Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 13
veldin? Konni |>au nú ekki inn í Vestur-Evrópu og ráku lieri l'jóðverja úr löndum jiciin cr ]>eir höfðu lagt undir sig ]>ar? O nei ekki alveg, þan gerðu sem sé ekki innrás á meginlandið fyrr en augljóst var orðið að ekki vantaði nema herzlumuninn að Rauði herinn sigraði Þjóðverja einsamall. 1 maí 1945 mættust herir Bandamanna að austan og vestan við Elbu og hermennirnir fcllust i faðma og fögnuðu sigrinum. Svo hófst kalda stríðið á nýjan leik. Nú Jrótti mikils við þurfa, því að þjóðir Austur-Evrópu höfðu allar tekið upp sósíalistískt jrjóðskipulag og auð- hringar hins borgaralega heims eygðu veldi sitl riða. Churchill smíðaði járntjaldið, áróðurinn gegn Ráð- stjórnarríkjunum komst í algleyming á nýjan Ieik. Var oft ekki annað að sjá, eftir skrifum borgarablaðanna að dæma, cn ]>að hefðu verið Ráðstjórnarríkin ásamt Þýzkalandi sem hófu stríðið og mátti jafnvel ætla að þau hefðu verið bandamenn Hitlers. Og grunur minn er sá að til sé ]>að æskufólk hér á landi, sem aðeins hefur lesið unr þessa atburði, en man þá ekki af eigin raun, senr veit alls ekki að það voru raunar fyrst og fremst herir Ráðstjórnarríkjanna sem unnu sigur yfir veldi Hitlers. Eftir stríðið var Evrópa flakandi f sárum, hrundar borgir, eyðilögð atvinnutæki og umfram allt hungrað, klæðlaust fólk, sem hafði rnisst ástvini sína og heimili; varla var sú fjölskylda til á meginlandi Evrópu senr ekki átti um sárt að binda eftir stríðið. Þjóðirnar sem komu stríðinu af stað vöknuðu við þann vonda draum að þ er höfðu verið Iilekktar hroðalega, þeim hafði ver- ið lofað gulli og grænum skógum, en þær uppskáru hryllilega eymd. En í öllum þessuin hörmungum liafði þó fólkið í stríðslöndunum lært vissar staðreyndir, m.a. það að æskumaðurinn, sem kippt er burt frá námi sínu til að drepa meðbræður sína í öðrunr lönduin og kemur aftur örkumlaður frá þeim hildarleik, er jafn illa settur hvort sem hann er Englendingur eða Þjóð- verji; móðirin sem missir börnin sín í loftárás eða úr hungri er jafn sárt leikin hvort scm hún á heima í Kína eða Japan. Hin vinnandi alþýða í heiminum á hinna sömu hagsmuna að gæta hvar sem er. Frumskilyrðið til að lífvænlegt sé í hciminum er að kotnið sé í veg fyrir styrjaldir. Krafan um frið á jörð var því allhávær í lok síðustu heimsstyrjaldar. Yfir rjúkandi rústum hinnar striðshrjáðu Evrópu myndaði fólkið sjálft sín eigin samtök til varðveizlu friðarins í heiminum. Heimsfriðarráðið var myndað, Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna, Alþjóðasam- band lýðræðissinnaðra stúdenta, Alþjóðasamband lýð- ræðissinnaðra æsku. Fyrsta og stærsta krafa allra þessara samtaka var að berjast fyrir varðveizlu friðarins og að vinna gegn notkun hinna mikilvirku múgdrápstækja, scm fundin voru upp í lok styrjaldarinnar og voru megnug þess að þurrka út heilar borgir á einu andartaki. Þá varð Heimsfriðarráðið fyrst til þess að setja fram kröfuna um stórveldafuncl og ýmislegt annað það er áhrifaríkast hefur orðið til að draga úr þeirri spennu sem ríkt hef- ur í alþjóðamálum að undanförnu. Við skyldum ætla að öll þessi samtök befðu orðið kærkominn ráðgjafi Sameinuðu þjóðanna á þingunr þeirra og að allur heimurinn hefði glaðzt yfir hinum mikla sarnhug, sem ríkjandi var um varðveizlu friðar- ins. Því var þó ekki að heilsa. Ekki höfðu þessi saintök fyrr verið stofnuð en allur hinn vestræni heimur hóf linnulausan áróður gegn þeim. Þau voru sögð skipu- lögð af Rússum og talin starfa eingöngu í þeirra þágu og mcðlimir þeirra hafa verið ofsóttir leynt og ljóst. I'ing þeirra hafa ekki fengizt haldin nema í sárafáum löndum Veslur-Evrópu og þá jafnan við meiri og minni örðugleika af stjórnarvaldanna hálfu. Svo standa þessi mál t. d. núna, meðan Dönitz flotaforingi er hylltur. í Vestur-Þýzkalandi eru friðarsamtökin mjög illa séð þar og unnið gegn þeirn af yfirvöldunum eins og þau ]>ora og geta. F.n stormsveitarforingjar Hitlers, þessir böðlar Evrópu, sem stjórnuðu fangabúðum, gasklefum og öðr- um múgmorðs- og pyntingatækjum, þeir eru hver á fætur öðrum settir í þokkalegar stöður í Vestur-Þýzka- landi. Ef þeir þrátt fyrir allt eiga svo slæma fortíð, að ckki þykir forsvaranlegt að hafa þá í opinberum stöð- um, eru þeir a. m. k. scttir á svo rífleg eftirlaun að hvcr meðal Vestur-Þjóðverji teldi sig fullsæmdan af slíkum launum. En um þetta lesum við lítið á síðum blaðanna í hinum vestræna heimi. Aróðursvél hcimsvaldasinna gengur án afláts með útreiknaðri tækni og miklum árangri, áróður hennar síast jafnvel inn í okkar cigin vitund án þess að við vitum af. Það er t. d. búið að segja okkur svo lengi að Bretar scti sannsögulli og að brezka útvarpið flytji á- reiðanlegri fregnir af heimsviðburðum en litvörp ann- arra þjóða, að við vorum jafnvel farin að trúa því, jafn- vel þó að við vissum undir niðri að þessu væri ekki svona farið. Þá hefur sú skoðun verið harla útbreidd hér á landi að Bretar væru svo siðmenntaðir og mann- úðlegir, að þeir fremdu ekki ofbeldi gegn öðrum þjóðum. Þannig hafa t. d. dagblöð okkar afsakað að- farir þeirra á Kýpur og árás þeirra á Súez, voru hér kallaðar lögregluaðgerðir. Þó að Frakkar hafi aldrei átt öðru cins fylgi að fagna hér á landi og Bretar, lrafa þó aðfarir þeirra í nýlendunum ckki verið sérlega rnikið fordæmdar hér, og valdataka De Gaulle hefur ekki ver- ið hinuin vestræna heimi neinn sérstakur þyrnir í aug- um. Það var fyrst þegar Bretar fóru að frernja lögreglu- aðgcrðir sínar á fiskimiðunum hér í kring um landið, að við höfum fyrir alvöru farið að endurskoða mat okkar á þeim og okkur hefur farið að renna grun í að þeir væru ekki alveg eins siðmenntaðir og heiðarlegir MELKORKA 77

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.