Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 26

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 26
DJAMILA BOUHIRED Þessi tuttugu og tveggja ára Alsír stiilka er ein af hetjunum í frelsisbaráttu Alsírbúa. Hún var pynd- uð í fangelsum Frakka og dæmd til dauða en síðan náðuð vegna mótmæla sem bárust hvaðanæfa úr heiminum og frægustu menn beittu sér fyrir, þar á meðal nafnfrægustu vísindamenn og skáld Frakka, og sem halda baráttunni áfram í ræðum og riturn fyrir algerri sýknun. Bándalög kvenna um heim all- an láta einnig mikið til sín taka í þessu máli og má geta Jress, að Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna voru meðal Jreirra kvennasamtaka sem ínót- mæltu dauðadóminum. angur sinn. Hún leit upp þegar þjónninn sem hafði gengið hljóðlega að borðinu til hennar ræskti sig lágt til að gera vart við sig. Þetta var ekki aldraður þjónn, þvert á móti ungur maður, ungur Jrjónn sem var ekki síður virðulegur í fasi en hver hinna eldri félaga hans. Mér vafðist algjörlega tunga um tönn, ég kom ekki einu orði upp, sagði móðir mín okkur á eftir. Það er ekki auðvelt að koma henni úr jafnvægi. en í Jretta skipti, ef til vill fyrsta sinn á ævinni, var henni algjör- lega varnað máls. Þjónninn sem stóð fyrir framan hana var enginn annar en Georg. Georg Ansson, tilvonandi ínannsefni dóttur hennar og tengdasonur hennar sjálfrar. Georg sagði ekki neitt, Hann stóð kyrr og beið átckla, dálítið álútur, alvarlegur á svip og virtist hlusta á hana með athygli, |)ótt ekki eitt orð kæmi fram á varir henn- ar. Þegar móðir mín hafði jafnað sig og náð valdi á rödd sinni, bað hún Georg, þjóninn, að segja lafði Gilligan að Jjví miður hefði sér verið ómögulegt að hitta hana í Cosmopolite veitingasalnum. Já, frú Hornsby, svaraði Georg, sem hvorki með hreyf- ingu né óstyrkri röddu — nema vera skyldi með dauf- um roða í kinnum — lét á sér merkja hvílíkt rothögg ])etta var fyrir hann. Hann varð ekki einusinni vand- ræðalegur á svipinn, sagði móðir mín, eins og henni gremdist J)að mest. yEtlaðist þú til að hann stykki hágrátandi út úr veit- ingasalnum, spurði Harriet þrjózkulega. Það kom auð,- sjáanlega í fyrstu fát á hana að heyra að Georg væri þjónn, en hún jafnaði sig fljótt og virtjst ekki finnast Jretta eins skelfilegt og móður minni. Ég get ekki sagt þér lwerju ég bjóst við, sagði móðir mín beisklega. En ég verð að játa að ég hafði ekki bú- izt við að þú trúlofaðist — frammistöðumanni, þjónil Dóttir mín og veitingaþjónnl Röddin brast henni alger- lega. Faðir minn hristi höfuðið án þess að segja nokk- uð. Þú segir frammistöðumaður og veitingaþjóuu í þeim tón eins og ])ú hefðir staðið hann að J)ví að hera um ölkrúsir á hafnarknæpu, sagði Harriet. lig bjóst ekki við því af þér að ]ni hengir inni á veitingahúsum Jiegar þér gæfist tækifæri til. Harriet var æst í rómnum. Ertu að bera í bætifláka fyrir hann? spurði móðir mín. Er nokkur ástæða lil að ásaka mann J)ó hann lifi af heiðarlegri vinnu? spurði systir mín. Nei. En [)að er erfitt að mæla því bót að hann hefur troðið sér inn á okkur — inn í fjölskyldu okkar undir fölsku yfirskini, sagði móðir mín. Fölsku yfirskini, greip faðir minn fram í. Hvað áttu við með J)ví? Ætlar þú einnig að byrja? spurði móðir mín. Álítur J)ú máski að veitingahússþjónn sé samhoðinn eiginmað- ur dóttur þinnar, eins og hér væri um að ræða ein- hverja stofuþernu á hóLeli eða matreiðslustúlku. . .. Harriet þaut á fætur. Bæði reið og grátandi hrópaði hún: Hvar stæðirðu ef þú hefðir hvorki matreiðslukon- ur eða stofustúlkur? Þá mættirðu Jrakka fyrir að láta [)ér nægja að vera ræstingakona hjá sjálfri þér. Hún hentist út um dyrnar án þess að bíða eftir svari og í annað sinn á þessum degi varð móður minni orð- fátt. Næstu dagar voru þunglamalegir og virtust ekki spá neinu góðu. Eins og gefur að skilja féll allur veizluundirbúningur niður. Allan næsta dag hélt Harriet kyrru fyrir í her- bergi sínu. Georg kom um kvöldið og var vísað upp til hcnnar, þar sem móðir nu'n liafði tekið skýrt fram að þau hjónin tækju ekki á móti neinum. Faðir minn and- mælti því ekki. Hann hafði sem læknir ríkra liefðar- Ö2 MF.LKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.