Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 16

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 16
EINAR KRISTJÁNSSON: Jakobína Sigurðardóttir skáldkona Kajli úr erindi fluttu i samsccti Menningar- og friðarsamtaka hvenna á Akureyri, er haldið var til heiðurs skáld- konunni Jakobínu Sigurðardóttur. Þegar ástæða virðist til að örvænta um framtíð mannkynsins og sigur liins góða í tilverunni, þá er ekkert eins hughreystandi og að hugsa til einstakra manna, í ýmsum stéttum, og þá ekki sízt alþýðustéttunum, sem eru svo grandvarir í góðvild sinni og manndáð, að óhugsandi er að þeir nokkru sinni vildu viðhafa óréttlæti í annars garð, eða vinna hinni minnstu lífveru mein eða tjón. Ég hef kynnzt fjölmörgu fólki þannig gerðu og ekki get ég neitað því, að mér virðist sem konurnar skipi þar ekki minni hlutann. Og ég hef verið að hugleiða, að ef heim- urinn allur samanstæði af þess háttar fólki eingöngu, þá væri allt hatur og allar styrj- aldir úr sögunni. Hvers vegna getur ekki fólk sem gætt er umburðarlyndi, góðvild, heilbrigðum lífs- skoðunum og öðrum mannkostum, stjórnað heiminum, og er endilega ástæða til að ætla að það verði um alla tíma ofurliði borið? Auk þessa fólks, sem við þekkjum ö]l af persónulegri kynningu, eigum við hóp skálda, rithöfunda og listamanna, sem held- ur uppi merki réttlætis og mannúðar.Radd- ir þeirra hefur ekki tekizt að þagga og tím- inn mun leiða í ljós hversu mikið þjóðin á þeim að þakka. Því geri ég þetta að umtalsefni, að hér hjá okkur er nú stödd ein úr þessum hópi, skáldkonan Jakobína Sigurðardóttir, sem á undanförnum árum hefur vakið athygli allra, sem fylgjast með baráttu fólksins gegn hernámi og skoðanakúgun. Rödd hennar hefur verið djörf og einörð, stefnan hik- Jakobina Sigurðardóttir. laus og ákveðin. Kvæði hennar hafa borið vott um fórn- fúsa starfsgleði, heita réttlætis- kennd, og göfuga þj óðernistilf inn- ingu. Hennar þáttur í baráttu fólksins gegn hernaðarviðurstyggðinni, liefur verið henni til mikillar sæmdar og íslenzkar kon- ur mega vera stoltar af því að eiga hana í sínum hópi. Jakobína Sigurðardóttir er sannur full- trúi hins bezta í íslenzkri alþýðumenningu okkar samtíðar. Hún á uppruna sinn að rekja til eins afskekktasta byggðarlags á Vesturlandi, Hornstrandanna. Það verður löngum svo, að hvert sem leiðir Hggja, eiga bernskustöðvarnar rík í- tök í okkur, ekki sízt þeim, sem búa yfir næmleik skáldlegra hneigða og hæfileikan- um til að tengjast umhverfinu nánum skyldleikaböndum. Jakobína hefur, svo mér sé kunnugt ort tvö kvæði um þessa æskubyggð sína, og hafa bæði birzt í blöðum, kvæðin Hugsað til Hornstranda og Hvort var þá hlegið í hamri. íslenzk stjórnarvöld hafa í örlæti sínu úthlutað ameriskum her landssvæði við Aðalvík og Horn. Eins og kvæði Jakobínu bera með sér, hefur henni ekki verið það sársaukalaust, að vita þessar æskustöðvar sínar afhentar erlendu herveldi til að leika þar sínar ó- 80 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.