Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólajsdóttir, Reykjahlið 12, Reyhjavik, simi 11156 . Þóra Vigfúsdóttir, Þinghollsstrivti 27, Ruik, simi 15199 Útgefandi: Mál og menning MELKORKA FIMMTÁN ÁRA Með þessu hefti lýkur 15. drg. Melkorku. Fimmtán ár er að vísu ekki langur tími en árin frá endurreisn íslenzka lýðveldisins 1944 þegar tíma- rit kvenna Melkorka hóf göngu sína hafa ef til vill verið einhver þau ör- laga- og viðburðaríkustu sem, yfir þjóðina hafa gengið og hálfur annar áratugur er heldur ekki ómerkur áfangi í blaðaútgáfu íslenzkra kvenna. Fyrir tcepum 65 árum kom fyrsta íslenzka kvennablaðið út á Seyðisfirði, gefið út af seyðfirzkum konum og nokkrum árum síðar Kvennablað Brí- etar, þá Hlín, ársrit Halldóru Bjarnadóttur, og áseinni árum hafa ekki all- fá kvennablöð hlaupið af stokkunum, sem konur hafa staðið að og haldið uppi af miklum dugnaði. Melkorka hefur frá upphafi verið vettvangur framsœkinna og frjáls- lyndra kvenna i landinu og hafa ótalmargar merkustu og ritfœrustu kon- ur þjóðarinnar kveðið sér hljóðs í blaðinu og rætt skorinort menningar- og þjóðfélagsvandamál sem efst hafa verið á baugi hverju sinni, og mun verða fróðlegt fyrir konur seinni tíma að blaða í Melkorku og lesa hinar skel- eggu greinar kynsystra þeirra á dögum kaldastríðs og niðurlægjandi her- náms, og sjá hvernig þær beittu penna sínum til að vara þjóðina við hætt- um hernámsins og spillingu. Ótal greinar um menningar- og réttindamál kvenna hafa birzt í tímaritinu á þessum árum og frá upphafi hefur Mel- korka tekið eindregna afstöðu með friðarhreyfingunni í heiminum ogflutt hlutlægar fréttir af erlendum vettvangi. Öllum lesendum, velunnurum og útsölumönnum blaðsins sendum við í tilefni fimmtán ára afmælisins beztu kveðjur og þakkir. Það er ekki hvað sizt að þakka dugnaði allflestra umboðsmanna blaðsins og skilvisi og tryggð kaupenda, að Melkorka hefur getað komið reglulega út öll þessi ár.

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.