Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.03.1961, Blaðsíða 12
lands og Þýzkalands, sem fullmektug sovézk blaðakona. Um þessar ferðir skrifaði hún bókina „Ameríka í París“. Svo kom stríðið. Einn fagran, heitan, hræðilegan júnídag; jafnvel við börnin skildum ógnir þessa dags og gleymum hon- um ekki síðan. í ágúst fer Vera Inber til Leníngrad til manns síns, sem hafði verið skipaður rektor læknaskóla. Hún kom til borgarinnar 24. ágúst og var þar í nákvæmlega þrjú ár. Þessi ár var Leningrad einhver hræðileg- asti, en um leið einhver mesti heiðursstaður undir sólunni. Umkringd og birgðalaus varð þessi borg að vinna, læra, berjast við íkveikjusprengjur, grafa fólk úr rústum, — og allt þetta þurfti að gera þrátt fyrir dag- legt sprengjuregn, 200 gramma daglegan brauðskammt og hræðilegar vetrarhörkur. Og hér skrifar Vera Inber sín beztu verk: kvæðið „Lengdarbaugurinn um Púlkovo“ og dagbókina „Næstum því þrjú ár“. Þetta eru karlmannleg verk skáldkonu sem stýrt hafði svo léttum, gamansömum og góðvilj- uðum penna. Hér verður önnur endurfæð- ing hennar. Hún skrifar í dagbók sína: „Þrátt fyrir daglegar hættur, þótt ég viti ekki hvort ég sé Zjannu og drenginn oftar (dóttur og dótturson. E.T.) Þrátt fyrir veik- indi, þá er langt síðan ég hef fundið til slíkr- ar andlegrar heilbrigði, til slíkrar vinnu- gleði. Ég get margt gert. Og það geri ég, ef sprengjan fellur ekki nær mér en í gær. Að- eins að höfuðið haldi áfram að hugsa skýrt, það er mín eina ósk.“ Kvæðið „Lengdarbaugurinn um Púlk- ovo“ var skrifað á tveim árum og prentað smám saman, samt er það mjög heilsteypt. Það geymir lífsmyndir frá hinni umkringdu borg í mjög innilegri og persónulegri túlk- un og heiftúðlega fordæmingu fasismans. Höfundurinn las þetta mikla kvæði í út- varpið, á vígstöðvunum, úti í Kronstadt: Við munum hefna ungra og gamalla: öldunga, krepptra af striti og hungri h'kkistu barnsins, likkistunnar smáu alls ekki stærri en fiðlukassi sem rann sína leið á litlum sleða út í snjóþoku þegar fallbyssur drundu. Það var vel og mikið hlustað á þetta kvæði, því í því var líf Leníngarðs, vonir hans og óbifanlegur sigurvilji. Jafnframt kvæðinu skrifaði skáldkonan dagbók, fullkominn annál umsátursins. Við fréttum þar, að fimmtu sinfóníu Beethov- ens hafi verið frestað í Fílharmoníunni vegna stórskotahríðar. Við sjáum 8000 ung- kommúnista stilla sér upp í röð í morgun- frostinu eftir að vatnsleiðslurnar sprungu, og handlanga vatn í fötum úr Nevu og upp í brauðgerðarhúsið. Við sjáum átta lík, sveipuð ábreiðum og gluggatjöldum, dregin á sleðum fram hjá dyrum sjúkraliússins, en á hinum níunda er komið með konu til að hún fæði: andlit hennar er grænt og strengt af hungri. Við heyrum tístið í heimilismús- inni, greifafrú Miskjín, sem er svo aðfram- komin að hún getur ekki einu sinni glaðzt yfir því, að það er búið að éta alla ketti. Og þegar börnin heyra ævintýri, spyrja þau: Mamma, hvað eru risarnir þungir? Hvað fá þeir stóran matarskammt? Þannig lýsir skáldkonan þessari miklu borg frá degi til dags, stundum í örfáum línum, stundum í tveim — þrem blaðsíðum, litlum ritgerð- um. Það hefur margt verið skrifað um umsátur Leningrad. En mér finnst dagbók Veru Inber alltaf það verðmætasta og sann- asta, líklega vegna þess að í hverri línu finn- um við „augnablik nálægðarinnar", lifandi andardrátt höfundarins ásamt ströngu skýrsluformi. Og þetta reynist áhrifameira en það, sem ímyndunarafl hvaða skáldsagna- höfundar sem er getur skapað. Vera Inber hefur ekki glatað vinnugleði þeirri, sem hún skrifar um í dagbók sinni. Hún hefur margt skrifað síðan styrjöldinni lauk: kvæði, ritgerðir, indæla sögu um það „Þegar ég var lítil", hugleiðingar „Um inn- blástur og kunnáttu". Og vinsældir hennar eru miklar: henni er án afláts boðið í skóla eða í samyrkjubú eða í útvarpið, og hún er 12 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.