hvað? sagði rnóðir mín. Ég sé ekki að það sé mikið við hann að tala, eftir að búið er að fletta jafn rækilega ofan af honunt. Systir mín var ekki inni meðan þcssi orðaskipti áttu sér stað. Hún rauk út úr stofunni og beint upp á her- bergið sitt, rétt eftir að móður mín hafði komið okkur öllum úr jafnvægi með áhrifamikilli frásögn af því hverju hún hefði komizt að í sambandi við mannsefni Harriettu. Harriet og Georg höfðu kynnzt af tilviljun á ferða- lagi í Frakklandi. Georg virtist vera vanur ferðalangur og þaulkunnur frönskum siðvenjutn og staðháttum og reyndist henni í alla staði mjög hjálplegur. Skönnnu eftir Frakklandsferðina lýsti Harriet því yfir að hún og Georg hefðu ákveðið að gifta sig. Hún sagði þetta víg- reif, því hún hafði fyllstu ástæðu til að búast við and- mælum frá móður minni en varla frá föður mínum sem er býsna umburðalyndur. Fyrir fáum árum var hann nafnkunnur læknir í Harleystræti en var nú hætt- ur ki'knisstörfum, en gefur sig nú alian að vísindalegu dundi, fer í gönguferðir og stundum á veiðar í nágrenni við Hornsby þar sem við búum, en þaðan er klukku- stunda akstur til Lundúna. Faðir rninn hefur aldrei verið sérlega metnaðargjarn og hann segir oft að ástæð- an fyrir þvi að hann sé hættur læknisstörfum og lifi á eignum sínum sé sú, að læknir sem hafi mikið að gera þrælki sér út fyrr eða seinna og hrökkvi upp af fyrir aldur fram og gefi sjúklingum sínum á þann hátt slæmt fordæmi. Þegar Harriet kom heim og kynnti Georg fyrir okkur, gat enginn séð hvort honum líkaði betur eða verr. Móðir mín hafði heldur ekki neina sérstaka ástaiðu til að vera óánægð með Georg, sem var bæði lag- legur, vel búinn, aðlaðandi og kurteis, en samt var eitlhvað sem henni féll miður og gerði liana ekki alls- kostar ánægða. Hvorki Harriet né Georg ltöfðu orð á því hverra manna hann væri, en eftir skoðun móður minnar gat það ekki skilizt á annan veg en að ekki væri hægt að rekja ætt hans og að hann væri að lík- induin ekki af neinu fyrirfólki kominn. Þegar hún spurði Harriet hreinskilnislega um þetta, sagði stúlkubarnið, sem hefur erft frá móður sinni að vera hvöss í orðum, en fordildarleysið frá föðurn- um, að hún hefði ekki nokkurn áhuga fyrir forfeðr- um Georgs þar sem það væri enginn þeirra, heldur Georg sjálfur sem hún ætlaði að giftast. Georg virtist vera kaupsýslumaður, en við fengum aldrei neitt ákveðið svar við því hverskonar fyrirtæki hann ræki. En hvað sem þvi leið þá var auðséð að hon- um græddist fé. Hann gekk mjög snyrtilega til fara, átti bíl sem var reyndar mjög lítill og hann bar jiað með sér að hann hafði fengið góða menntun. Hann hafði ferðazt mikið, talaði fallega ensku og einnig reip- rennandi frönsku, þýzku og spönsku. Móðir mín tók eftir þvf að hann bar gott skynbragð á hvernig setja skyldi fínan miðdegisverð saman og mjög séður þcgar um var að ræða að koma réttum hlutum fyrir á borð- inu fyrir erlenda gesti, fyrrverandi starfsbræður föður míns er tóku stundum þátt í samkvæmum hjá okkur, og faðir minn færði sér í nyt hvað hann var alveg sér- staklega öruggur þegar reið á að velja réttu vínin og rétta árganga við slík tækifæri. Hver svo sem faðir háns er, sagði faðir minn strfðnis- lega, þá er hann að minnsta kosti betur menntaður en almennt má búast við af einhverjum og einhverjum umkomulausum pilti. Móður inína hafði dreymt um stjórnmálamann, liðs- foringja eða efnilegan ungan vísindamann sent manns- efni handa systur minni, en ekki um einhvern óþekkt- an Georg Ansson, sem rak eitthvert verzlunarfyrirtæki jafn óþekkt og hann sjálfur. En í rauninni var það ekki neitt sérstakt sem hún hafði út á Georg að setja. í hin- um all formföstu miðdegisveizlum foreldra minna hegð- aði liann sér eins og vænzt er af efnuðum frjálsmann- legum ungum yfirstéttarmanni, yfirlætislaus án þess að vera of hlédrægur, glaðlegur í viðmóti án þess að vera of þægilegur. Öllum geðjaðist vel að honuni. Mér fannst einnig Georg vera fyrirtaks náungi. Hann var góður í tennis og fylgdist vel með á sviði fþróttamál- anna. 60 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.