Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 27

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 27
urs. Tanpa þaut eins og elding á eftir vefn- um, baðaði út liöndunum og hrópaði eins hátt og hún gat, en hann hvarf á stundinni úr augsýn. Vesalings Tanpa leið í ómegin fyrir utan dyrnar. Bræðurnir þrír hjálpuðu henni inn í kofann og lögðu hana í rúmið. Hún rakn- aði smásaman við eftir að þeir höfðu gefið henni ögn af engifersúpu. „Limi, gakktu í austur og finndu fyrir mig myndvefinn minn, án hans er mér lífið einskis virði,“ sagði hún við elzta son sinn. Limi kinkaði kolli, setti upp hálmskóna sína og hélt í austur. Eftir mánaðarferðalag kom hann að fjallaskarði einu. í skarðinu var steinhús og hægramegin við það stóð hestur úr steini. Hann var með opinn munn eins og hann ætlaði að fara að gæða sér á nokkrum rauðum berjum sem spruttu þarna hjá honum. Fyrir framan hús- ið sat gömul kona hvít fyrir hærum. Þegar hún sá Lima, ávarpaði hún liann með þess- ari spurningu. „Hvert ert þú að fara, sonur sæll?“ „Ég er að leita að ábreiðu, chuang-mynd- vefnaði,“ svaraði Limi. „Móðir mín eyddi þremur árum í að vefa hana en hún fauk í vindhviðu austur.“ Ábreiðan var seidd burtu af álfkonunum á Sólarfjalli í austri, upplýsti gamla konan. Þær ætla að nota hana sem fyrirmynd i vef hjá sér ,því hún er svo fallega unnin. En það er ekki áhættulaust að komast þangað. Fyrst verðurðu að brjóta úr þér tvær tenn- ur og stinga þeim upp í steinhestinn svo hann geti hreyft sig og etið rauðu berin. Þegar liann er búinn með tíu ber geturðu farið á bak. Hann mun skila þér til Sólar- fjallsins. En eldfjall er á leiðinni, það stend- ur í björtu báli og yfir það verðurðu að komast. Þegar hesturinn veður eldinn verð- urðu að bíta tönnunum fast saman og láta ekki hitann fá á þig. Ef þú kveinkar þér með einu orði brennurðu upp til ösku. Síð- an kemurðu að stóru stormúfnu liafi þar sem öldur barðar jakahröngli munu skella á þér. En þú verður að bíta á jaxlinn og varast að skjálfa. Fari minnsti kuldahrollur um þig sekkurðu niður á hafsbotn. En þeg- ar þú ert kominn yfir ísrekið hafið þá er leikur einn fyrir þig að halda til Sólarfjalls- ins og ná í ábreiðu móður þinnar. Limi þreifaði um tennurnar í sér og sá fyrir sér í anda logandi bálið, öldurnar og íshrönglið. Hann var fölur sem nár. Gamla konan virti hann fyrir sér og hló. „Þú hefur ekki þrek til þess arna, sonur minn. Haltu ekki lengra. Ég ætla að gefa þér lítinn kassa með gullpeningum. Þú get- ur farið heim til þín og lifað áhyggjulausu lífi.“ Hún fór inn í steinhúsið og sótti lítinn kassa með gullpeningum og Limi tók við honurn og hélt á stað heimleiðis. Á leiðinni hugsaði hann með sjálfum sér. „Ég get lifað mesta sældarlífi fyrir þessa gullpeninga. En heim með þá fer ég ekki. Það er meira vit í að njóta þeirra sjálfur heldur en að láta fjölskylduna eta þá upp.“ Svo hann ákvað að halda ekki heim og stefndi inn til stórborgarinnar. Tanpa lét meir og meir á sjá. Hún beið í tvo mánuði en ekki bólaði á Lima. „Litn- ingur, gakktu í austur og náðu í chuang- myndvefinn minn. Hann er mér sjálft líf- ið,“ sagði hún við næst elzta son sinn. Litningur kinkaði kolli, setti á sig hálm- skóna og hélt í austur. Að mánuði liðnum hitti hann gömlu konuna sem sat fyrir fram- an dyrnar á steinhúsinu í fjallskarðinu. Gamla konan endurtók allt sem hún hafði sagt við bróður hans. Litningur þreifaði urn tennurnar á sér, sá í huganum eldbálið og nístingskaldar öldurnar. Hann varð einnig fölur sem nár. Gamla konan gaf honum lítinn járnkassa með gullpeningum. Hann tók við honurn. Hann ákvað eins og Limi að snúa ekki heim aftur en hélt í þess stað inn til stór- borgarinnar. Tanpa beið í aðra tvo mánuði. Hún hafði varla fótavist lengur, var ekkert orðin nema MELKORKA 91

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.