Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 4

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 4
SIGRÍÐUR SÆLAND LJÓSMÓÐIR SJÖTUG AFMÆLISKVEÐJA FRÁ MELKORKU Þá var morgunbirta þá var miðsumar og heiður var himinn yfir háum tindum. Þegar lítil stúlka var í ljósheim borin þar sem liljan vex blá við lága strönd. Við fjörðinn bláan reis borgin unga. Er fluttist hún þangað þá flýðu skuggar. Því hún bar höfuðið hærra en aðrir, hugrökk og sviphrein eins og heiður morgunn. Djarflynda kona! þegar draumarnir rætast, þínir frelsisdraumar þá flýja skuggar. Þá skín morgunbirta yfir bláum tindum og bláliljur vaxa við brimsorfna strönd. Sigríður Einars frá Munaðarnesi Sigríður Eiríksdóttir Sæland átti sjötugsatraæli 12. ágúst síðastliðinn. Hún er fædd á Vatnsleysuströnd en fluttist 1907 með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar og hefur átt þar heima síðan. Hún hefur gegnt ljósmóður- störfum síðan 1912 en þá fékk hún veitingu fyrir Garða- og Bessastaðahreppi. Sigríður er gift Stigi Sæ- land yfirlögregluþjóni í Hafnarfirði og eiga þau þrjú mannvænleg börn uppkomin og eina fósturdóttur. Sigríður á því langan starfsferil að baki ekki ein- ungis sem starfandi ljósmóðir í áratugi og húsmóðir á mannmörgu og gestkvæmu heimili, heldur einnig sem ótrauð og fórnfús baráttukona fyrir hagsmunum alþýðunnar. Hún hefur aldrei legið á liði sínu þcgar góður málstaður var annars vegar og má í því sam- bandi nefna starf hennar í Slysavainafélagi Hafnar- fjarðar og á sviði bindindismála. Sigríður hefur verið útsölumaður Melkorku síðan hún kom út og borið hag tímaritsins mjög fyrir brjósti og þar unnið ómet- anlegt starf. Melkorka óskar Sigríði sjötugri allra heilla. 68 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.