Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 30

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 30
Framh. aj 73. bls. til Bangkok. Ég róaði taugarnar og hélt á- fram að skoða hinar stórkostlegu fornu musterisrústir en þær liggja á víð og dreif um frumskóginn. Daginn eftir landamæra- ævintýrið sat ég í makindum með hugann langt aftur í öldum, ég var með uppspennta sólhlíf og sat í kerru aftan á hjóli (en slík eru aðalfarartækin þar í sveit). Strákurinn sem hjólaði með mig fór hægt eftir friðsæl- um skógarstígnum, en við vitum ekki fyrr en skriðdrekar með gapandi byssum og fjöldi hermanna með stálhjálma og allt tilheyr- andi stöðva okkur. Þarna var sem sagt kom- inn stjórnarherinn í öllu sínu veldi og flæddi nú um alla vegi að kæfa uppreisn í fæðingu að sögn, en sökudólgurinn var landstjóri þessa héraðs og generáll mektug- ur mjög með hluta af hernum á sínu bandi, en hann hafði komizt undan út í frumskóg- inn. Mér var skipað að fara úr kerrunni og hermennirnir reka byssurnar undir sætið; hvort þeir hafa haldið að ég sæti á gener- álnum veit ég ekki. Ég gat ekki annað en brosað, þó ég væri hálf skelkuð við allt þetta ljrambolt.. En generállinn komst und- an. I Rangon sá ég hina gullnu pagodu, sem er eitt allra íburðarmesta guðshús Austur- landa og er þá mikið sagt. Pagodan gnæfir gullin við himinn á all Iiárri hæð, en upp að henni liggja yfirbyggð þrep og upp þau verður maður að ganga berfættur, þótt höndlað sé þar á báðar hendur eins og í forgarði musterisins forðum. Næst liggur leiðin til Nepal og svo um Norður-Indland og síðan ef allt gengur að óskum til Uzbekistan . . . Holland. Nú hefur verið afnumin sú rcgla að konur í opin- berri þjónustu verði að leggja niður störf við giftingu. Má nú cinnig ráða giftar konur til hvers konar opin- berra starfa. ^fólabaUsiuriuH Nokkrar kökuuppskriftir Jóla-sandkaka. 250 gr smjör, 250 gr sykur, 4 egg, 250 gr hveiti, i teskeið lyftiduft. Smjör og sykur hrært livítt, eitt og eitt cgg hrært saman við í einu og síðan hveitinu og lyftiduftinu, saxaðar möndlur og súkkat látið saman við. Kakan er bökuð við jafnan hita. Ljúffengar smákökur. 190 gr smjörlíki 190 gr sykur 3 egg 250 gr hveiti 2 teskeiðar lyftiduft. Smjörlíkið, sykurinn og cggjarauðurnar eru hrærð saman. Hvcitið og lyftiduftið látið saman við og deigið hrært litla stund. Síðan er stífþeytlum eggjunum hrært lauslega saman við með hendinni. Deiginu er smurt mjög þunnt á smurðar plötur og ofan á settar saxaðar möndlur; í raðir á milli þeirra er stráð kúrenum og yfir alla plötuna er svo stráð grófum sykri. Deigið bak- ist við góðan og jafnan hita þangað til það er ljós- brúnt. Skorið í ferhyrndar kökur meðan það er heitt. Lagkökubotnar. 4 eggjahvítur eru þeyttar þar til þær eru mjög stífar, sfðan eru rauðurnar þeyttar saman við ein og ein í einu, síðan er G matskeiðum af sykri bætt út í ásamt 6 matskeiðum af kartöfluméli og 1 matskeið af hveiti, allt hrært vel saman og síðast er hrært saman við U/2 teskeið af lyftidufti. Botnarnir eru bakaðir þunnir og krem eða sulta er látið á milli. Skreyta má kökuna með þcyttum rjóma og ávöxtum. Súkkulaðistengur. 160 gr smjörlíki 160 gr hveiti 1 matsk. kakó 140 gr sykur Ví< cgg 1 matskcið vanillusykur Hveiti, sykri og kakó er blandað saman. Smjörlíkið mulið í.Vætt með egginu og vanillusykurinn látinn sam- an við. Hnoðað og rúllað í stengur, sem eru skornar 4 cm langar. Smurðar með eggi og dýft í saxaðar möndlur. Bakaðar við mikinn hita. 94 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.