Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 25

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 25
Á ferðum sínurn hlaut hann vegna verzlunarfyrirtæk- is síns, sem virtist ekki vera nein smámangara búðar- hola, að hafa húið á ágætustu hótelum. Hann kom okk- ur stundum á óvart með frásögnunt um innlenda og útlenda fræga menn sem hann hafði hitt á ferðuin sín- um og á ýmsum gistihúsum í höfuðborgum á megin- landinu. Hann var ekkert að gorta af þessu, en talaði um það svo blátt áfranr að við gátunr ekki annað en látið okkur finnast töluvert til um þetta. Georg var kominn að þrftugu, en Harriet tuttugu og þriggja ára. Móður minni fannst aldursmunurinn of mikill, en þessari mótbáru vísaði Harriet einnig á bug. Þú ert sjálf aðeins fjörutíu og fimm ára og þó gift uppgjafalækni, sagði hún. Móðir ntín beit á vörina, en svaraði engu. Hún var á engan hátt ánægð með að faðir minn, sem annars var tíu árum eldri en hún, hafði tiltölulega á bezta aldri slegið frá sér glæsilegu starfi sem heknit fyrir háttsetta skjólstæðinga. Georg var auðvitað ekki lengi að sjá að móðir mín var í eðli sínu ráðrík og vildi hafa sitt franr, cn hann tók tillit til þcssa ágalla hennar á þann hátt að lrún mildaðist meir og rneir og sætti sig að mestu við að hann gat auðsjáanlega ekki rakið ætt sína til sjóliðsforingja, hershöfðingja né biskupa. Þegar hann ákvað að kaupa hús, þar senr framtíðar heimili þeirra Harriet átti að vera, bað hann sjálfur móður mína að koma með þeim og líta á húseignir senr fast- eignasalinn hafði bent á, og hún varð bæði hrærð og Upp með sér yfir því hvernig hann sýndi henni á smekkvísan hátt að hann treysti reynslu hennar og dómgreind. Hinsvegar varð hún að játa að hann sýndi mikla hyggni og framsýni í hvert sinn er þau skoðuðtt uýtt hús. Hann lét alls ekki blekkjast þótt húsið virtist mjög álitlegt við fyrstu sýn. Hann var mjög vandlátur með hússtæðið og fyrirkomttlag á herbergjum og gat dæmt um hvort hitinn yrði dýr og erfitt að kynda íhúðina. Hann hlustaði kurteislega og með athygli á móður mína þegar hún útlistaði fyrir Harriet hvernig þatt gætu komið sér fyrir ( einu húsinu eins og þau þegar væru búin að festa það. Það var fyrst á heitn- leiðinni að hann kom með athugasemdir sínar hálf hikandi og í spurnarróm, eins og álit móður minnar v<tri að lokum það sem hefði úrslitaþýðingu og kaupin stæðu og féllu með. l’essu varð móðir mín mjög hrifin af, og þegar Harri- et og hann ákváðu loksins að fesm kaup á litlu húsi var hún sannfærð unr að Georg hefði farið blint eftir ráðleggingttm hennar og áeggjan og ekki hikað við haupin þegar hann sá að húsið var eftir hennar höfði. Har riet trúði mér fyrir því á eftir að Georg og hún hefðu svo að segja verið búin að ganga frá kaupunum áður en hún var bcðin að koma með þeim og spurð 'áða af Georg sem var mjög ljúfmannlegur og þóttist a báðum áttum ... Georg og Harriet vissu bæði að það var hyggilcgt að hafa tryggt það fyrirfram að móðir mín væri ánægð með húsakaupin, því annars mundi hún sýknt og heil- agt vera að nudda um hvernig það liti út, gagnrýna staðinn, herbergisskipan og eldhúsið, vatnsleiðsluna og ljósastteðin í hvert skipti sem hún kænri í heimsókn. Brúðkaupið var ákveðið í apríl og auðvitað á Horns- l>y. Fyrstu dagana í marz var búið að skrifa öll boðs- bréfin og var hvert um sig eins og persónulegt bréf frá móður minni til viðkomanda. En bréfin áttu ekki að sendast fyrr en hálfurn mánuði fyrir brúðkaupið, svo gestirnir hefðu nægilegt svigrúm til undirbúnings en losnuðu við að eiga þetta yfir höfði sér í heilan nrán- ttð. En hvernig svo senr móður minni var innanbrjósts út af væntanlegri giftingu dóttur sinnar, sein með henn- ar augum séð var eitthvað í þá áttina að „taka niður fyrir sig“, þá var hún ekki að hlífa sér við veizluundir- búninginn, heldur sá um allt bæði snrátt og stórt; hún átti ekki til hálfvelgju í neinum hlutum. Á hverju kvöldi fór hún dauðþreytt í rúmið. Daginn sent ósköpin dundu yfir, eins og hún var vön að orða það, var hún stödd í London og ætlaði að verzla heilmikið. F.g ók henni til borgarinnar í bílnum en sem betur fór slapp' ég við að vcra dregin búð úr búð og horfa upp á, án þess að geta við nokkuð ráðið, þjark hennar við verzlunarfólkið út af verði og gæðum — og í þeim vígamóð sem ekki er hægt að réttlæta en stafar ef til vill af því að hún er einhverstaðar langt fram í ættir skyld flotaforingjanunr Nelson. Þegar hún hafði farið nokkrar herferðir í ýmsar verzlanir og ég ók heim gegnttm vorbjarta borgina, rakst hún á gantla vinkonu sína og þær mæltu sér mót seinna unr daginn í vcitingastofunni á hótel Cosmopolite, ætluðu að drekka þar te og sennilega keppast við að segja hvor annarri allt sem þær mögulega gætu um sjálfa sig. Cosmopolite er ekki stærsta veitingahús í London, en eitt af þeim beztu og virðulegustu. Móðir mín kann að meta það, því eins og hún segir, á Cosmopolite á maður ekki á hættu að rekast á fólk sem maður kærir sig ekki um. Afgreiðslan er óaðfinnanlcg, hljóðlát, og í matsaln- unr er ckki einn einasti þjónn sem ekki er fullkominn í starfi sínu. Flestir þjónanna ertt aldraðir gráhærðir herramenn, því það fara mörg ár af ævi eins manns í að ná þeirri fullkomnun sem eigendur Cosmopolite og gestir krefjast af þjónunum. En þegar hann er sloppinn gegnunt nálaratigað, þá situr hann kyrr þar til liann með góðri samvizku og samanspöruðum fjármunum getur dregið sig í hlé og lifað friðsömu lífi uppi í sveit. Móðir mín fékk sér sæti skammt frá innganginum í matsalinn. Hún hafði komið dálítið fyrr en aftalað var og vildi sitja þannig að hún sæi strax vinkonu sína þegar hún kæmi. Hún ákvað að fá sér sherry-glas nteð- an hún biði, því hún var alldösuð eftir verzlunarleið- melkorka 61

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.