Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 5
gleymist að hugsa um jarðeign eða hefðar- kyn, ef svo ber undir. Margur faðirinn hrós- ar þó happi, þær eru furðu margar, sem rata feðra för. Hér er þegar sprett á nokkrum kýlum, og ekki hirt um að gera það vægilega. Sjálfsagt hafa menn líka kveinkað sér undan með- ferðinni. í þessu kvæði einkanlega, en einnig víðar í Eiðnum þykir nútímamanni lopinn full- mikið teygður, en hvað er að fást um það, þegar svo mikið af góðu er í boði. Kvæðið minnir á Don Juan eftir Byron, en Bjarni Benediktsson segir í bók sinni, að Þorsteinn hafi ekki eignazt það skáldverk fyrr en 1893, og ekki lesið það fyrr en 1895, eftir að liann orti þetta kvæði. Svo hefst hinn Ijómandi flokkur um unga elskendur, drauma þeirra, þrár og ástarsælu. Álfheimar varpa hlýju og ljóma um sviðið, dansinn dunar undir ýmsum háttum: Enn eru undrafríðir, enn eiga djörfust sporin, þeir senr ljúflings lýðir leiða í dans á vorin. Og hátturinn breytist, þegar komið er í mannheima. Braglínur lengjast og þyngjast, við sjáum andartak í liug biskupsins þar sem hann situr í biskupsstofunni, liann dreymir líka: Hann hafði ekki séð það, en sá það i dag, það sagði hvert einasta sporið, að Ragnheiður hefði þann höfðingjabrag, að hún gæti kórónu borið. í Voryrkjum og víðar í kvæðaflokknum, syngur það vor, sem leysir náttúru og menn úr klakaböndum vetrar. Það er vor í þrengstu og víðustu merkingu. Það ár var júnf yndisfagur, og allur júní tómur dagur; þá bjuggust þrá og þor í skart, og þá var landið stórt og bjart. Þá dró það snöggvast óhult anda, sem ótti og nætur reyndu að granda. MELKORKA Það mæðir hverja myrkuröld að missa bæði nótt og kvöld. Og sólin breytti byggð og landi, og brosti að því sem góður andi, hvað fólkið gat að fornum sið í fátækt sinni bjargast við. í náttúrunni og mannheimum er yndi vorsins. Vor og ást eru samantvinnuð í ásta- Ijóðum Þorsteins og einkum á þetta við um Eiðinn. Lyrik Þorsteins á þá vart sinn líka, eins og margoft hefur verið vitnað til, eink- um í sambandi við einstök erindi í Nótt. Sefjandi hugblær þess kvæðis, fegurðin í máli og stíl, vekur undursamlega helgitil- finningu. Nóttin og ástin anda úr ljóðlínun- um. Víst er að slíkur innileiki tilfinnino- o anna, sem leikur um það kvæði, flest erind- in, ásér tæplega hliðstæðu í íslenzkum kveð- skap. En það sent vekur líka aðdáun, bæði um þetta kvæði og önnur kvæði í Eiðnum um ástina, er nærfærnin í ástalýsingunum og hin óskeikula smekkvísi. Nú á tímum þykir okkur broslegt, að þetta kvæði skuli hafa þótt ósiðlegt er það kom út 1913, en þegar hugsað er til þess hlutverks, sem skáld- ið ætlaði þessu verki sínu, og á þeirn tíma virðist næstum yfirnáttúrlegt, live vel það liefur ratað meðalhófið. Sigurður Guðmundsson hefur bent á áhrif frá Friðþjófssögu Tegnérs á þetta kvæði Þorsteins. Á tindinum er kvæði um Brynjólf biskup og Skálholtsstól. Það er að nokkru undir hrynhendum hætti, sem fellur frábærlega að efninu um þessa háborg Kristins dóms á ís- landi og kennimannlega dýrð Brynjólfs Sveinssonar. En nepjan, senr gustar frá ljúflingsskáld- inu, þegar biskuplegur höfðinginn á í hlut, má eins og víða er fram tekið í þessu erindi, — rekja til þess, að Brynjólfur er persónu- gervingur kirkjuvalds og siðaskoðana rétt- trúnaðar, og það eru fjendur, sem kalla fram andstæður ástaskáldsins fyrr en varir. Brag- arhátturinn eykur áhrifamagn efnisins, það 5

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.