Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 24

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 24
Sérhvert lýðveldi innan Ráðstjórnarríkj- anna gefur út sitt eigið kvennablað á þjóð- tungu sinni.Önnur kvennablöð eru: Bónda- konan, Verkakonan. Sovétkonan er gefið út á tíu tungumálum. Elena Khakhalína.Nú erkomið að henni. Þú skilur ekki málið sem hún talar. En þú vei/.t samt hvað hún er að segja. Olga Uslia- kova túlkar úr rússnesku á ensku. En hjá Khakhalinu verðum við fyrir miklum per- sónutöfrum. Það má einna helzt líkja ræðu hennar við söng söngkonu, til dæmis Mar- ían Anderson. Hún talar beint inn í hjartað á okkur. í stríðinu og umsátrinu um Leningrad þoldi þessi kona allt það sem mannlegur máttur má þola. Hún er læknir að mennt en starfar nú sem varaborgarstjóri þessarar borgar sorgar og gleði. Hún er mjög hrifin af fæðingarbæ sínum Leningrad. Það virðist okkur alveg sérstakt að vera frá Leningrad, eitthvað líkt og að vera frá Þingeyjarsýslu, hugsum við. Hún er hriíin af náttúrufegurð íslands og víðáttu þess og einveru. Einhverntíma ætla ég að koma til Islands aftur, segir hún. En þá sem túristi. Þá ætla ég að ráfa um fjöll og firnindi og skoða þetta fagra land senr ég hef mest séð af myndum. Við spyrjum hana um viðhorf Sovétkon- unnar á ýmsum sviðum. Hún segir okkur svo frá: Strax og ráð- stjórnin komst á laggirnar lýsti stjórnin yfir því að mæðra- og barnavernd væru frum- atriði ríkisins. í okkar landi Ijyrjar um- önnun fyrir barninu löngu fyrir fæðingu þess. Þessu er komið í kring með skipulögðum umbótum á heilbrigðislegu ástandi konunn- ar í starfi sínu, útljreiðslu heilsufræðilegrar þekkingar meðal fólksins, heilsuvernd og allri læknishjálp ókeypis. Læknir við heilsuverndarstöð kvenna á- samt forstöðumönnum vinnustöðvanna sjá fyrir lieilsuvernd, svo sem eins og góðum vinnuskilyrðum, að koma konum í léttari vinnu hvenær sem nauðsynlegt þykir og svo framvegis. Lög Sovétríkjanna segja svo fyrir að kon- ur eigi að lá visst frí á fullum launum með- göngutímann og meðan barnið er nýfætt. Núna er þetta frí 112 dagar. Hvernig kemur það við heimilislífið að konur vinna úti í Sovétríkjunum? Fólk borðar á vinnustað. Börnin eru á vöggustofum og dagheimilum. Það verkar ekki svo mjög á heimilislífið. Við höfum 8 stunda vinnudag. Eftir nokkur ár verður 6 stunda vinnudagur. Við spyrjum: hvað ætlið þið að gera við allan þennan langa frídag? Þær hlæja að því og segjast hafa nóg við hann að gera. Við lásum í Melkorku í fyrra, segjum við, til þess að sýna að Melkorka sé ekki útúr hól, að kvenfélög í ykkar löndum hefðu það starf með höndum að komast í kynni við konur úr öðrum löndum og öllum hlutum Ráðstjórnarríkjanna. Konur í okkar löndum hafa jafnan rétt á við karlmenn, segir hún. Þær eru jafnrétt- háir meðlimir allra mögulegra félaga. í Sovjetríkjunum eru mörg slík félög. Stórt kvenfélag sem lreitir kvennasam- band Sovétríkjanna hefur meðlimi úr öll- um mögulegum iðnfélögum, félögum kvenna, vélfræðinga, starfsmanna allra teg- unda t. d. samyrkjubúa o. fl. Sambandið vinnur að bættum lífsskilyrðum og menn- ingarskilyrðum Sovétfólksins. Eitt aðalverkefni sambandsins er að efla vináttu og skilning kvenna í Ráðstjórnar- ríkjunum og kvenfólks annarra landa svo og vinna að friði. Frá 1945—1957 komu konur frá 73 lönd- um til Ráðstjórnarríkjanna. 1958 frá 32 löndum. Sovétkonur fóru til 28 landa, 48 sendinefndir Ráðstjórnarríkjanna tóku þátt í ýmsum alþjóðlegum kvennaþingum. Félag Sovétkvenna er í Alþjóðasambandi lýðræðissinnaðra kvenna. Áður en Melkorka veit af er tími hennar 88 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.