Melkorka - 01.03.1961, Page 10

Melkorka - 01.03.1961, Page 10
VERA INBER Eftir Elenu Túvinu Sovéska skáldkonan Vera Inber er ekki einungis fragt nafn í öllum Sovétríkjunum Jieldur á hún aðdá- endur víða um heim. Elena Túvina Bergmann skrifaði eftirfarandi grein um skáldkonuna fyrir Melkorku. Greinin átti að koma í desemberheftinu en varð að In'ða vegna rúmleysis. Kveðja skáldkonunnar til lesenda blaðsins birtum við í íslenzkri þýðingu. Ég kynntist Veru Inber fyrst fyrir um það bil tuttugu árum. Mér var gefin kvæðabók með myndum. Þetta voru mjög hlægileg kvæði: um hana fertugfætlumömmu sem gat ómögulega reiknað það út hve margar skóhlífar börnin hennar þrjátíu og þrjjú þyrftu í skólanum; um strákinn Bob sem var svo freknóttur, að jafnvel hestarnir hlógu að honum . . . í bókinni var líka mynd af frænkunni sem kvæðin hafði skrifað: bráðung kona, góðleg hugsandi augu, ljóst hár og hressi- lega uppbrett nef. Ég fann þá þegar að ég gat borið til hennar fyllsta traust. Vera Inber er einhver hin vinsælasta af sovézkum skáldkonum. Það sem einkum hrífur okkur í kvæðum hennar og sögum er einlægni, sönn tilfinning og þó fyrst og fremst gamansemi, fínleg gamansemi, sem bjargar henni íullkomlega frá tilfinninga- semi, en það verður því miður ekki sagt um flestar aðrar konur úr rithöfundastétt okk- ar. Má vera það sé Odessu að Jrakka, að Veru Inber tekst að sjá hlutina í broslegu Ijósi, borginni þar sem hún fæddist 10. júlí 1890. En Odessubúar eru með rétti álitnir allra manna kátastir, gamansamastir og lausastir við kveifarskap. Móðir skáldkonunnar kenndi rússnesku í kvennaskóla; hún var kona ströng og einkadóttir hennar hafði beyg af henni. Hinsvegar var Vera í góðu vinfengi við föð- Ég er að visu fœdd i suðlrcgu héraði — A strönd hitis heita Svartahafs, en mér þykir innilega vicnt um Norðr- ið. Ég held að ísland sé dásamlegt latid; já, auðvitað hlýtur svo að vera. Ég er hrifin af hinni einstceðu náttúru landsins, sem ég þekki af kvikmyndum og málverkum. Ég hef hrifizt af bókmenntum þess, harðneskjulegum og bliðlegum i senn. Sovézk skáldkona frá Moskvu sendir hjartanlegar kveðjur til lesenda íslenzka kvennablaðsins Melkorha. Þrýsti hönd ykkar. 14. nóv. 1960 VERA INBER ur sinn; hann veitti forstöðu útgáfufyrir- tækinu Mathesis sem gaf út stærðfræðirit, en var maður glaðlyndur og góðviljaður. Vera Inber hóf ljóðagerð snemma og átti þó nokkur vers á samvizkunni áður en hún gengi í menntaskóla. Að stúdentsprófi loknu dvaldi hún fjögur ár í Sviss og París. Hún hélt áfram að skrifa ljóð eins og stúlk- 10 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.