Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 12
Máttur áróðursins Eftir Mariu Þorsteinsdóttur „Allir þeir, sem ofsóttir eru og hrjáðir, verða að taka höndum saman gegn fasismanum í sínum eigin ríkis- stjórnum, fyrir þessari sögulegu nauðsyn verða allar mismunandi skoðanir í pólitískum, trúarlegum og öðr- um efnum að víkja.“ Þessi orð mælti Klara Zetkin hin merka, þýzka stjórnmálakona, þegar hún, sem aklurs- forseti, opnaði rikisdaginn árið 1932. Henni var þá þegar ljóst að linnulaus áróður auðvalds og fasisma bar heiminn hraðbyri í áttina til nýrrar heimsstyrjald- ar. En heimurinn bar ekki gæfu til að hlusta á þá sent vöruðu við hættunni. Ári eftir að Klara mælti þessi orð komst Hitler til valda og örlög Evrópu voru ráðin. Yfir heiminn gekk svartnætti nazistískra ofsókna, fjölda fólks var varpað í fangabúðir, þar sent það varð að þola pyntingar og dauða vegna stjórnmálaskoðana og þjóðernis. Jafnframt því markaði villimannlegur hernaðarandi almenningsálitið i hinum borgaralega heimi. Kvað þar svo rammt að, að hér heima á íslandi birti eitt dagblaðið athugasemdalaust frásögn ítalsks flugmanns, sem varpaði sprengju á varnarlausan rnann- fjölda Abessiníu; segir hann þar, að þegar liann ltorf- ir úr flugvél sinni á sprengjuna bitta mannfjöldann, þá hafi sú sjón minnt sig á er rós opnast á vordegi. Þannig var með lúalegum áróðri reynt að vefja hræði- legustu glæpi í rómantískan ljóma. Þjóðabandalagið, sem mannkynið hafði í fyrstu tengt nokkrar vonir við, reyndist gersamlega máttlaust til að útkljá deilumál og koma í veg fyrir hernaðarbrjálæðið, þar mættust aðeins diplomatar, sem hver og einn túlk- aði skoðanir rikisstjórnar sinnar, en ekki hins óbreytta borgara. Og enn einu sinni hrundu auðhringar hins borgaralega heims af stað styrjöld, hryllilegri og ægi- legri en nokkru sinni áður, til þess að stórveldin gætu enn á ný skipt upp heiminum í nýlendur og áhrifa- svæði. Við, sem erum orðin miðaldra fólk, munum víst flest eftir aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar, við munutn hvernig Þýzkaland Hitlers myndaði And- kommúnistíska bandalagið ásamt Ítalíu og Japan, þessi ríki hugðust að ráða niðurlögum kommúnismans í heiminum. Við munum hvernig Þýzkaland lagði undir sig hvert ríkið á fætur öðru í Evrópu og þá hræðilegu ofsóknarherferð sem ríkisstjórn Hitlers fór gegn komm- únistum og Gyðingum. Kommúnistar um allan heim vörtiðu við hættunni, hin borgaralegu dagblöð og út- varpsstöðvar hinna vestiænu landa, sem þó kenndu sig við lýðræði og stærðu sig af hlutlausum fréttaflutn- ingi reyndu að draga fjöður yfir þessar aðfarir og af- saka þær á alla lund. Ef einhver orðrómur barst út um það, að í Þýzka- landi væru fangar pyntaðir í fangabúðum, þá var það kölluð kommúnistalygi í löndum hins borgaralega lýð- ræðis. Hinsvegar sönnuðu dagblöð Vestur-Evrópu það með tölum, að búið væri að brenna allar kirkjur i Ráðstjórnarríkjunum og rekja garnirnar úr velflestum prestum þar; áttu menn að vonum ekki nógu sterk orð til að fordæma slíkan ósóma. 1. september 1939 var svo stríðið hafið, enn einu sinni hafði hin vinnandi alþýða ekki verið þess um- komin að taka liöndum saman gegn fasismanum í eigin rikisstjórnum, heldur hlustað á þann áróður sem yfirstéttin beitir í hvert sinn sem hún þarf að láta hinn óbreytta borgara vinna gegn hagsmunum sínum. Hina næstu mánuði geisaði striðið, borgir voru eyði- lagðar í loftárásum, mannslífum var tortýmt, þeir sem heima sátu reyndust ekkert öruggari en hermennirnir á vígvöllunum. Herir Þýzkalands flæddu yfir álfuna og enginn virtist standast þeirn snúning. Eftir fyrsta stríðsvetur hernam brezki herinn svo ísland, sem þó hafði lýst yfir ævarandi hlutleysi í lok fyrri heimsstyrj- aklarinnar. Eftir hálfs annars árs sigurgöngu réðist svo þýzki her- inn inn í Ráðstjórnarríkin vorið 1941. Samkvæmt frá- sögnum borgarablaðanna áttu austur þar að vera ein- tómt kúgað og hungrað fólk, það er ekki væri þegar dáið úr hungri eða hefði verið útrýmt af stjórnar- völdunum; fólk hristi höfuðið. Hitler yrði ekki lengi að ráða niðurlögum veslinga þeirra er þar skrimtu á horriminni. En hvað skeði svo? Ráðstjórnarþjóðirnar vörðu hverja götu og hvert hús í landi sínu. Eftir langa og harða viðureign, miklar þjáningar og miklar fórnir mannslífa var þýzka hernum snúið við við Stalin- grad og rekinn heim til sín aftur og vestræna áróðurs- vélin neyddist til að þagna um stundarsakir í krafti þess að staðreyndirnar reyndust áróðrinum máttugri. Hér á fslandi sagði fólk meira að segja: „Mikið andskoti hefur verið logið að manni um Rússana." Sókn Rauða hersins hélt áfram, liann frelsaði þjóðir Austur-Evrópu hverja á fætur annarri undan áralangri hörmung þýzkrar hersetu. En hvað gerðu nú Vestur- 76 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.