Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Olafsdóttir, Rcykjahlíð 12, Reykjavik, simi 13156 . Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstrœti 27, Reykjavik. Útgcfandi: Mál og menning Hvíti bróðir í órafjarlægð, þar sem bræður berjast, hvítir við svarta, svartir við hvíta liggja særðir menn hlið við hlið, suður í Kongó. í Kongó Þeldökkur unglingur liggur einn sér, rautt blóð rennur úr djúpu sári Eftir SIGRÍÐI EINARS um dökkbrúnt hörund hans, rautt, eins og blóð hvíta mannsins, svona rautt var það, frá MunaSarnesi er svartar hendur hans bundu um sár hans hvítu líni og blóðið storknaði á mjallhvítu hörundi. Og svona rautt blóð rann úr benjum föður hans og móður, er þau börðust gegn ánauð og kúgun, fyrir réttlæti — og féllu eins og hann, sem mikil blóðrás mæðir nú. Um andlit hans fer annarlegt bros: kemur þú nú, hvíti bróðir að binda sár mín, svo blóðið megi enn um stund streyma ungt og lifandi um æðar mínar? Eða varst það þú, sem særðir mig? Eða, eða? — nei... Faðir minn, móðir mín, nú kem ég. MELKORKA 3

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.