Melkorka - 01.09.1960, Síða 4

Melkorka - 01.09.1960, Síða 4
r---------------------------------V LÍNEVJÓHANNESDÓTTIR: HUGSAÐ TIL SYSTUR MINNAR Böðulshöggin hrenna blóðstraumarnir renna. Harmur er mér i hjarta hugsa ég til þín svaria systir mín. Skarlatsárin skreyta skartið hvítir veita. Harmur er mér i hjarta hugsa ég til þín svar a systir min. Lanclið dökkra líka lagt er undir ríka. Harmur er mér i hjarta liugsa ég til þín svar a systir mín. V________________________________ hinnalO ríkja sem ræddn afvopnun í Genf um sama leyti og þingið stóð. Einnig starf- aði nefnd á þinginu sem ræddi verkefni kvennasamtaka og einstaklinga til að hafa áhrif á að aflétta alþjóðaspennu, vinna að afvopnun og skilningi í samstarfi þjóða. Þar var lögð höfuðáherzla á liinn gamalkunna sannleika, að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér. Máttur samtakanna í þessu sameiginiega áhugamáli allra þjóða heims er öllu sterkari til árangurs. Að öðru leyti voru umræðuefnin 1) um réttindi kvenna 2) um þátttöku kvenna í opinberu lífi 3) um þátttöku þeirra í efna- hagslífinu 4) um menntun og félagslegan þroska kvenna 5) um samræmingu atvinnu- starfa og fjölskylduábyrgðar. í öllum þess- um málum störfuðu nefndir og þingið gerði ályktanir í þeim. Hver fulltrúi gat aðeins tekið þátt í starfi einnar nefndar, því að þær störfuðu allar á sama tíma dags. Það er því ekki nóg að senda 1—2 fulltrúa á svona þing, því að allt- af verða nokkur mál til umræðu sem snerta okkur, þó að aðstæður séu eins og áður er á vikið. Undirrituð varð eini fulltrúinn frá ís- landi, þar eð Þóra Vigfúsdóttir veiktist, en hún hafði ætlað að taka þátt í þinghaldinu. Ég kaus að hlýða á umræður í nefnd um þátttöku kvenna í opinberu lífi. Frú Nancy Reeves, lögfræðingur frá Bandaríkjum Norður-Ameríku, liafði fram- sögu í þessu máli. Hún kom víða við máli sínu til skýringar en hér verður aðeins minnst á fátt eitt. Staða kvenna í heiminum er ákaflega mis- munandi, svo mismunandi að þar er ekkert sameiginlegt nerna nafnið. Á alþjóðaþingi kvenlögfræðinga, sem frúin hafði tekið þátt í voru t. d. eftirfarandi atriði til umræðu m. a.: 1. Breytingar á lögum um fjölkvæni. 2. Réttur eiginmanns til að höfða skilnað- armál ef kona hans stundar sjálfstæða atvinnu gegn vilja hans. 3. Unglingsstúlkur í Itvítri þrælasölu. 4. Fæð kvendómara. 5. Brúðarverð: mikilvægi þess í ættbálka- skipulaginu og hvernig megi samræma það lögum samtímans. Svo margvísleg er staða kvenna rétt eftir miðja 20. öldina. Fyrir heimsstyrjöldina fyrri höfðu aðeins 3 lönd veitt konum sínum pólitísk réttindi. Þau voru Nýja-Sjáland, Finnland og Noreg- ur. Nú hafa konur kosningarétt og kjör- gengi alls staðar að undanteknum 11 lönd- um. Talan er þó ekki alveg örugg. Þessi réttindi hafa fengizt fyrir þrotlausa baráttu 44 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.