Melkorka - 01.03.1961, Side 11

Melkorka - 01.03.1961, Side 11
um er títt, ljóð full með ást og trega. Fyrstu kvæðakver liennar nefndust: „Dapurt vín‘‘, „Beisk gleði“, „Skammlíf orð“, — heitin sjálf tala sínu máli. Hún sneri aftur heim til Rússlands rétt áður en heimsstyrjöldin hæfist. Við þrumugný styrjaldar og bylting- ar skrifaði hún sem fyrr ljóð um vín dapur- leikans og beisklegar ánægjustundir. En sá heimur sem hún hafði alizt upp við var að lirynja, og þar með hinn litli, notalegi heimur skáldkonunnar, heimur fjögurra veggja og mjúkra bekkja þar sem svo gott er að skrifa ljúfleg og fáguð kvæði. Margir kunningjar og vinir úr skáldahópi hlupu í ofboði til útlanda: „heimsveldið er hrunið, barbararnir sækja fram!“ — En hún varð eftir, einmania kona ásamt dóttur sinni, Kísku litlu. Og þá vaknar sú spurning: hvernig skal lifa og fyrir hvað skal lifað? Eiginlega kunni hún ekkert, gat ekkert (það var ekki fyrr en síðar að hún lærði að flétta snæraskó, sem allir gengu þá á, og hægt var að fá mjölpund eða ögn af smjöri fyrir). Og innan um rúst- ir, öngþveiti, hina nýju menn byltingar- innar og gamalt mannrusl heldur Vera In- ber áfram þjáningarfullri, en ákveðinni leit sinni að „stað undir sólunni", — en svo nefnist frásögn hennar af þessum árum æf- innar. Baráttu hennar við pappxra í stofnun nokkurri lauk með ósigri. Hún reyndi að sauma húfur á ungbörn og selja kjötsnúða út um glugga, en þessi bisness gekk með af- brigðum illa. Og það var svo sárt að vera ókunnug og einskis virði í þessu unga bar- áttulandi, fullu af ólíkindum og ólgandi af lífi. Eftir eldsvoða sem skildi ekki eftir einn púða flytur Vera Inber til Moskvu með dóttur sinni. Eftir nýja leit og ný skakka- föll, þar á meðal leikstarfsemi í næturklúbb — skrifar hún loksins vel heppnaða smásögu sem birt var í tímariti Jrar í borg. Vera Inber gerðist sovézkur rithöfundur. Eftir þjáningar og erfiðleika tókst henni að vaxa inn í líf lands síns og hefja sína gönguför með milljónunum. í margrödduðum kór sovézkra bókmennta heyrðist einnig hennar rödd. Margir af skáldum okkar tala hærra, mynduglegar, eiga skærari liti en hún. Rödd hennar er hógvær, en mjög sönn: við heyr- um ekki falskan tón, ósannan tilfinninga- hita eða slagorð. Hún skrifar um sjálfa sig: Hin sterku orð eru mér ekki eiginleg. Stormsveipur hreyfinga. Elclstólpi hára. Ég veit það hljómar miklu betur sem ég segi í hálfum hljóðum.* En það sem Vera Inber segir „í hálfum hljóðum“ yfirgnæfir oft hvell hróp annarra. Um dauða Leníns hafa verið samin mörg góð kvæði. En fá þeirra eru jafnsterk og um leið hógvær og ljóð Veru „Fimrn nætur og daga“, sem við sjáum jafnan við hlið hins rnikla óðs Majakovskís í lestrarbókum skól- anna: Og áður en gröfin fæli hann um alclir fyrir lifendum var hann lagður í Súlnasalinn í fimrn nætur og daga Og undir fánum streymdi mannhafið áfram til að horfa eitt andartak á fölan vanga hans og rauðu orðuna á brjósti hans. Streymdi áfram. En frostið á jörðunni var svo grimrnt að það var sem hann hefði tekið með sér ögn af hita okkar. Og í fimm nætur var ekki sofið í Moskvu því að hann hafði fallið i svefn. Og tunglið stóð heiðursvörð, hátíðlegt og dapurt. Vera Inber skrifaði mjög mikið á árun- um 1920—1940: ljóð, lýrisk og pólitísk, töfr- andi sögur um böin, langt heimspekilegt kvæði, ljóðræna ferðasögu. Þessi áhuga- mikla og fróðleiksfúsa kona kemur víða við: hún bregður sér á hundasýningu fyrir utan Moskvu, tekur þátt í áróðursflugferð um Volguhéruðin, horfir á Moskvuborg taka á sig náðir. Og öllu þessu lýsir hún á mjög lifandi og fjörlegan hátt í greinum og sög- um. Hún fer einnig til útlanda, til Fiakk- * í ljóðaþýðingunum er bragarháttum frumtcxtans ekki fylgt. I>ýð. melkorka 11

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.