Melkorka - 01.09.1960, Qupperneq 11

Melkorka - 01.09.1960, Qupperneq 11
á þriðja hundrað manns með kröfuspjöld og íslenzka fánann fremstan. Stundin var runnin upp, nú varð ekki aftur snúið. Við mundum koma heirn að kveldi sigruð eða sigurvegarar. Þetta var okkar Stiklastaðar- orusta og Brjánsbardagi. Annað atriði sem mér er minnisstæðast var gangan um Hafnarfjörð. Allur Hafnar- fjörður var á stjái. Það var engu líkara en kóngurinn væri að korna. í hverjum gfugga livers liúss var troðfullt af fólki og meðfram götum á gangstéttum og í dyragættum var þéttskipað fólki. Þar tók gangan verulega að stækka. Svipurinn á áhorfendum var forvitinn, kurteis, engin andúð. Þarna komu margir góðir menn til liðs við okkur til dæmis Þór- bergur og Margrét. Þegar við gengum um Hafnarfjörð vissum við að gangan var sigur- ganga. Við gengum enn. í Kópavogi tók að versna vegna umferð- arinnar, bílamergðin úr Reykjavík var skil j- anlega mikil, þegar allir sem vettlingi gátu valdið fóru út að sjá gönguna. Það var sá andblær í göngunni sem minnti á skapið á fundunum þegar gangan var rædd. Kunn- ingjarnir komu nú til móts við okkur í stríð- um straumum, fögnuðu okkur, bættust í hópinn. Stemningin reis. Enginn hafði bú- ist við öðru en aumingjalegum fámennum hópi manna sem rigningin hafði brotið fjör og þrótt. Við vissum að gangan var sigur- ganga. Samt átti hún enn eftir að stækka. Loks er enn sá atburður ótalinn þegar við gengum niður Öskjuhlíð, beygðum svo inn Lönguhlíð og litum til baka til þess að sjá Iiversu fjölmenn gangan væri og við sáum ekki fyrir endann á lrenni uppi á Öskjuhlíð- inni. Við vissum að gangan var sigurganga. Samt átti hún enn eftir að stækka. Á öllum vegum beið fólk sem smeygði sér inn í fylk- inguna til kunningjanna. Nokkrir úrtölu- menn sem áður voru gengu nú ákveðnir með. Við liöfðum sigrað. Við höfðum gert liðskönnun. Við vorurn afl. Aldrei fyrr liafa hernámsandstæðingar Frú Keflavikurgöngunni. Þrir rettliðir. MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.