Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 5
Svarið sem vantar Landhelgisdeilan við Breta hefur nú stað- ið rúmt ár. Þann 1. sept. s. 1., er rétt ár var liðið, skrifuðu öll blöð á íslandi um sam- stöðu og einingu íslenzku þjóðaiúnnar í þeirri deilu. Þurfum við raunar engin blöð til að segja okkur frá þeirri staðreynd. En það er önnur staðreynd sem vert hefði verið að gefa nánar gaum, þegar litið var á víg- stöðuna eftir eins árs baráttu við stærsta sjóveldi vestrænna ríkja. Hvers vegna er látið sitja við mótmælin ein í heilt ár, þeg- ar þau bera engan árangur? Hvers vegna er ekki leitað annarra leiða til þess að ná rétti okkar gagnvart Bretum? í þessu sambandi verður að minnast þess, að s. 1. vetur, í febr- úar, kom fram tillaga í utanríkismálanefnd (frá Framsóknarflokknum) að Alþingi lýsti yfir að ekki yrði Iivikað frá 12 mílnaákvörð- uninni í landhelgismálinu. Samþykkt Al- þingis fékkst þó ekki fyrr en 6. maí þ. á. vegna tregðu sumra þingflokkanna (Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks). Nú eru 5 mánuðir síðan jiessi yfirlýsing var gerð og enn situr við sama ástand og fyrir ári, mót- mæli eru borin frant án nokkurs árangurs. Tvennt hefur einkum komið til greina að við gerðum í þessu máli í samþykktum þeim, sem landslýðurinn liefur gert út af deilunni. í fyrsta lagi: Slítum stjórnmála- sambandi við Breta. Það hefði liver einasta þjóð látið verða sitt fyrsta verk er Bretar hófu gagnaðgerðir sínar í landhelgismálinu. Og það undruðust fulltrúar á þingi Sam- einuðu þjóðanna mest, er málið kom þar til umræðu, að slíkt spor skyldi ekki stigið. En þar liggur hundurinn grafinn. Ef við slít- um stjórnmálasambandi við Breta er sjálf- sögð afleiðing þess að við getum ekki verið í Atlanzliafsbandalaginu. Við getum ekki tekið þátt í neinum samtökum með Bret- um. Við getum ekki átt nokkur samskipti við þjóð sem svívirðir okkur að yfirlögðu ráði til þess að kenna okkur að virða hnefa- réttinn, þann „rétt“ sem við höfum fyrir- litið dýpst alls. Og það skipti Jjessa „merku“ húsráðendur á Bretlandi engu máli, að efnaleg tilvera okkar og Jaar með Jíjóðartil- vera okkar er Jiað sem um er teflt. Ég er ein jæirra mörgu, sem hafa aldrei trúað á Atlanzhafsbandalagið eða banda- ríska hernámsliðið hér sem verndara okkar, og framkoma jDeirra aðilja í landhelgisdeilu okkar við Breta er því aðeins staðfesting Jjess sem við vissum svo nákvæmlega fyrir- fram. En ýmsir hér á íslandi Iiafa trúað á gildi þess að ísland væri þátttakandi í hern- aðarbandalagi eða varnarbandalagi eins og formælendur þess kalla það. Þeir eru rnenn að meiri J^egar jDeir sjá hvers kyns er, og áskorunum hefur rignt yfir ríkisstjórn og Alþingi að segja skilið við félagsskapinn. En ríkisstjórn og Alþingi anza því ekki enn. í öðru lagi gátum við kært ofbeldi Breta fyrir Sameinuðu þjóðunum. Ekki hefur Jiað heldur enn sézt rætt. Hvernig er Jjví varið að ráðandi menn í Jijóðfélaginu virðast vera hinir einu, sem liafa aðrar skoðanir á að leysa Jætta mál? Hvernig stendur á þessu aðgerðaleysi stjórn- arvaldanna? Er ekki til meiri hluti á Al- þingi íslendinga, sem vill standa á rétti Jojóðarinnar samkvæmt yfirlýsingunni 6. maí s. 1. Er meiri hluti Alþingis fyrst og fremst í Atlanzhafsbandalaginu og síðan ís- lendingar? Það liggur í hlutarins eðli að spyrja svo, því að Ji>að hlýtur að veikja mál- stað okkar að fara ekki að venjulegum leik- reglum í skiptum þjóða. Við jtolum kjafts- höggin en gerum ekkert til að bera hönd fyrir höfuð okkur. Ráðamenn okkar leggja MELKORKA 69

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.