Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 27

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 27
kvenna margra ára reynslu í því að láta undan þver- inóðsku þeirra og duttlungum. Dagana sem í hönd fóru sáust móðir mín og systir aðeins við máltíðir. Georg var ekki nefndur á nafn. Móðir mín gaf Harriet auga svo lítið bar á, hið fallega andlit hennar var eins og loktið Irók. Hún var ákveðin á svipinn en langt frá þvi að vera nokkuð sorgbitin. Ég held að móðir mín hafi ekki botnað neitl í þessu, því hún taldi víst að Harriet hefði af virðingu fyrir stétt sinni og fjölskyldu sagt Georg Ánssyni, upp, Iteið að- eins eftir því að Harriet segði frá því sjálf. Einn daginn eitthvað viku eftir að ósköpin dundu á sýndi Harriet sig hvorki við morgunmáltíðina, hádegis- verðinn eða síðdegisteið. Hún hafði farið snemma að heiman um morguninn. Hún kom heirn í kvöldmatinn. Við borðið töluðum við eingöngu um almenna hluti, bvað ictti að gróðursetja í garðinum, um mannslát í þorpinu og álíka hluti sem ekki gátu komið okkur í hugaræsing, því eftir áliti föður míns hafði ]>að vond áhrif á meltinguna og bar að forðast geðshraringar við máltíðir. Þegar staðið var upp frá borðum bauð Harriet góða nótt. Hún var þreytt, sagðist þurfa að fara aftur snemma á fætur næsta dag. Hvers vegna áttu svona annrikt? spurði móðir mín, og þótt lnin varpaði þessu fram í léttum lón, fannst mér gæta einhvers óróleika í málrómnum og augnaráð- mu sem hún sendi Harriet. Harriet strauk dökkan lokk frá enninu, hún roðnaði lítið eitt, en það skcin einbeitni úr brúnum augum hennar þegar hún sagði: Ég fer til vinnu. Faðir minn atlnigaði vandlega vindlinginn sem hann var með og sneri honum milli fingranna og hreyfði sig órólega í stólnum fyrir framan arininn. Móðir mín varð á svipinn cins og Harriet hefði sagt þcssi orð á framandi og óþekktu tungumáli. Þetta virtist ekki hafa nein lamandi áhrif, en hún beið aðeins eftir að orðin yrðu þýdd á eitthvert mál sem hún skildi. Ég vinn sem herbergisþerna á vcitingahúsi, sagði Harriet. Hún þagði andartak en hélt svo áfram. Eftir þínum eigin orðum að dæma, þá virðist sem þjónustu- s|úlka á veitingahúsi sé Georg samboðið konucfni. Því miður get ég ekki.. . . Móðir mín reis á fætur og gekk út úr stofunni. Því miður gct ég ekki hrósað mér af því að hafa fcngið pláss á Cosmopolite, því þar er heimtað meir af herbergisþernu en yfirstéttar stúlkukind hefur kunn- Attn til. Þegar laðir minn gekk út og fór upp til móður minn- :|i, kom Harriet lil mín og togaði léttilega í hárlubbann •> mér, og þótt hún væri brosandi var auðbeyrt að hún Harðist við grátinn, þegar hún sagði með lágri röddu: l’að cr stundum svo erfitt að vera manneskja, brósi n'inn. Hún cr tuttugu og þriggja ára og ég seytján, svo aldursmunurinn er það mikill á okkur að við höfum MELKORKA aldrei getað orðið reglulegir trúnaðarvinir, en ég fann á þessu augnabliki að óþarfi var að ég segði nokkuð, henni var það nóg að ég sat þarna. Móðir mín lél ekki yfirbugast, þó henni félli þungt tiltæki systur minnar og hvernig hún stóð upp í hárinu á henni. Hún er ekki ein af þcim sem lætur tilfinning- arnar hlaupa með sig í gönur. Jafnvel þegar lnin þrjózk- ast mest við, missir hún aldrei dómgreind sína. Ef til vill hefur hún einnig erft þennan eiginlcika frá flota- foringjanum, forföður sínum, og þegar hún veit að farið er halloka í einhverju máli þýðir ekki að gráta orðinn hlut. Rödd hennar var algjörlega róleg, þegar hún næsta kvöld — eftir að Harriet var komin heim frá vinnu sinni á hótelinu — sagði við hana: Eg setti boðsbréfin í póstinn í dag. Harriet svaraði: Við Georg munduni vegna áður- genginna atburða óska eftir að vera gefin saman alger- lega í kyrrþey. Við hér í húsinu getum horft ósmeyk framan i hvern sem er, sagði móðir mín. Hins vegar finnst mér að þú ættir að hætta við þernustarfið á hótelinu og fara að koma þér fyrir í húsinu þar sem þið Georg ætlið að setjast að. Þú færð áreiðanlega nóg að gera þar. Já, mamma, sagði Harriet og var nú í þetta sinn auð- sveipin í rómnum. ..... Það er sagt, að eitt sumar fór af þingi með Guð- mundi Sörli, sonur Brodd-Helga, hinn siðmannlegasti maður, og var með honuni í góðu yfirlæti. Þá var heima þar með Guðmundi Þórdís dóttir hans, er þá þótti vera hinn bezti kostur, og var það mál manna, að tal þeirra Sörla bæri saman oft, kom það fyrir Guðmund. og kvaðst hann ætla, að eigi þyrfti orð á því að gera. En þá er hann fann, að eigi var við séð, lagði hann þó aldrei eill orð í við Sörla, en lét fylgja ofan til Þverár Þórdísi til Einars. Þá varð cnn svo, að þangað bar kom- ur Sörla. Og einn dag, er Þórdís gckk út lil lérefta sinna, var sólskin og sunnan vindur og veður gott, þá gat hún að líta, að maður reið í garðinn, mikill. Hún mælti, er hún kenndi manninn: „Nú er mikið um sól- skin og sunnanvind . .. og riður Sörli í garð.“ Þetta bar saman. (úr Ljósvetningasögu) r \ MELKORKA óskar öllum lesendum sínum gleðilegs sumars ____________________________________ 63

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.