Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 11
enda nýrrai' listgreinar í landinu. Það var mikil gifta, hversu vel tókst til með hæfi- leika frumherjanna. Kannske er það engin tilviljun, að úrvalsfólk valdist í jressa brjóst- fylkingu, og ætti ekki að þurfa að koma á óvart, ef hugleitt er, hversu mikinn mann- dóm og kjark liafi þurft til þess að hætta sér út í þessa tilraun. Hér heima á ættlandinu finnst mér Júlí- ana ekki metin að fullum verðleikum eða eins og efni standa til, og má þó segja að okkur sé nokkur vorkunn í því efni, þar sem hún hefur dvalið og unnið erlendis mikinn hluta æfinnar, en þó má segja, að Hst lienn- ar mæti vaxandi skilningi í seinni tíð. Lofs- verð bending í þá átt var yfirlitssýning sú á verkum hennar er Menntamálaráð ís- lands gekkst fyrir sumarið 1957. Hvað er það svo, sem er merkilegast og sérkennilegast við listaverk Júlíönu Sveins- T eppi VefnaÖur dóttur? Ég vil flýta mér að taka fram, að þessari spurningu verður ekki svarað hér á neinn viðhlítandi liátt. Kannske mest af því, að um er að ræða mörg sérkenni, að meiru eða minna leyti óræð — eiginleika, sem aðeins verða rétt lesnir augliti til aug- litis við myndirnar sjálfar en ekki af skrif- uðum blöðum. Eitt einkenni mynda Júlfönu, er að þær spegla einhvern dulrænan draum — draum í mjúkum og mildum litum, aldrei hörðum eða hvellum — ávallt í moll. Það einkenni, sem ég ætla þó mest um vert er Jretta, að í verkum hennar kemur alltaf ljóst frarn það sem máli skiptir. Það skiptir engu máli, hvort myndirnar eru málaðar í Vestmannaeyjum af sjálfum heimakletti hennar og sjónum í grennd, eða af blómum í glugga við Eyrarsund. Um leið og ég bið Júlíönu að virða á betri veg þessi fáu orð, óska ég íslendingum ekki sízt þeim ungu — hamingju með hana á þessum afmælisdegi hennar, og þá henni sjálfri sem lengstra lífdaga. Svavar Guðnason. MELKORKA 75

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.