Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 7
inna meira eða erfiðara starf af höndum, en starfsdagur konunnar er oftast lengri en mannsins, meðan börnin eru á framfæri eða eru í foreldrahúsum. Hjúskaparlögin ís- lenzku segja, að hjónum sé skylt hvoru eftir sinni getu og svo sem sæmir hag þeirra að hjálpast að því að framfæra fjölskylduna með fjárframlögum, vinnu á heimilinu og á annan hátt. Eftir sömu lögum öðlast lrvort hjóna hjúskaparrétt yfir öllu því, sem hitt á við giftinguna eða eignast síðar, nema gerður hafi verið kaupmáli um séreign. Hafi annað þeirra t. d. lagt í búið 10 þús. krónur, en hitt 5 þúsund, er eign hvors þeirra 7500 krónur. Hvernig þessi höfuð- stóll ávaxtast og hvað við hann bætist, veit enginn fyrirfram, en eitt er víst: við dauðs- fall eða skilnað er skipt jafnt. Flest hjón giftast ung og eignalaus. Eini höfuðstóllinn, sem þau leggja í búið, er starfsorka og starfsmenntun. Ungi maður- inn leggur oftast fram bæði starfsorku og starfsmenntun, en unga konan, í flestum til- fellurn því miður, aðeins starfsorku, en lög- in taka það líka fram, að hjónum sé skylt hvoru eftir sinni getu að framfæra heimil- ið. Einnig þessi höfuðstóll, starfsorkan og starfsmenntunin, ásamt vöxtum og vaxta- vöxtum, er sameign, sem skipta skal jafnt. Venjulega er verkaskipting hjóna 'með þeim hætti, að eiginmaðurinn vinnur laun- að starf, en eiginkonan annast barnagæzlu og heimilisstörf, auk þess sem henni er oft- ast sá vandi á höndum að láta laun bónda síns endast til kaupa á heimilisnauðsynjum. Gamalt máltæki segir, að meiri vandi sé að gæta fengins fjár en afla. Hér má skjóta því inn í, að fullt starf fyrir opinberan starfs- mann er 1800 stundir á ári eða 6 stundir á dag í 300 daga, en vinnutímafjöldi hús- mæðra og orlof þeim til handa mun hvergi vera skráð í landslögum, svo þær megi telj- ast fullgildir starfsmenn þjóðarbúsins. Fyrri kynslóðir hafa ákveðið verkaskipt- ingu hjóna með skírskotun til móðurhlut- verks konunnar og kenninga um að móður- ástin sé föðurástinni margfalt meiri, hvað- an sem þær skoðanir eiga rót sína að rekja. Vart munu þær raktar til goðsagnarinnar um Seif, því hann elskaði dóttur sína mjög. En hann vildi eiga hana einn. Þessarar óskhyggju og annara leifa föð- urveldisins gætir víða í þjóðfélaginu. Þeirra Þegar við spinnum hleypur stundum snurða á práðinn og hann herðisl i hnút. Við togum ekki i hanti i reiði pvi pá myndi hnúturinn harðna. Nei, tneð liprum höndutn losum við utn hnútinn, par til við finnum hvernig þræðirnir liggja. Svo leysutn við hnútinn. Þannig viljum við að pið karlmennimir leysið úr vanda þeim sem veldur styrjöldinni. Ur leikritinu Lysistrata eftir griska skáldið Aristofa- nes, sem var leikið fyrsta sinn i Apenu áirið 412 f. Kr. Lysistrata MELKORKA 71

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.